Segja mögulegt að skemmdarverk hafi verið unnið á geimstöðinni Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2018 11:38 Yfirmaður geimferðastofnunar Rússlands, Roscosmos, segir koma til greina að gat sem fannst á alþjóðlegu geimstöðinni hafi verið gert vísvitandi. Vísir/AP Yfirmaður geimferðastofnunar Rússlands, Roscosmos, segir koma til greina að gat sem fannst á alþjóðlegu geimstöðinni hafi verið gert vísvitandi. Það hafi verið borað og þá jafnvel af einum af geimförum geimstöðvarinnar. Gatið fannst á rússnesku geimfari sem er áfast stöðinni og ógnaði það aldrei lífi geimfaranna.Þeir fundu það tiltölulega fljótt eftir að í ljós kom að þrýstingur um borð í geimstöðinni hafði lækkað og lokuðu því með sérstöku límbandi. Talið hafði verið að gatið hefði myndast eftir að lítill loftsteinn eða geimrusl hefði lent á geimstöðinni. Dmitry Rogozin, yfirmaður Roscosmos, segir að gatið hafi verið borað og þá annað hvort á jörðinni eða út í geimi. Hann segir nokkrar tilraunir hafa verið gerðar og að svo virðist sem að stressaður maður hafi haldið á borvélinni. „Við erum að kanna hvort þetta gerðist á jörðinni en við útilokum ekki að þetta hafi verið gert út í geimnum,“ sagði Rogozin, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Enn fremur segir að hann að rannsóknarnefnd verði stofnuð og hennar verkefni verði að finna sökudólginn. Sá hluti geimfarsins sem gatið fannst á verður ekki notaður til að flytja geimfara aftur til jarðarinnar. Þá eru Rússar að skoða önnur geimför á jörðu niðri. Bæði þau sem eru í framleiðslu og þau sem eru tilbúin til geimskota.Sex geimfarar eru nú í geimstöðinni. Þrír þeirra eru frá Bandaríkjunum, tveir eru frá Rússlandi og einn er frá Þýskalandi. Tækni Vísindi Tengdar fréttir Leki kom á Alþjóðlegu geimstöðina Örlítil sprunga er talin hafa komið á Soyuz-geimfar sem liggur upp við rússneska hluta geimstöðvarinnar af völdum geimörðu 30. ágúst 2018 15:18 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Yfirmaður geimferðastofnunar Rússlands, Roscosmos, segir koma til greina að gat sem fannst á alþjóðlegu geimstöðinni hafi verið gert vísvitandi. Það hafi verið borað og þá jafnvel af einum af geimförum geimstöðvarinnar. Gatið fannst á rússnesku geimfari sem er áfast stöðinni og ógnaði það aldrei lífi geimfaranna.Þeir fundu það tiltölulega fljótt eftir að í ljós kom að þrýstingur um borð í geimstöðinni hafði lækkað og lokuðu því með sérstöku límbandi. Talið hafði verið að gatið hefði myndast eftir að lítill loftsteinn eða geimrusl hefði lent á geimstöðinni. Dmitry Rogozin, yfirmaður Roscosmos, segir að gatið hafi verið borað og þá annað hvort á jörðinni eða út í geimi. Hann segir nokkrar tilraunir hafa verið gerðar og að svo virðist sem að stressaður maður hafi haldið á borvélinni. „Við erum að kanna hvort þetta gerðist á jörðinni en við útilokum ekki að þetta hafi verið gert út í geimnum,“ sagði Rogozin, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Enn fremur segir að hann að rannsóknarnefnd verði stofnuð og hennar verkefni verði að finna sökudólginn. Sá hluti geimfarsins sem gatið fannst á verður ekki notaður til að flytja geimfara aftur til jarðarinnar. Þá eru Rússar að skoða önnur geimför á jörðu niðri. Bæði þau sem eru í framleiðslu og þau sem eru tilbúin til geimskota.Sex geimfarar eru nú í geimstöðinni. Þrír þeirra eru frá Bandaríkjunum, tveir eru frá Rússlandi og einn er frá Þýskalandi.
Tækni Vísindi Tengdar fréttir Leki kom á Alþjóðlegu geimstöðina Örlítil sprunga er talin hafa komið á Soyuz-geimfar sem liggur upp við rússneska hluta geimstöðvarinnar af völdum geimörðu 30. ágúst 2018 15:18 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Leki kom á Alþjóðlegu geimstöðina Örlítil sprunga er talin hafa komið á Soyuz-geimfar sem liggur upp við rússneska hluta geimstöðvarinnar af völdum geimörðu 30. ágúst 2018 15:18