Kallar eftir aukinni gæslu í Þórsmörk Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. september 2018 18:45 Skálaverðir þurfa nær daglega að aðstoða ferðamenn sem festa bíla sína í jökulám á leiðinni í Þórsmörk. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir ferðamenn ekki átta sig á að bílar þeirra séu vanbúnir til þess að aka í ám þrátt fyrir að skilti segi annað. Hann kallar eftir auknu eftirliti á svæðinu. Varúðarmerkingar á leiðinni inn í Þórsmörk hafa verið til umfjöllunar eftir hörmulegt banaslys í Steinholtsá á föstudag þegar kona lést eftir að hún og maður hennar festu bílinn í ánni en hjónin yfirgáfu bílinn með þessum hörmulegu afleiðingum.Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði í samtal við fréttastofu um helgina að erfitt væri að ráða við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum. En hann segir leiðina inn í Þórsmörk merkta með skiltum um að vegirnir séu ekki fyrir hvaða bíl sem er og að þeir þurfi að vera fjórhjóladrifnir og af ákveðinni stærðargráðu. Eitthvað virðist þetta skolast til hjá einhverjum þeim ferðamönnum sem ætla sér í Þórsmörk því skálaverðir verða oft vitni af hrakförum ferðamannanna.Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags ÍslandsVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Því miður er það allt of algengt og skálaverðir Ferðafélags Íslands inni í Langadal eru nánast daglega að aðstoða ferðamenn sem eru að festast á illa búnum bílum í Krossá eða Hvanndalsá, en einnig koma útköll neðar eins og úr Steinholtsá eða neðra vaðinu í Krossá,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Gríðarlegur straumur ferðamanna sækir Þórsmörk og í júlímánuði eru þar á annað þúsund manns á hverjum degi. „Þarna eru mikið bílar á ferðinni sem eru ekki búnir til þess að keyra yfir þessar ár og við þurfum að koma þeim skilaboðum til þeirra ökumanna,“ segir Páll. Páll segir að forvarnarstarfið verði að byrja mikið fyrr en einnig að bæta þurfi merkingar á leiðinni. „Í fyrsta lagi, ekki fara yfir þessar ár á þessum bílum og í öðru lagi að þá þarf almennar leiðbeiningar fyrir þá sem eru á rétt búnum bílum, því þeir lenda líka stundum í vandræðum. Það er hvernig eigi að keyra yfir ánna og síðan þegar þú ert kominn í þessar aðstæður hvað áttu að gera. Eins og til dæmis yfirleitt að ekki yfirgefa bílinn ef þú ert orðinn fastur,“ segir Páll. Páll kallar eftir aukinni gæslu í Þórsmörk. „Við höfum spurt okkur að því og við höfum kannski gjarnan viljað hafa hálendisgæsluna meira inni á Þórsmerkursvæðinu, að því að þarna er fólk stöðugt í vandræðum í ánum og það væri gott að hafa hálendisgæsluna meira inni í Þórsmörk,“ segir Páll. Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 „Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. 1. september 2018 19:45 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Skálaverðir þurfa nær daglega að aðstoða ferðamenn sem festa bíla sína í jökulám á leiðinni í Þórsmörk. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir ferðamenn ekki átta sig á að bílar þeirra séu vanbúnir til þess að aka í ám þrátt fyrir að skilti segi annað. Hann kallar eftir auknu eftirliti á svæðinu. Varúðarmerkingar á leiðinni inn í Þórsmörk hafa verið til umfjöllunar eftir hörmulegt banaslys í Steinholtsá á föstudag þegar kona lést eftir að hún og maður hennar festu bílinn í ánni en hjónin yfirgáfu bílinn með þessum hörmulegu afleiðingum.Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði í samtal við fréttastofu um helgina að erfitt væri að ráða við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum. En hann segir leiðina inn í Þórsmörk merkta með skiltum um að vegirnir séu ekki fyrir hvaða bíl sem er og að þeir þurfi að vera fjórhjóladrifnir og af ákveðinni stærðargráðu. Eitthvað virðist þetta skolast til hjá einhverjum þeim ferðamönnum sem ætla sér í Þórsmörk því skálaverðir verða oft vitni af hrakförum ferðamannanna.Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags ÍslandsVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Því miður er það allt of algengt og skálaverðir Ferðafélags Íslands inni í Langadal eru nánast daglega að aðstoða ferðamenn sem eru að festast á illa búnum bílum í Krossá eða Hvanndalsá, en einnig koma útköll neðar eins og úr Steinholtsá eða neðra vaðinu í Krossá,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Gríðarlegur straumur ferðamanna sækir Þórsmörk og í júlímánuði eru þar á annað þúsund manns á hverjum degi. „Þarna eru mikið bílar á ferðinni sem eru ekki búnir til þess að keyra yfir þessar ár og við þurfum að koma þeim skilaboðum til þeirra ökumanna,“ segir Páll. Páll segir að forvarnarstarfið verði að byrja mikið fyrr en einnig að bæta þurfi merkingar á leiðinni. „Í fyrsta lagi, ekki fara yfir þessar ár á þessum bílum og í öðru lagi að þá þarf almennar leiðbeiningar fyrir þá sem eru á rétt búnum bílum, því þeir lenda líka stundum í vandræðum. Það er hvernig eigi að keyra yfir ánna og síðan þegar þú ert kominn í þessar aðstæður hvað áttu að gera. Eins og til dæmis yfirleitt að ekki yfirgefa bílinn ef þú ert orðinn fastur,“ segir Páll. Páll kallar eftir aukinni gæslu í Þórsmörk. „Við höfum spurt okkur að því og við höfum kannski gjarnan viljað hafa hálendisgæsluna meira inni á Þórsmerkursvæðinu, að því að þarna er fólk stöðugt í vandræðum í ánum og það væri gott að hafa hálendisgæsluna meira inni í Þórsmörk,“ segir Páll.
Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 „Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. 1. september 2018 19:45 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58
Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30
„Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. 1. september 2018 19:45
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent