Handbolti

Selfoss sex mörkum yfir gegn Dragunas

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur stýrði umferðinni í dag.
Haukur stýrði umferðinni í dag. vísir/daníel
Selfoss er sex mörkum yfir eftir fyrri leikinn gegn Dragunas, 34-28, en leikið var á Selfossi í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins.

Selfyssingar voru í raun sterkari frá upphafi og voru meðal annars 8-5 yfir um miðjan hálfleikinn. Þeir leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 17-13.

Selfoss var að spila afar vel í leiknum og markvörðurinn Pawel Kiepulski var funheitur ásamt Hauki Þrastarsyni.

Að endingu unnu Selfyssingar leikinn með sex marka mun, 34-28, og eru því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn sem fer fram í Litháen um næstu helgi.

Einar Sverrisson skoraði átta mörk, Árni Steinn Steinþórsson sjö og Hergeir Grímsson sex. Haukur Þrastarson gerði fimm mörk ásamt því að eiga fjöldann allan af stoðsendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×