„Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2018 19:45 Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Þar að auki sé erfitt að bæta akstursleiðina yfir straumþunga jökulána enda sé botn hennar síbreytilegur. Bandarísk hjón voru á leið inn í Þórsmörk í brúðkaupsferð í gær þegar þau festu jeppling sinn á vaði í Steinsholtsá. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er búið að taka skýrslu af eiginmanninum og öðrum sem urðu vitni að slysinu. Það teljist upplýst að konan hafi látist þegar henni skrikaði fótur þegar hún hugðist yfirgefa bílinn og varð það til þess að hún flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Nákvæm dánarorsök liggur þó ekki fyrir en talið er að hún kunni að hafa drukknað. Sjá einnig: Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Reglulega berast fréttir af bílum sem festast á þessum slóðum en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að aðstæður í Steinsholtsá geri stofnuninni erfitt fyrir að bæta akstursleiðina yfir ána. Ómögulegt sé að merkja hvar vaðið liggur í Steinsholtsá, enda sé um straumþunga jökulá að ræða. Botn Steinsholtsár eigi því til að breytast hratt og staðsetning vaðsins sömuleiðis. Vegagerðin hafi þess vegna lagt áherslu á að koma upplýsingum um hættulegar akstursleiðir inn í Þórsmörk á framfæri með skiltum. „Það er bent á það af okkur með skiltum, að þessir vegir eru ekki góðir fyrir hvaða bíl sem er. Þeir þurfa að vera fjórhjóladrifnir, og af ákveðinni stærðargráðu - við erum með ákveðna flokkun á því. Þetta er allt skilmerkilega skiltað. Síðan er náttúrulega vandamálið að við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum,“ segir Pétur. Aðspurður um hvort komi því til skoðunar að hindra akstur yfir ár í einhverjum tilfellum, segir Pétur að það væri illframkvæmanlegt. „Hvernig ættum við að gera það? Það yrði þá að koma til lögregla eða eitthvað slíkt, það þyrfti að vera vörður við hverja á og það held ég að sé ekki raunhæft.“ Andlát Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. 1. september 2018 10:08 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Þar að auki sé erfitt að bæta akstursleiðina yfir straumþunga jökulána enda sé botn hennar síbreytilegur. Bandarísk hjón voru á leið inn í Þórsmörk í brúðkaupsferð í gær þegar þau festu jeppling sinn á vaði í Steinsholtsá. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er búið að taka skýrslu af eiginmanninum og öðrum sem urðu vitni að slysinu. Það teljist upplýst að konan hafi látist þegar henni skrikaði fótur þegar hún hugðist yfirgefa bílinn og varð það til þess að hún flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Nákvæm dánarorsök liggur þó ekki fyrir en talið er að hún kunni að hafa drukknað. Sjá einnig: Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Reglulega berast fréttir af bílum sem festast á þessum slóðum en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að aðstæður í Steinsholtsá geri stofnuninni erfitt fyrir að bæta akstursleiðina yfir ána. Ómögulegt sé að merkja hvar vaðið liggur í Steinsholtsá, enda sé um straumþunga jökulá að ræða. Botn Steinsholtsár eigi því til að breytast hratt og staðsetning vaðsins sömuleiðis. Vegagerðin hafi þess vegna lagt áherslu á að koma upplýsingum um hættulegar akstursleiðir inn í Þórsmörk á framfæri með skiltum. „Það er bent á það af okkur með skiltum, að þessir vegir eru ekki góðir fyrir hvaða bíl sem er. Þeir þurfa að vera fjórhjóladrifnir, og af ákveðinni stærðargráðu - við erum með ákveðna flokkun á því. Þetta er allt skilmerkilega skiltað. Síðan er náttúrulega vandamálið að við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum,“ segir Pétur. Aðspurður um hvort komi því til skoðunar að hindra akstur yfir ár í einhverjum tilfellum, segir Pétur að það væri illframkvæmanlegt. „Hvernig ættum við að gera það? Það yrði þá að koma til lögregla eða eitthvað slíkt, það þyrfti að vera vörður við hverja á og það held ég að sé ekki raunhæft.“
Andlát Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. 1. september 2018 10:08 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. 1. september 2018 10:08