Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 19. september 2018 18:57 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Vísir/Hanna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. Ferðin var í boði bandaríska sendiráðsins á Íslandi en á meðal þeirra sem fóru í þessa ferð voru Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem báðar eru í utanríkismálanefnd. Bryndís sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslenskum stjórnmálamönnum hefði verið boðið um borð í flugmóðurskipið USS Harry Truman til að kynna sér starfsemi sem er um borð í skipinu. Sagði Bryndís að henni finnist gott að vita til þess að Bandaríkjamenn séu að kveikja á því hvað Ísland sé í raun mikilvægt þegar kemur að staðsetningu í Atlantshafinu. Herflugvélin á Reykjavíkurflugvelli í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÞorgerður Katrín sagði þessa ferð alls ekki hafa verið einhverja leyniferð. Hún sagðist hafa látið alla vita að hún færi um borð í skipið og sagði það brýnt og gott að ráðherra og næstum allir þingmenn úr utanríkismálanefnd hefðu farið og kynnt sér starfsemina í skipinu. Sagði Þorgerður jafnframt að bandaríski herinn muni fjölga varnaræfingum í grennd við Ísland og að herfloti NATO muni fjölga ferðum sínum í lögsögu Íslands. Því sé sjálfsagt og eðlilegt að kynna sér starfið sem fer fram innan bandaríska hersins og fá upplýsingar um það hvernig herinn sjái fyrir sér þróun á herstarfsemi hér við land. Þorgerður sagðist hafa heyrt það á mönnum um borð í skipinu að þeir væru ekki sáttir við þá ákvörðun að draga herafla Bandaríkjanna frá Íslandi árið 2006 og að þeir séu að skipuleggja sig með aukin umsvif Rússa í Atlantshafinu í huga. Var skipið statt um 150 mílur suður af landinu innan íslenskrar lögsögu. Samningur Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins um Reykjavíkurflugvöll kveður á um að flugvöllurinn verði ekki notaður undir hernaðarstarfsemi nema í undantekningartilvikum, það er sem varaflugvöllur eða í tengslum við björgunaraðgerðir. Dagur B. Eggertsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að borginni hefði ekki verið tilkynnt um flug þessara tveggja herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag en bætti við að það væri ekki endilega nauðsynlegt. Hins vegar myndi borgin afla upplýsinga um flugið í dag, í hvaða tilgangi það var og hvort það samræmist samningnum. Ásamt Bryndís og Þorgerði fóru Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson um borð í skipið ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem bæði eiga sæti í utanríkismálanefnd, afþökkuðu bæði boð um að fara í flugmóðurskipið. Sagðist Logi Már hafa takmarkaðan áhuga á því og sagði Rósa Björk að það samræmdist ekki pólitískum skoðunum hennar. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins afþakkaði einnig boðið en hann segir í samtali við Vísi að hann hefði verið upptekinn við þingstörf, annars hefði hann þegið boðið. Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. Ferðin var í boði bandaríska sendiráðsins á Íslandi en á meðal þeirra sem fóru í þessa ferð voru Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem báðar eru í utanríkismálanefnd. Bryndís sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslenskum stjórnmálamönnum hefði verið boðið um borð í flugmóðurskipið USS Harry Truman til að kynna sér starfsemi sem er um borð í skipinu. Sagði Bryndís að henni finnist gott að vita til þess að Bandaríkjamenn séu að kveikja á því hvað Ísland sé í raun mikilvægt þegar kemur að staðsetningu í Atlantshafinu. Herflugvélin á Reykjavíkurflugvelli í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÞorgerður Katrín sagði þessa ferð alls ekki hafa verið einhverja leyniferð. Hún sagðist hafa látið alla vita að hún færi um borð í skipið og sagði það brýnt og gott að ráðherra og næstum allir þingmenn úr utanríkismálanefnd hefðu farið og kynnt sér starfsemina í skipinu. Sagði Þorgerður jafnframt að bandaríski herinn muni fjölga varnaræfingum í grennd við Ísland og að herfloti NATO muni fjölga ferðum sínum í lögsögu Íslands. Því sé sjálfsagt og eðlilegt að kynna sér starfið sem fer fram innan bandaríska hersins og fá upplýsingar um það hvernig herinn sjái fyrir sér þróun á herstarfsemi hér við land. Þorgerður sagðist hafa heyrt það á mönnum um borð í skipinu að þeir væru ekki sáttir við þá ákvörðun að draga herafla Bandaríkjanna frá Íslandi árið 2006 og að þeir séu að skipuleggja sig með aukin umsvif Rússa í Atlantshafinu í huga. Var skipið statt um 150 mílur suður af landinu innan íslenskrar lögsögu. Samningur Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins um Reykjavíkurflugvöll kveður á um að flugvöllurinn verði ekki notaður undir hernaðarstarfsemi nema í undantekningartilvikum, það er sem varaflugvöllur eða í tengslum við björgunaraðgerðir. Dagur B. Eggertsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að borginni hefði ekki verið tilkynnt um flug þessara tveggja herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag en bætti við að það væri ekki endilega nauðsynlegt. Hins vegar myndi borgin afla upplýsinga um flugið í dag, í hvaða tilgangi það var og hvort það samræmist samningnum. Ásamt Bryndís og Þorgerði fóru Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson um borð í skipið ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem bæði eiga sæti í utanríkismálanefnd, afþökkuðu bæði boð um að fara í flugmóðurskipið. Sagðist Logi Már hafa takmarkaðan áhuga á því og sagði Rósa Björk að það samræmdist ekki pólitískum skoðunum hennar. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins afþakkaði einnig boðið en hann segir í samtali við Vísi að hann hefði verið upptekinn við þingstörf, annars hefði hann þegið boðið.
Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11
Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57