Vilja vekja fólk til umhugsunar Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 3. september 2018 08:00 Benjamín Sigurgeirsson, formaður SGÍ, og Birkir Steinn Erlingsson, formaður Vegan samtakanna. Á myndina vantar Valgerði Árnadóttur, framkvæmdastjóra SGÍ, og Ragnar Frey sem koma einnig að sýningu myndarinnar. fréttablaðið/ernir „Helsta markmið okkar með því að sýna myndina er að vekja fólk til umhugsunar um hvaða afleiðingar venjur þess, og þá sérstaklega matarvenjur, hafa fyrir dýrin sem alla jafna eru hulin augum okkar og huga,“ segir Benjamín Sigurgeirsson, formaður SGÍ. Dominion verður sýnd í Bíói Paradís í kvöld kl. 20. Aðgangur er ókeypis. „Í myndinni er notast við dróna og leynilegar upptökur sem sýna það svart á hvítu hvað er í raun og veru að gerast á bæjum og í sláturhúsum.“ Reglulega eru heimildarmyndir á borð við Dominion sýndar í Bíói Paradís og alltaf í Veganúar sem í ár var haldinn hátíðlegur í þriðja sinn. Má þar nefna Cowspiracy og Earthlings. Cowspiracy kemur inn á umhverfisáhrif í kjölfar dýralandbúnaðar en mikil metanlosun er af dýrunum og þau taka mikið svæði.Margir sem breyta um lífsstíl „Það er ákveðin ósjálfbærni að rækta mat ofan í dýrin og svo ofan í okkur í stað þess að rækta bara beint ofan í okkur.“ Earthlings, líkt og Dominion, fjallar um siðferðið í kringum kjötneyslu og segir Benjamín að heimildarmyndir á borð við þessar hafi augljóslega áhrif á fólk. Margir gerast vegan, eða grænkerar, og breyta lífsstíl sínum eftir áhorf. „Það er rosalega mikil vakning í gangi í dag og þeir sem horfa á þessar myndir með opnum huga, verða vissulega fyrir áhrifum. Margir hafa jafnvel breytt um lífsstíl eftir að hafa horft á svona heimildarmyndir enda segja þær sannleikann blákalt,“ segir hann. „Einnig viljum við sjá aukningu á neyslu grænmetis meðal Íslendinga og því fylgir að neysla dýra minnki. Á Íslandi í dag eru drepin um eða yfir sex milljón landdýr á hverju ári og væri óskandi að við værum til fyrirmyndar og dræpum færri dýr. Einnig eru dýr og dýraafurðir svona yfirleitt alla jafna fremur óholl fæða og sumir breyta um lífsstíl á þeim forsendum.“Víða hræðilegar aðstæður Benjamín segir aðstæður á Íslandi því miður ekki skárri en annars staðar í heiminum, líkt og víða hefur verið reynt að halda fram. „Fyrir marga snýst þetta líka um að vernda dýrin og aðstæður sem dýrin eru í í dag. Þær eru vægast sagt hræðilegar. Sagt er að aðstæður séu betri á Íslandi en því miður á það ekki alltaf við rök að styðjast, sérstaklega ekki hjá svínum og kjúklingum. Sú framleiðsla er eins í öllum heiminum. Ég hvet alla til að mæta og horfa á myndina.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sveppi og Pétur gerðust vegan með Guðrúnu Sóleyju Í þriðja þætti seríunnar Tveir á teini fetuðu Pétur og Sveppi nokkuð ótroðnar slóðir, að minnsta kosti frá þeirra bæjardyrum séð, og grilluðu veganrétt. 9. júlí 2018 14:14 Opnar eftir langan undirbúning Vegan "dænerinn“ Veganæs opnar á morgun, Aðstandendur söfnuðu 2 milljónum króna til að láta drauminn rætast. 8. júlí 2018 16:24 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Fleiri fréttir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Sjá meira
„Helsta markmið okkar með því að sýna myndina er að vekja fólk til umhugsunar um hvaða afleiðingar venjur þess, og þá sérstaklega matarvenjur, hafa fyrir dýrin sem alla jafna eru hulin augum okkar og huga,“ segir Benjamín Sigurgeirsson, formaður SGÍ. Dominion verður sýnd í Bíói Paradís í kvöld kl. 20. Aðgangur er ókeypis. „Í myndinni er notast við dróna og leynilegar upptökur sem sýna það svart á hvítu hvað er í raun og veru að gerast á bæjum og í sláturhúsum.“ Reglulega eru heimildarmyndir á borð við Dominion sýndar í Bíói Paradís og alltaf í Veganúar sem í ár var haldinn hátíðlegur í þriðja sinn. Má þar nefna Cowspiracy og Earthlings. Cowspiracy kemur inn á umhverfisáhrif í kjölfar dýralandbúnaðar en mikil metanlosun er af dýrunum og þau taka mikið svæði.Margir sem breyta um lífsstíl „Það er ákveðin ósjálfbærni að rækta mat ofan í dýrin og svo ofan í okkur í stað þess að rækta bara beint ofan í okkur.“ Earthlings, líkt og Dominion, fjallar um siðferðið í kringum kjötneyslu og segir Benjamín að heimildarmyndir á borð við þessar hafi augljóslega áhrif á fólk. Margir gerast vegan, eða grænkerar, og breyta lífsstíl sínum eftir áhorf. „Það er rosalega mikil vakning í gangi í dag og þeir sem horfa á þessar myndir með opnum huga, verða vissulega fyrir áhrifum. Margir hafa jafnvel breytt um lífsstíl eftir að hafa horft á svona heimildarmyndir enda segja þær sannleikann blákalt,“ segir hann. „Einnig viljum við sjá aukningu á neyslu grænmetis meðal Íslendinga og því fylgir að neysla dýra minnki. Á Íslandi í dag eru drepin um eða yfir sex milljón landdýr á hverju ári og væri óskandi að við værum til fyrirmyndar og dræpum færri dýr. Einnig eru dýr og dýraafurðir svona yfirleitt alla jafna fremur óholl fæða og sumir breyta um lífsstíl á þeim forsendum.“Víða hræðilegar aðstæður Benjamín segir aðstæður á Íslandi því miður ekki skárri en annars staðar í heiminum, líkt og víða hefur verið reynt að halda fram. „Fyrir marga snýst þetta líka um að vernda dýrin og aðstæður sem dýrin eru í í dag. Þær eru vægast sagt hræðilegar. Sagt er að aðstæður séu betri á Íslandi en því miður á það ekki alltaf við rök að styðjast, sérstaklega ekki hjá svínum og kjúklingum. Sú framleiðsla er eins í öllum heiminum. Ég hvet alla til að mæta og horfa á myndina.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sveppi og Pétur gerðust vegan með Guðrúnu Sóleyju Í þriðja þætti seríunnar Tveir á teini fetuðu Pétur og Sveppi nokkuð ótroðnar slóðir, að minnsta kosti frá þeirra bæjardyrum séð, og grilluðu veganrétt. 9. júlí 2018 14:14 Opnar eftir langan undirbúning Vegan "dænerinn“ Veganæs opnar á morgun, Aðstandendur söfnuðu 2 milljónum króna til að láta drauminn rætast. 8. júlí 2018 16:24 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Fleiri fréttir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Sjá meira
Sveppi og Pétur gerðust vegan með Guðrúnu Sóleyju Í þriðja þætti seríunnar Tveir á teini fetuðu Pétur og Sveppi nokkuð ótroðnar slóðir, að minnsta kosti frá þeirra bæjardyrum séð, og grilluðu veganrétt. 9. júlí 2018 14:14
Opnar eftir langan undirbúning Vegan "dænerinn“ Veganæs opnar á morgun, Aðstandendur söfnuðu 2 milljónum króna til að láta drauminn rætast. 8. júlí 2018 16:24