Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 3. september 2018 11:30 Formaður Matvís segist vonast til að menn fari ekki fram úr sér í veitingageiranum. Vísir/Getty Þungt hljóð er í veitingamönnum í Reykjavík vegna mikillar þenslu á markaði og slæmrar tíðar í sumar. Þetta segir formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands en nokkrir staðir hafa lagt upp laupana í ár og segir formaðurinn marga halda að sér höndum vegna stöðunar. Greint var frá því í síðustu viku að rekstri veitingastaðanna Holts og Nora hefði verið hætt. Eigandi Nora sagði miklar endurbætur á staðnum, breytt landslag í ferðaþjónustunni og sólarlítið sumar hafa gert róðurinn þungan. Nýir eigendur hafa tekið við húsnæðinu og þá sagði eigandi Hótel Holts í samtali við Vísi að leitað yrði að nýjum rekstraraðilum fyrir veitingastað hótelsins.Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í síðustu viku. Vísir/VilhelmÞá hafa staðir eins og Vegamót, Laundromat og Borðið horfið af markaði en aðrir komið í staðinn. Dæmi eru um að veitingastaðir sem opnaðir voru á árinu hafi verið lokað nokkrum mánuðum síðar, til að mynda veitingastaðnum LOF í Mýrargötu. Steikhúsinu Argentínu var lokað fyrr á árinu sem og veitingastaðnum að Laugavegi 73. Steikhúsinu Argentínu var lokað í apríl síðastliðnum.Vísir/VilhemÓskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður Matvís, segir í samtali við Vísi að þetta sé gangurinn í veitingageiranum. Sumir staðir gangi einfaldlega ekki upp og aðrir ganga kaupum og sölum. „Og sumir hafa verið seldir oftar en hinir,“ segir Óskar. Hann segir þó að ástandið sé þyngra í dag. Veitingastaðnum Lof á Mýrargötu var lokað eftir nokkra mánaða rekstur í ár.Vísir/Vilhelm„Árið í heild hefur ekki verið erfitt en maður er farinn að heyra að hljóðið er aðeins þyngra í mönnum í dag. Það hefur verið svo gríðarleg þensla,“ segir Óskar og nefnir að veitingastöðum frá Laugavegi og niður í Grjótaþorp í Reykjavík skipti tugum. Breyting hefur einnig orðið á ferðamannastraumi. „Þetta er einsdæmi í sögunni og ég að hvergi annarstaðar í heiminum lendi land í því að ferðamönnum fjölgi um 30 prósent fimm ár í röð. Þó svo að þeim fari ekki fækkandi þá er fjölgunin ekki eins mikil og verið hefur,“ segir Óskar. „Það eru blikur á lofti og ég held að menn séu aðeins farnir að halda að sér höndum og ætli ekki að fara fram úr sér, ég vona það allavega.“ Ferðamennska á Íslandi Matur Tengdar fréttir Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: Þetta fer allt vel að lokum“ Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. 29. ágúst 2018 16:18 Nora Magasin skellir í lás eftir sólarlítið sumar Veitingastaðnum Noru Magasin við Austurvöll var lokað í byrjun ágúst og hefur núverandi eigendahópur sagt sig frá rekstrinum. 30. ágúst 2018 15:45 Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Þungt hljóð er í veitingamönnum í Reykjavík vegna mikillar þenslu á markaði og slæmrar tíðar í sumar. Þetta segir formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands en nokkrir staðir hafa lagt upp laupana í ár og segir formaðurinn marga halda að sér höndum vegna stöðunar. Greint var frá því í síðustu viku að rekstri veitingastaðanna Holts og Nora hefði verið hætt. Eigandi Nora sagði miklar endurbætur á staðnum, breytt landslag í ferðaþjónustunni og sólarlítið sumar hafa gert róðurinn þungan. Nýir eigendur hafa tekið við húsnæðinu og þá sagði eigandi Hótel Holts í samtali við Vísi að leitað yrði að nýjum rekstraraðilum fyrir veitingastað hótelsins.Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í síðustu viku. Vísir/VilhelmÞá hafa staðir eins og Vegamót, Laundromat og Borðið horfið af markaði en aðrir komið í staðinn. Dæmi eru um að veitingastaðir sem opnaðir voru á árinu hafi verið lokað nokkrum mánuðum síðar, til að mynda veitingastaðnum LOF í Mýrargötu. Steikhúsinu Argentínu var lokað fyrr á árinu sem og veitingastaðnum að Laugavegi 73. Steikhúsinu Argentínu var lokað í apríl síðastliðnum.Vísir/VilhemÓskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður Matvís, segir í samtali við Vísi að þetta sé gangurinn í veitingageiranum. Sumir staðir gangi einfaldlega ekki upp og aðrir ganga kaupum og sölum. „Og sumir hafa verið seldir oftar en hinir,“ segir Óskar. Hann segir þó að ástandið sé þyngra í dag. Veitingastaðnum Lof á Mýrargötu var lokað eftir nokkra mánaða rekstur í ár.Vísir/Vilhelm„Árið í heild hefur ekki verið erfitt en maður er farinn að heyra að hljóðið er aðeins þyngra í mönnum í dag. Það hefur verið svo gríðarleg þensla,“ segir Óskar og nefnir að veitingastöðum frá Laugavegi og niður í Grjótaþorp í Reykjavík skipti tugum. Breyting hefur einnig orðið á ferðamannastraumi. „Þetta er einsdæmi í sögunni og ég að hvergi annarstaðar í heiminum lendi land í því að ferðamönnum fjölgi um 30 prósent fimm ár í röð. Þó svo að þeim fari ekki fækkandi þá er fjölgunin ekki eins mikil og verið hefur,“ segir Óskar. „Það eru blikur á lofti og ég held að menn séu aðeins farnir að halda að sér höndum og ætli ekki að fara fram úr sér, ég vona það allavega.“
Ferðamennska á Íslandi Matur Tengdar fréttir Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: Þetta fer allt vel að lokum“ Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. 29. ágúst 2018 16:18 Nora Magasin skellir í lás eftir sólarlítið sumar Veitingastaðnum Noru Magasin við Austurvöll var lokað í byrjun ágúst og hefur núverandi eigendahópur sagt sig frá rekstrinum. 30. ágúst 2018 15:45 Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: Þetta fer allt vel að lokum“ Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. 29. ágúst 2018 16:18
Nora Magasin skellir í lás eftir sólarlítið sumar Veitingastaðnum Noru Magasin við Austurvöll var lokað í byrjun ágúst og hefur núverandi eigendahópur sagt sig frá rekstrinum. 30. ágúst 2018 15:45
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf