Pepsmörkin: Þjálfari Íslandsmeistaranna sakar dómara leiksins um óheiðarleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 10:00 Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. Vísir/S2 Sport Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær. Valsmenn töpuðu þarna tveimur dýrmætum stigum í toppbaráttunni en náðu að jafna metin í lokin. Þeir vildu hins vegar frá víti þegar Bjarni Ólafur Eiríksson datt í teignum og Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals sakaði dómara leiksins, Einar Inga Jóhannsson, um hlutdrægni í viðtali eftir leikinn. „Það er púra víti. Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður. Hann er fæddur og uppalinn í Stjörnuheimilinu nánast og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur. Það gaf auga leið,“ sagði Ólafur í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Þetta voru ansi athyglisverð ummæli hjá þjálfara Íslandsmeistaranna Óla Jóh. Hann sakar dómara leiksins um óheiðarleika,“ sagði Hörður Magnússon og spurði Reynir Leósson um hvað honum fannst um þessi ummæli. „Það er margt sagt í hita leiksins eftir leik en ég held að menn verði að passa sig. Ég held að dómarinn hafi ekki verið inn á vellinum til að dæma gegn Val. Mér fannst heilt yfir hann komast nokkuð vel frá þessum leik,“ sagði Reynir Leósson. „Mér fannst illa að honum vegið með því að koma með þetta. Ég þekki ekki hvort hann sé Stjörnumaður eða ekki. Ef svo er þá er ekki gott hjá KSÍ að hafa sett hann á þennan mikilvæga leik. Ég held að það hafi ekkert endurspeglast í frammistöðu hans í þessum leik,“ sagði Reynir. „Toddi, þetta er lítið land. Var Einar settur í óþægilega stöðu,“ spurði Hörður síðan Þorvald Örlygsson. „Ef hann er Stjörnumaður þá er þetta óþarfi ef það er hægt að koma í veg fyrir það. Við búum í litlu landi og dómararnir eru tengdir félagi. Í dag fannst mér ekki vega á það að hann dæmdi eitthvað meira fyrir hönd KA eða Vals eða þá til að hjálpa Stjörnunni eitthvað. Mér fannst hann komast mjög vel frá þessum leik. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Þorvaldur. Þeir félagar skoðuðu einnig vítaspyrnudóminn sem kallaði fram þessi viðbrögð hjá þjálfara toppliðsins. Það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær. Valsmenn töpuðu þarna tveimur dýrmætum stigum í toppbaráttunni en náðu að jafna metin í lokin. Þeir vildu hins vegar frá víti þegar Bjarni Ólafur Eiríksson datt í teignum og Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals sakaði dómara leiksins, Einar Inga Jóhannsson, um hlutdrægni í viðtali eftir leikinn. „Það er púra víti. Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður. Hann er fæddur og uppalinn í Stjörnuheimilinu nánast og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur. Það gaf auga leið,“ sagði Ólafur í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Þetta voru ansi athyglisverð ummæli hjá þjálfara Íslandsmeistaranna Óla Jóh. Hann sakar dómara leiksins um óheiðarleika,“ sagði Hörður Magnússon og spurði Reynir Leósson um hvað honum fannst um þessi ummæli. „Það er margt sagt í hita leiksins eftir leik en ég held að menn verði að passa sig. Ég held að dómarinn hafi ekki verið inn á vellinum til að dæma gegn Val. Mér fannst heilt yfir hann komast nokkuð vel frá þessum leik,“ sagði Reynir Leósson. „Mér fannst illa að honum vegið með því að koma með þetta. Ég þekki ekki hvort hann sé Stjörnumaður eða ekki. Ef svo er þá er ekki gott hjá KSÍ að hafa sett hann á þennan mikilvæga leik. Ég held að það hafi ekkert endurspeglast í frammistöðu hans í þessum leik,“ sagði Reynir. „Toddi, þetta er lítið land. Var Einar settur í óþægilega stöðu,“ spurði Hörður síðan Þorvald Örlygsson. „Ef hann er Stjörnumaður þá er þetta óþarfi ef það er hægt að koma í veg fyrir það. Við búum í litlu landi og dómararnir eru tengdir félagi. Í dag fannst mér ekki vega á það að hann dæmdi eitthvað meira fyrir hönd KA eða Vals eða þá til að hjálpa Stjörnunni eitthvað. Mér fannst hann komast mjög vel frá þessum leik. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Þorvaldur. Þeir félagar skoðuðu einnig vítaspyrnudóminn sem kallaði fram þessi viðbrögð hjá þjálfara toppliðsins. Það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira