Spennandi hugsun að geta tryggt sætið Hjörvar Ólafsson skrifar 1. september 2018 08:15 Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spennt fyrir leikinn. Vísir Rétt fyrir klukkan 15.00 í dag mun Sara Björk Gunnarsdóttir leiða lið sitt inn á fullan Laugardalsvöll þar sem andstæðingarnir verða Þjóðverjar. Leikurinn er liður í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu kvenna, en þegar tveir leikir eru eftir er Ísland á toppi riðilsins með eins stigs forskot á þýska liðið. Liðið sem hafnar í efsta sæti fer beint í lokakeppnina og annað sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili. Af þeim sökum er mikið í húfi. „Það er mikil spenna hjá leikmönnum liðsins fyrir leiknum og mér finnst einbeitingin og líkamlegt og andlegt ástand vera í fullkomnu standi. Það hefur verið ró yfir mannskapnum í undirbúningnum og leikmenn hlakkar til leiksins frekar en að vera stressaðir fyrir honum. Við gerum okkur klárlega grein fyrir því að þetta verður erfður leikur, en við förum í hann til þess að ná í stigin þrjú og tryggja sætið í lokakeppni HM,“ sagði Sara Björk á blaðamannafundi sem haldinn var í gær. „Ég er búin að ná mér að fullu af þeim meiðslum sem ég varð fyrir síðastliðið vor og ég er fullkomlega klár í slaginn. Ég hef æft einkar vel í sumar og undirbúningstímabil í Þýskalandi eru þannig að leikmenn komast í gott hlaupaform. Þar af leiðandi er ég reiðubúin í að leika heilan leik á þessu getustigi á fullu tempói. Aðrir leikmenn liðsins eru einnig í góðu formi og við munum leggja allt sem við eigum í leikinn,“ sagði hún um stöðuna á sér og samherjum sínum. „Það verður gaman að etja kappi við samherja mína hjá Wolfsburg, en þessi leikur hefur ekki verið mikið ræddur í aðdraganda leiksins. Það var ekki mikil stemming hjá þeim fyrir því að ræða fyrri leikinn og að þessu sinni er þegjandi samkomulag um að láta bara verkin tala inni á vellinum. Það kitlar mjög að fara með sigur af hólmi, tryggja farseðilinn til Frakklands og skilja þær eftir. Vonandi gengur það eftir og ég held áfram að hafa montréttinn,“ sagði miðvallarleikmaðurinn öflugi um andstæðinga dagsins. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Katrín Jónsdóttir hefur verið óvinnufær í vikunni sökum spennu fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Þýskalandi sem fram á Laugardalsvellinum í dag. 1. september 2018 07:45 Stefnum á að klára þetta með sigri í dag Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir dagsskipunina að fara með sigur af hólmi og geirnegla sætið í lokakeppni HM. Freyr segir leikmenn sína hafa góða reynslu af stórum verkefnum og höndli þá pressu sem hvílir á liðinu. 1. september 2018 07:45 Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Sjá meira
Rétt fyrir klukkan 15.00 í dag mun Sara Björk Gunnarsdóttir leiða lið sitt inn á fullan Laugardalsvöll þar sem andstæðingarnir verða Þjóðverjar. Leikurinn er liður í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu kvenna, en þegar tveir leikir eru eftir er Ísland á toppi riðilsins með eins stigs forskot á þýska liðið. Liðið sem hafnar í efsta sæti fer beint í lokakeppnina og annað sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili. Af þeim sökum er mikið í húfi. „Það er mikil spenna hjá leikmönnum liðsins fyrir leiknum og mér finnst einbeitingin og líkamlegt og andlegt ástand vera í fullkomnu standi. Það hefur verið ró yfir mannskapnum í undirbúningnum og leikmenn hlakkar til leiksins frekar en að vera stressaðir fyrir honum. Við gerum okkur klárlega grein fyrir því að þetta verður erfður leikur, en við förum í hann til þess að ná í stigin þrjú og tryggja sætið í lokakeppni HM,“ sagði Sara Björk á blaðamannafundi sem haldinn var í gær. „Ég er búin að ná mér að fullu af þeim meiðslum sem ég varð fyrir síðastliðið vor og ég er fullkomlega klár í slaginn. Ég hef æft einkar vel í sumar og undirbúningstímabil í Þýskalandi eru þannig að leikmenn komast í gott hlaupaform. Þar af leiðandi er ég reiðubúin í að leika heilan leik á þessu getustigi á fullu tempói. Aðrir leikmenn liðsins eru einnig í góðu formi og við munum leggja allt sem við eigum í leikinn,“ sagði hún um stöðuna á sér og samherjum sínum. „Það verður gaman að etja kappi við samherja mína hjá Wolfsburg, en þessi leikur hefur ekki verið mikið ræddur í aðdraganda leiksins. Það var ekki mikil stemming hjá þeim fyrir því að ræða fyrri leikinn og að þessu sinni er þegjandi samkomulag um að láta bara verkin tala inni á vellinum. Það kitlar mjög að fara með sigur af hólmi, tryggja farseðilinn til Frakklands og skilja þær eftir. Vonandi gengur það eftir og ég held áfram að hafa montréttinn,“ sagði miðvallarleikmaðurinn öflugi um andstæðinga dagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Katrín Jónsdóttir hefur verið óvinnufær í vikunni sökum spennu fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Þýskalandi sem fram á Laugardalsvellinum í dag. 1. september 2018 07:45 Stefnum á að klára þetta með sigri í dag Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir dagsskipunina að fara með sigur af hólmi og geirnegla sætið í lokakeppni HM. Freyr segir leikmenn sína hafa góða reynslu af stórum verkefnum og höndli þá pressu sem hvílir á liðinu. 1. september 2018 07:45 Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Sjá meira
Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Katrín Jónsdóttir hefur verið óvinnufær í vikunni sökum spennu fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Þýskalandi sem fram á Laugardalsvellinum í dag. 1. september 2018 07:45
Stefnum á að klára þetta með sigri í dag Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir dagsskipunina að fara með sigur af hólmi og geirnegla sætið í lokakeppni HM. Freyr segir leikmenn sína hafa góða reynslu af stórum verkefnum og höndli þá pressu sem hvílir á liðinu. 1. september 2018 07:45
Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15