Mikilvægi Baldurs Sigurðssonar fyrir Stjörnuna kemur vel í ljós þegar skoðað er gengi Garðbæjarliðsins með og án hans í Pepsi-deildinni í fótbolta í sumar.
Stjarnan skorar mun örar og fær mun sjaldnar á sig mark þegar Baldur er inn á vellinum. Stjarnan er 23 mörk í plús þær mínútur sem Baldur hefur spilað en er síðan 2 mörk í mínus þær mínútur sem hann hefur verið fjarri góðu gamni.
Baldur kom inn á völlinn á 60. mínútu í leik á móti Fjölni um síðustu helgi en staðan var þá 1-1. Stjarnan komst yfir fjórum mínútum eftir að Baldur kom inná og vann síðan leikinn 3-1.
Stjarnan hefur þurft að spila án Baldurs Sigurðssonar í níu leikjum í sumar og hefur enn ekki náð að vinna kafla í leik þar sem Baldurs nýtur ekki við.
Baldur kom ekkert við sögu í einum leik og þar tapaði Stjörnuliðið 3-2 á heimavelli á móti KR. Þetta tap á móti KR er eina tap Stjörnunnar á Samsung vellinum í sumar.
Á þessu öllu sést að það er lykilatriði fyrir Stjörnuliðið í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn við Valsmenn að þeir finni leiðir til að halda Baldri Sigurðssyni inn á vellinum.
Hér fyrir neðan má sjá sundurliðun á leikjum Stjörnunnar með og án Baldurs í Pepsi-deildinni í sumar.
Baldur Sigurðsson inn á velllinum hjá Stjörnunni í Pepsi-deildinni 2018:
1385 mínútur
Stjarnan er +23
37 mörk skoruð
14 mörk fengin á sig
37,4 mínútur á milli marka Stjörnunnar
98,9 mínútur á milli marka mótherja
---
Stjörnuliðið án Baldurs Sigurðssonar í Pepsi-deildinni 2018:
325 mínútur
Stjarnan er -2
6 mörk skoruð
8 mörk fengin á sig
54,2 mínútur á milli marka Stjörnunnar
40,6 mínútur á milli marka mótherja
Stjarnan er ekki sama lið án Baldurs Sigurðssonar og tölfræðin sannar það
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn





„Við máttum ekki gefast upp“
Körfubolti


„Við elskum að spila hérna“
Fótbolti


Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
