Skartgripir úr læstu skríni, barnaveski og tugir þúsunda frá foreldrafélaginu Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2018 10:40 Frá Fáskrúðsfirði. Lögregla hafði hendur í hári feðganna eftir að húsráðandi kom að öðrum manninum leita verðmæta í þeim tilgangi að stela þeim. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Erlendur maður hefur verið ákærður fyrir fjögur húsbrot á Suðurlandi, Vesturlandi og Austurlandi í sumar. Þá er faðir mannsins einnig grunaður um aðild að brotunum. Maðurinn er jafnframt grunaður um að hafa haldið áfram að brjótast inn í hús á landsbyggðinni eftir að honum var sleppt úr haldi, að því er fram kemur í frétt RÚV. Ákæra yfir manninum, sem fréttastofa hefur undir höndum, var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í gærmorgun. Er maðurinn ákærður fyrir húsbrot, þjófnað, tilraun til þjófnaðar, líkamsárás og umferðarlagabrot. Honum er gefið að sök að hafa föstudaginn 18. júní farið inn í ólæst hús á Eyrarbakka og stolið þar peningum að verðmæti 85 þúsund krónur úr veski íbúa hússins, 300 evrum úr pyngju húsráðanda, myndavél og 40 þúsund krónum í eigu foreldrafélags barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar.Sjá einnig: Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðarSex þúsund krónur úr barnaveski Fjórum dögum síðar, þann 22. júní, á maðurinn að hafa farið inn í ólæst hús á Þorlákshöfn og stolið þar skartgripum úr læstu skartgripaskríni og lausafé. Daginn eftir er manninum gefið að sök að hafa stolið fjölmörgum skartgripum úr ólæstu húsi á Hellissandi: fjórum gullúrum, gullarmbandi og barmnælu í eigu húsráðenda. Þá á þjófurinn einnig að hafa tekið 6000 krónur úr barnaveski. Þremur dögum síðar gerði maðurinn tilraun til þjófnaðar á Fáskrúðsfirði og fór þar inn í ólæst hús. Þar kom húsráðandi að manninum og er þeim síðarnefnda gefið að sök að hafa slegið húsráðanda í kviðinn, líkt og greint var frá á sínum tíma. Maðurinn og faðir hans reyndu því næst að komast undan lögreglu á bíl. Hafnaði utanvegar við eftirför Lögregla veitti bíl þeirra eftirför og gerði honum að endingu fyrirsát í Breiðdal, þar sem bíllinn hafnaði utan vegar. Maðurinn er ákærður fyrir umferðarlagabrot er hann virti að vettugi fyrirmæli lögreglu um að stöðva bifreiðina í umrætt skipti. Feðgarnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir að þeir voru handteknir í júní. Maðurinn sem nú hefur verið ákærður virðist þó hafa haldið áfram að brjótast inn í hús en samkvæmt frétt RÚV var hann handtekinn á fimmtudag með þýfi úr húsbrotum á Hellissandi og Grundarfirði. Vísir greindi frá því á föstudag að maður væri í haldi vegna innbrotanna. Lögreglumál Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðar Þá rannsakar lögregla á Norðurlandi eystra þrjú ný húsbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. 31. ágúst 2018 11:07 Grunaðir þjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að þeir reyndu að flýja lögreglu á ofsaferð. 27. júní 2018 17:16 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Erlendur maður hefur verið ákærður fyrir fjögur húsbrot á Suðurlandi, Vesturlandi og Austurlandi í sumar. Þá er faðir mannsins einnig grunaður um aðild að brotunum. Maðurinn er jafnframt grunaður um að hafa haldið áfram að brjótast inn í hús á landsbyggðinni eftir að honum var sleppt úr haldi, að því er fram kemur í frétt RÚV. Ákæra yfir manninum, sem fréttastofa hefur undir höndum, var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í gærmorgun. Er maðurinn ákærður fyrir húsbrot, þjófnað, tilraun til þjófnaðar, líkamsárás og umferðarlagabrot. Honum er gefið að sök að hafa föstudaginn 18. júní farið inn í ólæst hús á Eyrarbakka og stolið þar peningum að verðmæti 85 þúsund krónur úr veski íbúa hússins, 300 evrum úr pyngju húsráðanda, myndavél og 40 þúsund krónum í eigu foreldrafélags barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar.Sjá einnig: Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðarSex þúsund krónur úr barnaveski Fjórum dögum síðar, þann 22. júní, á maðurinn að hafa farið inn í ólæst hús á Þorlákshöfn og stolið þar skartgripum úr læstu skartgripaskríni og lausafé. Daginn eftir er manninum gefið að sök að hafa stolið fjölmörgum skartgripum úr ólæstu húsi á Hellissandi: fjórum gullúrum, gullarmbandi og barmnælu í eigu húsráðenda. Þá á þjófurinn einnig að hafa tekið 6000 krónur úr barnaveski. Þremur dögum síðar gerði maðurinn tilraun til þjófnaðar á Fáskrúðsfirði og fór þar inn í ólæst hús. Þar kom húsráðandi að manninum og er þeim síðarnefnda gefið að sök að hafa slegið húsráðanda í kviðinn, líkt og greint var frá á sínum tíma. Maðurinn og faðir hans reyndu því næst að komast undan lögreglu á bíl. Hafnaði utanvegar við eftirför Lögregla veitti bíl þeirra eftirför og gerði honum að endingu fyrirsát í Breiðdal, þar sem bíllinn hafnaði utan vegar. Maðurinn er ákærður fyrir umferðarlagabrot er hann virti að vettugi fyrirmæli lögreglu um að stöðva bifreiðina í umrætt skipti. Feðgarnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir að þeir voru handteknir í júní. Maðurinn sem nú hefur verið ákærður virðist þó hafa haldið áfram að brjótast inn í hús en samkvæmt frétt RÚV var hann handtekinn á fimmtudag með þýfi úr húsbrotum á Hellissandi og Grundarfirði. Vísir greindi frá því á föstudag að maður væri í haldi vegna innbrotanna.
Lögreglumál Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðar Þá rannsakar lögregla á Norðurlandi eystra þrjú ný húsbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. 31. ágúst 2018 11:07 Grunaðir þjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að þeir reyndu að flýja lögreglu á ofsaferð. 27. júní 2018 17:16 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56
Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44
Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðar Þá rannsakar lögregla á Norðurlandi eystra þrjú ný húsbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. 31. ágúst 2018 11:07
Grunaðir þjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að þeir reyndu að flýja lögreglu á ofsaferð. 27. júní 2018 17:16