Um er að ræða fallegt bárujárnshús í miðborginni en húsið var byggt árið 1917 og er alls 183 fermetrar að stærð.
Í því eru fimm svefnherbergi og er fasteignamat eignarinnar um 85 milljónir en brunabótamatið 45 milljónir.
Húsið er á þremur hæðum og voru efri hæðirnar tvær teknar í gegn árið 2004. Þá sá Inga Sigurjónsdóttir arkitekt hjá Stúdíóhring um alla hönnun.
Hér að neðan má sjá myndir innan úr húsinu og að utan.






