Að bjarga Líf(um) – Opið bréf til borgarfulltrúa VG Kári Stefánsson skrifar 4. september 2018 07:00 Ágæta Líf, pólitísk átök í okkar heimi hafa gjarnan staðið um rétt einstaklingsins í samfélaginu annars vegar og skyldur hans hins vegar; til dæmis, hversu mikið á hann að greiða í opinber gjöld og hvað á hann að fá í staðinn? Önnur deilumál sem skjóta upp kollinum reglulega eru hvernig eigi að taka á því þegar réttur einstaklingsins stangast á við þarfir samfélagsins eða þegar réttur einstaklings stangast á við rétt annarra einstaklinga. Félagshyggjufólkið, þeir sem eru til vinstri í pólitík, sósíalistarnir hafa til þessa haldið því fram að réttur einstaklingsins eigi oft að víkja fyrir þörfum samfélagsins og frjálshyggjufólkið, íhaldspakkið verið á þeirri skoðun að réttur einstaklingsins sé sá sem oftast eigi að vinna. Þetta er dálítið flókið í dag vegna þess að það er svo erfitt að draga fólk í dilka. Þetta var allt miklu einfaldara á kaldastríðsárunum, biti framan vinstra og maðurinn var kommi, sneitt aftan hægra og maðurinn var íhald og maður vissi upp á hár hvaða afstöðu þeir tóku til alls konar mála. Ekkert er svona einfalt í dag og það örlar á söknuði. Eitt nýlegt deilumál í borgarstjórn Reykjavíkur sýnir ljóslega fram á að það sé búið að moka að hluta til ofan í gjána sem skildi að pólitísku blokkirnar stóru eða í það minnsta leggja yfir hana göngubrú. Málið er svona: Mislingar eru alvarlegur veirusjúkdómur barna sem getur meðal annars leitt til banvænnar bakteríusýkingar í lungum eða bólgumyndunar í hvítaefni heilans og varanlegs heilaskaða. Mislingum var haldið í skefjum í vestrænum heimi um áratugi með bólusetningum þótt það hafi ekki gengið eins vel alls staðar í þriðja heiminum. Upp á síðkastið hefur gengið verr en áður að fá foreldra til þess að láta bólusetja börn sín við mislingum og sjúkdómurinn hefur sprottið upp víða um lönd og valdið dauða barna. Eina leiðin til þess að stemma stigu við þessu er að brýna foreldra til bólusetningar barna sinna. Hildur Björnsdóttir, sem situr í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og á sjálf ung börn, lagði til um daginn að það yrði gert að skilyrði fyrir því að börn yrðu tekin inn í leikskóla borgarinnar að það væri búið að bólusetja þau fyrir mislingum. Þetta er aðferð sem ég þekki frá tuttugu ára dvöl minni í Bandaríkjunum þar sem við urðum að framvísa bólusetningavottorði á hverju hausti þegar börnin byrjuðu í skóla. En þú, Líf Magneudóttir, sósíalistinn sjálfur gast ekki tekið undir tillöguna, fannst hún harkaleg og vega að rétti foreldra til þess ákvarða um örlög barna sinna. Þessi réttur foreldra til þess að láta ekki bólusetja börn sín fyrir mislingum er í raun rétturinn til þess að meiða börn annarra ef svo óheppilega vill til að sjúkdómurinn blossi upp en ef ekki þá rétturinn til þess að setja börn annarra í hættu. Það ber öllum saman um að við þurfum að verja börnin okkar gegn mislingum með bólusetningum en það er ekki ljóst hversu stóran hundraðshluta þarf að bólusetja til þess að halda sjúkdómnum niðri. Í því samhengi er rétturinn til þess að láta ekki bólusetja barnið þitt fyrir mislingum rétturinn til þess að krefjast þess að önnur börn en þín sjái um að verja hópinn og þar með þín börn gegn sjúkdómnum. Einn af sérfæðingum mínum í blessun sósíalismans benti mér á að þótt foreldrar sem vilja ekki láta bólusetja börn sín séu að taka rangar ákvarðanir megi ekki láta það bitna á börnum þeirra. Mitt svar við því er að það er enn verra að láta það bitna á börnum annarra. Líf, það er í algjöru ósamræmi við grundvallarprinsip sósíalismans að leggjast gegn tillögu Hildar sem miðast við að einstaklingarnir færi lágmarksfórn til þess að hlúa að hagsmunum samfélagsins. Hvernig stendur á því að þú lagðir ekki sjálf fram þessa tillögu heldur kona úr röðum íhaldsins svarta? Þetta ruglar mig í ríminu og veldur mér áhyggjum og mér er ekki ljóst hvort ég ætti að taka bílveikitöflu eða það ætti að senda þig upp í sveit til endurmenntunar í stíl Maós. En hitt veit ég fyrir víst að ég held áfram að hrífast af því hvernig Hildur reynir að hlúa fallega að þeim minnstu í því samfélagi sem hún býr í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ágæta Líf, pólitísk átök í okkar heimi hafa gjarnan staðið um rétt einstaklingsins í samfélaginu annars vegar og skyldur hans hins vegar; til dæmis, hversu mikið á hann að greiða í opinber gjöld og hvað á hann að fá í staðinn? Önnur deilumál sem skjóta upp kollinum reglulega eru hvernig eigi að taka á því þegar réttur einstaklingsins stangast á við þarfir samfélagsins eða þegar réttur einstaklings stangast á við rétt annarra einstaklinga. Félagshyggjufólkið, þeir sem eru til vinstri í pólitík, sósíalistarnir hafa til þessa haldið því fram að réttur einstaklingsins eigi oft að víkja fyrir þörfum samfélagsins og frjálshyggjufólkið, íhaldspakkið verið á þeirri skoðun að réttur einstaklingsins sé sá sem oftast eigi að vinna. Þetta er dálítið flókið í dag vegna þess að það er svo erfitt að draga fólk í dilka. Þetta var allt miklu einfaldara á kaldastríðsárunum, biti framan vinstra og maðurinn var kommi, sneitt aftan hægra og maðurinn var íhald og maður vissi upp á hár hvaða afstöðu þeir tóku til alls konar mála. Ekkert er svona einfalt í dag og það örlar á söknuði. Eitt nýlegt deilumál í borgarstjórn Reykjavíkur sýnir ljóslega fram á að það sé búið að moka að hluta til ofan í gjána sem skildi að pólitísku blokkirnar stóru eða í það minnsta leggja yfir hana göngubrú. Málið er svona: Mislingar eru alvarlegur veirusjúkdómur barna sem getur meðal annars leitt til banvænnar bakteríusýkingar í lungum eða bólgumyndunar í hvítaefni heilans og varanlegs heilaskaða. Mislingum var haldið í skefjum í vestrænum heimi um áratugi með bólusetningum þótt það hafi ekki gengið eins vel alls staðar í þriðja heiminum. Upp á síðkastið hefur gengið verr en áður að fá foreldra til þess að láta bólusetja börn sín við mislingum og sjúkdómurinn hefur sprottið upp víða um lönd og valdið dauða barna. Eina leiðin til þess að stemma stigu við þessu er að brýna foreldra til bólusetningar barna sinna. Hildur Björnsdóttir, sem situr í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og á sjálf ung börn, lagði til um daginn að það yrði gert að skilyrði fyrir því að börn yrðu tekin inn í leikskóla borgarinnar að það væri búið að bólusetja þau fyrir mislingum. Þetta er aðferð sem ég þekki frá tuttugu ára dvöl minni í Bandaríkjunum þar sem við urðum að framvísa bólusetningavottorði á hverju hausti þegar börnin byrjuðu í skóla. En þú, Líf Magneudóttir, sósíalistinn sjálfur gast ekki tekið undir tillöguna, fannst hún harkaleg og vega að rétti foreldra til þess ákvarða um örlög barna sinna. Þessi réttur foreldra til þess að láta ekki bólusetja börn sín fyrir mislingum er í raun rétturinn til þess að meiða börn annarra ef svo óheppilega vill til að sjúkdómurinn blossi upp en ef ekki þá rétturinn til þess að setja börn annarra í hættu. Það ber öllum saman um að við þurfum að verja börnin okkar gegn mislingum með bólusetningum en það er ekki ljóst hversu stóran hundraðshluta þarf að bólusetja til þess að halda sjúkdómnum niðri. Í því samhengi er rétturinn til þess að láta ekki bólusetja barnið þitt fyrir mislingum rétturinn til þess að krefjast þess að önnur börn en þín sjái um að verja hópinn og þar með þín börn gegn sjúkdómnum. Einn af sérfæðingum mínum í blessun sósíalismans benti mér á að þótt foreldrar sem vilja ekki láta bólusetja börn sín séu að taka rangar ákvarðanir megi ekki láta það bitna á börnum þeirra. Mitt svar við því er að það er enn verra að láta það bitna á börnum annarra. Líf, það er í algjöru ósamræmi við grundvallarprinsip sósíalismans að leggjast gegn tillögu Hildar sem miðast við að einstaklingarnir færi lágmarksfórn til þess að hlúa að hagsmunum samfélagsins. Hvernig stendur á því að þú lagðir ekki sjálf fram þessa tillögu heldur kona úr röðum íhaldsins svarta? Þetta ruglar mig í ríminu og veldur mér áhyggjum og mér er ekki ljóst hvort ég ætti að taka bílveikitöflu eða það ætti að senda þig upp í sveit til endurmenntunar í stíl Maós. En hitt veit ég fyrir víst að ég held áfram að hrífast af því hvernig Hildur reynir að hlúa fallega að þeim minnstu í því samfélagi sem hún býr í.
Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20
Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun