Tækifærin í markvissri markaðssókn Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 19. september 2018 14:09 Í upphafi árs fór Íslandsstofa af stað með markaðsverkefni í samvinnu við stjórnvöld og íslensk útflutningsfyrirtæki til að nýta þann meðbyr sem fyrirsjáanlegt var að Ísland myndi njóta í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Ákveðið var að nýta kastljósið til þess að skerpa á sameiginlegri kynningu á landi og þjóð undir merkjum Inspired by Iceland. Tilgangur verkefnisins snýr að því að auka vitund um Ísland sem góðan stað til þess að heimsækja, sem upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og sem tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Markaðsstarfinu var beint gegn markhópi sem er m.a. tilbúinn að borga meira fyrir gæði og þjónustu og tilbúinn að upplifa framandi náttúru og menningu. Áhersluþættir í markaðsstarfinu snúa að gæðum, sköpunarkrafti, ábyrgð, nýsköpun, orku og sjálfbærni. Boðleiðir Íslandsstofu hafa verið nýttar til hins ítrasta s.s. almannatengsl, fjölmiðlaferðir, samfélagsmiðlar, auglýsingar, sýningar, viðskiptasendinefndir og tengslastarf. Markaðsherferðin hófst í mars þegar forseti Íslands og forsetafrú buðu heiminum að vera með í Team Iceland. Í framhaldinu var unnið markvisst að því að koma skilaboðum verkefnisins á framfæri gegnum samfélagsmiðla og almannatengsl. Skipulagðar voru m.a. sex blaðamanna- og áhrifavaldaferðir þar sem áherslan var á valda þætti s.s. þróun knattspyrnu, ferðaþjónustuna, fjárfestingar og nýsköpun, auk þess sem einstakir landshlutar voru kynntir sérstaklega. Þá var farið á fjölda vöru- og sölusýninga þar sem skilaboðin voru kynnt. Sendiráð Íslands og utanríkisþjónustan skipulögðu einnig fjölda viðburða í sendiráðunum. Í tengslum við fyrsta leik Íslands á mótinu var haldin samkoma í Viðey þar sem blaðamönnum og heppnum meðlimum úr Team Iceland var boðið að njóta matar frá kokkalandsliðinu og upplifa íslenska tónlistarveislu. Markaðsaðgerðir hafa gengið afar vel og hafa nú um 13 milljón manns séð myndbönd sem gerð voru í tengslum við herferðina. Um 390 blaðagreinar hafa birst um verkefnið í erlendum miðlum og um 53.000 manns skráðu sig beint í Team Iceland frá 196 þjóðum. Verkefninu er hins vegar hvergi nærri lokið og verður framhaldið kynnt núna á opnum fundi, þriðjudaginn 25. september á Radisson Blu Hótel Sögu kl. 11-12. Það hefur skipt miklu máli að ná víðtæku samstarfi fyrirtækja og stjórnvalda í verkefninu og kynna Ísland undir sameiginlegum hatti í tengslum við svo stóran viðburð. Vonir standa til þess að það verði enn frekara framhald á þessu samstarfi til framtíðar. Þannig næst slagkraftur í samkeppni okkar við aðrar þjóðir og tækifæri til markvissrar markaðssóknar fyrir land og þjóð. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í upphafi árs fór Íslandsstofa af stað með markaðsverkefni í samvinnu við stjórnvöld og íslensk útflutningsfyrirtæki til að nýta þann meðbyr sem fyrirsjáanlegt var að Ísland myndi njóta í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Ákveðið var að nýta kastljósið til þess að skerpa á sameiginlegri kynningu á landi og þjóð undir merkjum Inspired by Iceland. Tilgangur verkefnisins snýr að því að auka vitund um Ísland sem góðan stað til þess að heimsækja, sem upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og sem tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Markaðsstarfinu var beint gegn markhópi sem er m.a. tilbúinn að borga meira fyrir gæði og þjónustu og tilbúinn að upplifa framandi náttúru og menningu. Áhersluþættir í markaðsstarfinu snúa að gæðum, sköpunarkrafti, ábyrgð, nýsköpun, orku og sjálfbærni. Boðleiðir Íslandsstofu hafa verið nýttar til hins ítrasta s.s. almannatengsl, fjölmiðlaferðir, samfélagsmiðlar, auglýsingar, sýningar, viðskiptasendinefndir og tengslastarf. Markaðsherferðin hófst í mars þegar forseti Íslands og forsetafrú buðu heiminum að vera með í Team Iceland. Í framhaldinu var unnið markvisst að því að koma skilaboðum verkefnisins á framfæri gegnum samfélagsmiðla og almannatengsl. Skipulagðar voru m.a. sex blaðamanna- og áhrifavaldaferðir þar sem áherslan var á valda þætti s.s. þróun knattspyrnu, ferðaþjónustuna, fjárfestingar og nýsköpun, auk þess sem einstakir landshlutar voru kynntir sérstaklega. Þá var farið á fjölda vöru- og sölusýninga þar sem skilaboðin voru kynnt. Sendiráð Íslands og utanríkisþjónustan skipulögðu einnig fjölda viðburða í sendiráðunum. Í tengslum við fyrsta leik Íslands á mótinu var haldin samkoma í Viðey þar sem blaðamönnum og heppnum meðlimum úr Team Iceland var boðið að njóta matar frá kokkalandsliðinu og upplifa íslenska tónlistarveislu. Markaðsaðgerðir hafa gengið afar vel og hafa nú um 13 milljón manns séð myndbönd sem gerð voru í tengslum við herferðina. Um 390 blaðagreinar hafa birst um verkefnið í erlendum miðlum og um 53.000 manns skráðu sig beint í Team Iceland frá 196 þjóðum. Verkefninu er hins vegar hvergi nærri lokið og verður framhaldið kynnt núna á opnum fundi, þriðjudaginn 25. september á Radisson Blu Hótel Sögu kl. 11-12. Það hefur skipt miklu máli að ná víðtæku samstarfi fyrirtækja og stjórnvalda í verkefninu og kynna Ísland undir sameiginlegum hatti í tengslum við svo stóran viðburð. Vonir standa til þess að það verði enn frekara framhald á þessu samstarfi til framtíðar. Þannig næst slagkraftur í samkeppni okkar við aðrar þjóðir og tækifæri til markvissrar markaðssóknar fyrir land og þjóð. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar