Lögleiðing hópfjármögnunar með sölu hlutabréfa Baldur Thorlacius skrifar 19. september 2018 09:00 Fyrir um tveimur árum var gerð afar mikilvæg breyting á reglum um sölu verðbréfa til almennings, svokölluð almenn útboð, sem fáir hafa nýtt sér og furðu lítið hefur farið fyrir. Kalla mætti almenn útboð eins konar hópfjármögnun með sölu verðbréfa.Breytingin fól í sér að undanþágur frá kröfum sem gilda að jafnaði um almenn útboð, svo sem varðandi aðkomu fjármálafyrirtækis og gerð svokallaðrar lýsingar, voru rýmkaðar til muna.Umræddar kröfur eru til þess fallnar að hækka kostnað við almenn útboð að svo miklu leyti að smærri fyrirtæki, sem segja má að geti haft mestan hag af slíkri fjármögnun, voru því sem næst útilokuð frá því að nýta sér þennan möguleika án undanþágu.Áður fyrr áttu umræddar undanþáguheimildir einungis við ef fjárhæð þess sem aflað var í útboði var undir 100 þúsundum evra, jafnvirði um 12,8 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. Var sú fjárhæð talin það lág að hún gæti tæplega gagnast neinum. Með áðurnefndum breytingum var fjárhæðin hækkuð í tvær og hálfa milljón evra, jafnvirði 320 milljóna króna, sem gjörbreytir þeirri stöðu.Höfundur bókarinnar „Equity Crowdfunding: The Complete Guide for Startups and Growing Companies“ hefur gengið svo langt að tala um „lögleiðingu“ hópfjármögnunar með sölu hlutabréfa (e. legalization of equity crowdfunding) þegar hann ræðir samsvarandi breytingar á regluverki annarra Evrópuþjóða, sem voru í flestum tilfellum gerðar talsvert fyrr.Endurspeglar þetta orðalag þá staðreynd að hópfjármögnun með sölu hlutabréfa er nú orðin að raunhæfum kosti við fjármögnun smærri fyrirtækja, svo sem í tengslum við skráningu þeirra á First North markaðinn.Það er því full ástæða til að vekja enn og aftur athygli á þessum möguleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fyrir um tveimur árum var gerð afar mikilvæg breyting á reglum um sölu verðbréfa til almennings, svokölluð almenn útboð, sem fáir hafa nýtt sér og furðu lítið hefur farið fyrir. Kalla mætti almenn útboð eins konar hópfjármögnun með sölu verðbréfa.Breytingin fól í sér að undanþágur frá kröfum sem gilda að jafnaði um almenn útboð, svo sem varðandi aðkomu fjármálafyrirtækis og gerð svokallaðrar lýsingar, voru rýmkaðar til muna.Umræddar kröfur eru til þess fallnar að hækka kostnað við almenn útboð að svo miklu leyti að smærri fyrirtæki, sem segja má að geti haft mestan hag af slíkri fjármögnun, voru því sem næst útilokuð frá því að nýta sér þennan möguleika án undanþágu.Áður fyrr áttu umræddar undanþáguheimildir einungis við ef fjárhæð þess sem aflað var í útboði var undir 100 þúsundum evra, jafnvirði um 12,8 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. Var sú fjárhæð talin það lág að hún gæti tæplega gagnast neinum. Með áðurnefndum breytingum var fjárhæðin hækkuð í tvær og hálfa milljón evra, jafnvirði 320 milljóna króna, sem gjörbreytir þeirri stöðu.Höfundur bókarinnar „Equity Crowdfunding: The Complete Guide for Startups and Growing Companies“ hefur gengið svo langt að tala um „lögleiðingu“ hópfjármögnunar með sölu hlutabréfa (e. legalization of equity crowdfunding) þegar hann ræðir samsvarandi breytingar á regluverki annarra Evrópuþjóða, sem voru í flestum tilfellum gerðar talsvert fyrr.Endurspeglar þetta orðalag þá staðreynd að hópfjármögnun með sölu hlutabréfa er nú orðin að raunhæfum kosti við fjármögnun smærri fyrirtækja, svo sem í tengslum við skráningu þeirra á First North markaðinn.Það er því full ástæða til að vekja enn og aftur athygli á þessum möguleika.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun