Guðmundur svarar fyrir sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2018 12:56 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. Þá sé ekki lengur til skoðunar hvort tilkynningaskyldur samruni hafi átt sér stað við kaup Brims á Ögurvík árið 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu Guðmundar vegna fréttar Fréttablaðsins í morgun um athugun Samkeppniseftirlitsins á kaupum Brims hf. á hlutabréfum í HB Granda hf.Í fréttinni kom fram að Samkeppniseftirlitið gerði fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Væri frummat stofnunarinnar á rökum reist sé um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum. Eru athugasemdirnar fjórar raktar lið fyrir lið en Guðmundur vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað. Hann svarar hins vegar fyrir atriðin fjögur í tilkynningunni. „Samkeppniseftirlitið hefur kaup Brims hf. á hlutabréfum í HB Granda í athugun og sendi félögunum af því tilefni erindi í júlí á þessu ári. Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið skoðar fjögur atriði,“ segir Guðmundur. „Í fyrsta lagi hvort tilkynningarskyldur samruni hafi átt sér stað þegar Brim hf. eignaðist þann 4.maí 34% hlut í HB Granda. Það er enn í skoðun. Í öðru lagi hvort það standist 10.gr. samkeppnislaga að aðaleigandi Brims hf. sé forstjóri HB Granda. Það er enn í skoðun. Í þriðja lagi hvort að stjórnarseta aðaleigandi Brims hf. í stjórn Vinnslustöðvarinnar brjóti gegn 10.gr. samkeppnislaga. Það er rangt að Guðmundur Kristjánsson hafi í vor verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar og þarfnast því ekki frekari skoðunar. Í fjórða lagi er athugað hvort að tilkynningaskyldur samruni hafi átt sér stað þegar Brim hf. keypti allt hlutafé í Ögurvík árið 2016. Samskipti áttu sér stað við Samkeppniseftirlitið á þeim tíma og var það sameiginleg niðurstaða þá að þessi viðskipti væru ekki tilkynningaskyld og er það atriði ekki lengur til skoðunar.“ Guðmundur rifjar upp ummæli sín í Morgunblaðinu í júlí þess efnis að eðlilegt væri að eftirlitsstofnanir fylgdust með viðskiptalífinu. Hann sé enn þeirrar skoðunar. Þá skýtur hann á Fréttablaðið og vill meina að lögmaður meirihlutaeiganda Vinnslustöðvarinnar, Einar Þór Sverrisson, sitji beggja vegna borðsins. „En vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins má geta þessa að stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.“ Guðmundur hefur eldað grátt silfur við meirihlutaeigendur í Vinnslustöðinni. Í gær var svo greint frá því að hann hefði selt hlut sinn í Vinnslustöðinni til FISK Seafood, útgerðarhluta og stærsta dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga, á 9,4 milljarða króna. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. Þá sé ekki lengur til skoðunar hvort tilkynningaskyldur samruni hafi átt sér stað við kaup Brims á Ögurvík árið 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu Guðmundar vegna fréttar Fréttablaðsins í morgun um athugun Samkeppniseftirlitsins á kaupum Brims hf. á hlutabréfum í HB Granda hf.Í fréttinni kom fram að Samkeppniseftirlitið gerði fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Væri frummat stofnunarinnar á rökum reist sé um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum. Eru athugasemdirnar fjórar raktar lið fyrir lið en Guðmundur vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað. Hann svarar hins vegar fyrir atriðin fjögur í tilkynningunni. „Samkeppniseftirlitið hefur kaup Brims hf. á hlutabréfum í HB Granda í athugun og sendi félögunum af því tilefni erindi í júlí á þessu ári. Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið skoðar fjögur atriði,“ segir Guðmundur. „Í fyrsta lagi hvort tilkynningarskyldur samruni hafi átt sér stað þegar Brim hf. eignaðist þann 4.maí 34% hlut í HB Granda. Það er enn í skoðun. Í öðru lagi hvort það standist 10.gr. samkeppnislaga að aðaleigandi Brims hf. sé forstjóri HB Granda. Það er enn í skoðun. Í þriðja lagi hvort að stjórnarseta aðaleigandi Brims hf. í stjórn Vinnslustöðvarinnar brjóti gegn 10.gr. samkeppnislaga. Það er rangt að Guðmundur Kristjánsson hafi í vor verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar og þarfnast því ekki frekari skoðunar. Í fjórða lagi er athugað hvort að tilkynningaskyldur samruni hafi átt sér stað þegar Brim hf. keypti allt hlutafé í Ögurvík árið 2016. Samskipti áttu sér stað við Samkeppniseftirlitið á þeim tíma og var það sameiginleg niðurstaða þá að þessi viðskipti væru ekki tilkynningaskyld og er það atriði ekki lengur til skoðunar.“ Guðmundur rifjar upp ummæli sín í Morgunblaðinu í júlí þess efnis að eðlilegt væri að eftirlitsstofnanir fylgdust með viðskiptalífinu. Hann sé enn þeirrar skoðunar. Þá skýtur hann á Fréttablaðið og vill meina að lögmaður meirihlutaeiganda Vinnslustöðvarinnar, Einar Þór Sverrisson, sitji beggja vegna borðsins. „En vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins má geta þessa að stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.“ Guðmundur hefur eldað grátt silfur við meirihlutaeigendur í Vinnslustöðinni. Í gær var svo greint frá því að hann hefði selt hlut sinn í Vinnslustöðinni til FISK Seafood, útgerðarhluta og stærsta dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga, á 9,4 milljarða króna.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent