Tólfti mánuðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 3. september 2018 07:00 Óumdeilt er að menntun og þekking eru undirstaða góðra lífskjara. Opinber framlög til menntamála eru því fjárfesting í hagsæld framtíðarinnar. Það sama gildir um þann kostnað sem einstaklingar taka á sig til að afla sér menntunar en hann getur verið umtalsverður. Fæstir háskólanemar eru í þeirri stöðu að hafa fjárhagslega bakhjarla sem kosta þá til náms og greiða framfærslu þeirra á námstímanum og fjármagna því framfærslu sína með lántöku. Námslán eru verðtryggð og bera 1% vexti. Fólk sem fer í langt nám skuldar oft margar milljónir í námslán þegar það útskrifast. Þegar námi lýkur þarf það að greiða tæplega 4% af tekjum sínum í afborganir af lánunum (þau sem tóku lán fyrir árið 2005 greiða tæplega 5%). Þetta þýðir að fólk þarf að verja fjárhæð sem samsvarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári í afborganir af námslánum. Það reynist mörgum þung byrði. Opinberar tölur sýna að hvergi í Evrópu er ávinningur einstaklinga af háskólanámi minni en hér á landi. Vissulega er það svo að laun háskólafólks eru að meðaltali hærri en þeirra sem hafa minni menntun. En meðaltöl segja ekki allt. Þegar tekjur þessara hópa eru bornar saman þarf að hafa í huga að háskólafólk fær í raun bara greidd laun ellefu mánuði á ári. Á næsta ári losna kjarasamningar þorra stéttarfélaga innan BHM. Stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að liðka fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Eitt af því sem ríkisvaldið getur gert til að greiða fyrir samningum við háskólamenntað fólk er að breyta reglum þannig að árlegar afborganir, vextir og verðbætur af námslánum dragist frá þeim stofni sem myndar andlag við útreikning bóta í almannatryggingakerfinu, s.s. barnabóta og vaxtabóta. Með þessu væru stjórnvöld að sýna í verki að þau vilji að fólk afli sér menntunar og stuðli þannig að hagsæld og góðum lífskjörum í landinu til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Óumdeilt er að menntun og þekking eru undirstaða góðra lífskjara. Opinber framlög til menntamála eru því fjárfesting í hagsæld framtíðarinnar. Það sama gildir um þann kostnað sem einstaklingar taka á sig til að afla sér menntunar en hann getur verið umtalsverður. Fæstir háskólanemar eru í þeirri stöðu að hafa fjárhagslega bakhjarla sem kosta þá til náms og greiða framfærslu þeirra á námstímanum og fjármagna því framfærslu sína með lántöku. Námslán eru verðtryggð og bera 1% vexti. Fólk sem fer í langt nám skuldar oft margar milljónir í námslán þegar það útskrifast. Þegar námi lýkur þarf það að greiða tæplega 4% af tekjum sínum í afborganir af lánunum (þau sem tóku lán fyrir árið 2005 greiða tæplega 5%). Þetta þýðir að fólk þarf að verja fjárhæð sem samsvarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári í afborganir af námslánum. Það reynist mörgum þung byrði. Opinberar tölur sýna að hvergi í Evrópu er ávinningur einstaklinga af háskólanámi minni en hér á landi. Vissulega er það svo að laun háskólafólks eru að meðaltali hærri en þeirra sem hafa minni menntun. En meðaltöl segja ekki allt. Þegar tekjur þessara hópa eru bornar saman þarf að hafa í huga að háskólafólk fær í raun bara greidd laun ellefu mánuði á ári. Á næsta ári losna kjarasamningar þorra stéttarfélaga innan BHM. Stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að liðka fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Eitt af því sem ríkisvaldið getur gert til að greiða fyrir samningum við háskólamenntað fólk er að breyta reglum þannig að árlegar afborganir, vextir og verðbætur af námslánum dragist frá þeim stofni sem myndar andlag við útreikning bóta í almannatryggingakerfinu, s.s. barnabóta og vaxtabóta. Með þessu væru stjórnvöld að sýna í verki að þau vilji að fólk afli sér menntunar og stuðli þannig að hagsæld og góðum lífskjörum í landinu til framtíðar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar