Slegist með stólum á öldurhúsi í Hafnarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2018 07:38 Gríðarlegur erill var hjá lögreglu milli 17 og 5. Vísir/Vilhelm Samtals komu 93 mál inn á borð lögreglu milli klukkan 17 í gær og 5 í morgun. Þar ber helst að nefna hópslagsmál á öldurhúsi í Hafnarfirði, þriggja bíla árekstur á Sæbraut, unglingaslagsmál í strætóskýli í Kópavogi og óboðinn gestur í Breiðholti. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Slegist með stólum á öldurhúsi Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um hópslagsmál við öldurhús í Hafnarfirði, þar sem meðal annars var slegist með stólum. Nokkrar lögreglubifreiðar voru sendar á vettvang en slagsmálin höfðu fjarað út þegar lögreglu bar að garði. Einn var þó fluttur á slysadeild til skoðunar með áverka á höfði. Um klukkan 21:30 varð þriggja bifreiða árekstur á Sæbraut við Sólfarið. Engin meiðsl urðu á fólki en tvær bifreiðar voru fluttar óökufærar með kranabifreið af vettvangi. Á sjöunda tímanum í gær barst lögreglu tilkynning um hóp unglinga að slást við strætóskýli í Kópavogi. Unglingarnir eru sagðir hafa hlaupið á brott er þeim var tjáð að búið væri að hringja á lögreglu og voru þeir á bak og braut þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt um tvær líkamsárásir í Kópavogi Á áttunda tímanum í gær var tilkynnt um líkamsárás við öldurhús í Kópavogi. Þolandi var fluttur á slysadeild til skoðunar en meintur gerandi tekinn til skýrslutöku á lögreglustöð. Báðir aðilar gengu leiða sinna að loknum yfirheyrslum og skoðun á sjúkrahúsi. Um klukkan 3 í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás við skemmtistað í Kópavogi. Lögregla ræddi við málsaðila á vettvangi og er málið til skoðunar. Skömmu eftir klukkan 23 tilkynnti húsráðandi í Breiðholti að maður í annarlegu ástandi hafi komið óboðinn inn í íbúð hans. Húsráðandi náði þó sjálfur að visa manninum á brott úr íbúðinni áður en lögregla kom á vettvang. Á tólfta tímanum var einnig tilkynnt um eld í ruslatunnu við skóla í Breiðholti. Eldurinn var slökktur með slökkvitæki er lögregla kom á vettvang. Ekki urðu aðrar skemmdir en á ruslatunnunni sem er ónýt. Flest málanna níutíu og þriggja voru þó minniháttar og tengjast ölvun og/eða hávaða frá samkvæmum, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir umferðalagabrot á borð við að aka á rauðu ljósi, vera á ótryggðu ökutæki í umferðinni og aka um á ökutæki án skráningarmerkja. Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Sjá meira
Samtals komu 93 mál inn á borð lögreglu milli klukkan 17 í gær og 5 í morgun. Þar ber helst að nefna hópslagsmál á öldurhúsi í Hafnarfirði, þriggja bíla árekstur á Sæbraut, unglingaslagsmál í strætóskýli í Kópavogi og óboðinn gestur í Breiðholti. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Slegist með stólum á öldurhúsi Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um hópslagsmál við öldurhús í Hafnarfirði, þar sem meðal annars var slegist með stólum. Nokkrar lögreglubifreiðar voru sendar á vettvang en slagsmálin höfðu fjarað út þegar lögreglu bar að garði. Einn var þó fluttur á slysadeild til skoðunar með áverka á höfði. Um klukkan 21:30 varð þriggja bifreiða árekstur á Sæbraut við Sólfarið. Engin meiðsl urðu á fólki en tvær bifreiðar voru fluttar óökufærar með kranabifreið af vettvangi. Á sjöunda tímanum í gær barst lögreglu tilkynning um hóp unglinga að slást við strætóskýli í Kópavogi. Unglingarnir eru sagðir hafa hlaupið á brott er þeim var tjáð að búið væri að hringja á lögreglu og voru þeir á bak og braut þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt um tvær líkamsárásir í Kópavogi Á áttunda tímanum í gær var tilkynnt um líkamsárás við öldurhús í Kópavogi. Þolandi var fluttur á slysadeild til skoðunar en meintur gerandi tekinn til skýrslutöku á lögreglustöð. Báðir aðilar gengu leiða sinna að loknum yfirheyrslum og skoðun á sjúkrahúsi. Um klukkan 3 í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás við skemmtistað í Kópavogi. Lögregla ræddi við málsaðila á vettvangi og er málið til skoðunar. Skömmu eftir klukkan 23 tilkynnti húsráðandi í Breiðholti að maður í annarlegu ástandi hafi komið óboðinn inn í íbúð hans. Húsráðandi náði þó sjálfur að visa manninum á brott úr íbúðinni áður en lögregla kom á vettvang. Á tólfta tímanum var einnig tilkynnt um eld í ruslatunnu við skóla í Breiðholti. Eldurinn var slökktur með slökkvitæki er lögregla kom á vettvang. Ekki urðu aðrar skemmdir en á ruslatunnunni sem er ónýt. Flest málanna níutíu og þriggja voru þó minniháttar og tengjast ölvun og/eða hávaða frá samkvæmum, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir umferðalagabrot á borð við að aka á rauðu ljósi, vera á ótryggðu ökutæki í umferðinni og aka um á ökutæki án skráningarmerkja.
Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Sjá meira