Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller kortlögð í Landsrétti á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2018 14:21 Thomas Møller Olsen áfrýjaði dómnum sem hann hlaut fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur til Hæstaréttar. Málið verður hins vegar tekið fyrir í Landsrétti. Vísir/Anton Brink Undirbúningsþinghald í máli Thomasar Møller Olsen, sem var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og umfangsmikið fíkniefnasmygl, fer fram í Landsrétti á morgun. Björgvin Jónsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. Dagsetning aðalmeðferðar hefur þó ekki verið ákveðin.Sjá einnig: Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Björgvin segir að í Landsrétti á morgun verði m.a. kortlagt hvaða vitni úr héraðsdómi muni þurfa að koma fyrir við aðalmeðferðina og hvaða skýrslur verði teknar fyrir. Bæði saksóknara og verjanda verður gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þeim efnum. Fyrst var gert ráð fyrir að þinghaldið færi fram 11. september en Björgvin fór fram á frest þar sem undirbúningstími hafi verið of knappur.Thomas mætir ekki Þá hefur verið greint frá nýjum vendingum í máli Thomasar frá því að dómur yfir honum var kveðinn upp í héraði. Þar á meðal er matsskýrsla dómskvadds haffræðings um það hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó. Aðspurður gerir Björgvin þó ekki ráð fyrir að hann leggi fram gögn við undirbúningsþinghaldið á morgun en fram hefur komið að bæði sækjandi og verjandi hygðust leggja fram viðbótargögn í málinu. Björgvin segist ekki vita hvort gagnaframlagning muni fara fram af hálfu ákæruvaldsins. Thomas Møller Olsen verður ekki viðstaddur undirbúningsþinghaldið í Landsrétti á morgun, að sögn Björgvins. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í janúar árið 2017. Birna Brjánsdóttir Dómsmál Tengdar fréttir Bæði gömul og ný stór sakamál leidd til lykta með dómi á komandi misserum Mörg stór sakamál verða til umfjöllunar hjá dómstólum á næstu misserum. Eitt manndrápsmál bíður aðalmeðferðar í héraði, þrjú manndrápsmál bíða úrlausnar í Landsrétti, þar á meðal mál Thomasar Møller Olsen. 21. ágúst 2018 05:00 Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Þarna er bara verið að laga fyrri rannsóknarniðurstöður að þeirri útkomu sem þarf að fá út, segir verjandi Thomasar Møller. 12. júlí 2018 10:30 Líkami Birnu settur í Ölfusá við Óseyrarbrú Samkvæmt niðurstöðu matsskýrslu var líkama Birnu Brjánsdóttur komið fyrir lengra frá þeim stað en fyrr var talið. Verjandi Thomasar bað um matsgerðina vegna áfrýjunar. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Undirbúningsþinghald í máli Thomasar Møller Olsen, sem var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og umfangsmikið fíkniefnasmygl, fer fram í Landsrétti á morgun. Björgvin Jónsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. Dagsetning aðalmeðferðar hefur þó ekki verið ákveðin.Sjá einnig: Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Björgvin segir að í Landsrétti á morgun verði m.a. kortlagt hvaða vitni úr héraðsdómi muni þurfa að koma fyrir við aðalmeðferðina og hvaða skýrslur verði teknar fyrir. Bæði saksóknara og verjanda verður gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þeim efnum. Fyrst var gert ráð fyrir að þinghaldið færi fram 11. september en Björgvin fór fram á frest þar sem undirbúningstími hafi verið of knappur.Thomas mætir ekki Þá hefur verið greint frá nýjum vendingum í máli Thomasar frá því að dómur yfir honum var kveðinn upp í héraði. Þar á meðal er matsskýrsla dómskvadds haffræðings um það hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó. Aðspurður gerir Björgvin þó ekki ráð fyrir að hann leggi fram gögn við undirbúningsþinghaldið á morgun en fram hefur komið að bæði sækjandi og verjandi hygðust leggja fram viðbótargögn í málinu. Björgvin segist ekki vita hvort gagnaframlagning muni fara fram af hálfu ákæruvaldsins. Thomas Møller Olsen verður ekki viðstaddur undirbúningsþinghaldið í Landsrétti á morgun, að sögn Björgvins. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í janúar árið 2017.
Birna Brjánsdóttir Dómsmál Tengdar fréttir Bæði gömul og ný stór sakamál leidd til lykta með dómi á komandi misserum Mörg stór sakamál verða til umfjöllunar hjá dómstólum á næstu misserum. Eitt manndrápsmál bíður aðalmeðferðar í héraði, þrjú manndrápsmál bíða úrlausnar í Landsrétti, þar á meðal mál Thomasar Møller Olsen. 21. ágúst 2018 05:00 Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Þarna er bara verið að laga fyrri rannsóknarniðurstöður að þeirri útkomu sem þarf að fá út, segir verjandi Thomasar Møller. 12. júlí 2018 10:30 Líkami Birnu settur í Ölfusá við Óseyrarbrú Samkvæmt niðurstöðu matsskýrslu var líkama Birnu Brjánsdóttur komið fyrir lengra frá þeim stað en fyrr var talið. Verjandi Thomasar bað um matsgerðina vegna áfrýjunar. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Bæði gömul og ný stór sakamál leidd til lykta með dómi á komandi misserum Mörg stór sakamál verða til umfjöllunar hjá dómstólum á næstu misserum. Eitt manndrápsmál bíður aðalmeðferðar í héraði, þrjú manndrápsmál bíða úrlausnar í Landsrétti, þar á meðal mál Thomasar Møller Olsen. 21. ágúst 2018 05:00
Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Þarna er bara verið að laga fyrri rannsóknarniðurstöður að þeirri útkomu sem þarf að fá út, segir verjandi Thomasar Møller. 12. júlí 2018 10:30
Líkami Birnu settur í Ölfusá við Óseyrarbrú Samkvæmt niðurstöðu matsskýrslu var líkama Birnu Brjánsdóttur komið fyrir lengra frá þeim stað en fyrr var talið. Verjandi Thomasar bað um matsgerðina vegna áfrýjunar. 6. júlí 2018 06:00