Handbolti

Óli Stef kenndi innri ró og skólaði Íslandsmeistara til með gongi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur Stefánsson er engum líkur.
Ólafur Stefánsson er engum líkur.
Olís-deildirnar fara senn af stað en í kvöld fer fram Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki þegar að ÍBV tekur á móti Fram í Vestmannaeyjum. Leikurinn hefst klukkan 18.30 og verður bein útsending á Stöð 2 Sport HD.

Strax eftir leik verður upphitunarþáttur Seinni bylgjunnar þar sem spáð verður í spilin fyrir veturinn. Logi Geirsson þreytir frumraun sína í þættinum og verður ásamt þeim Jóhanni Gunnari Einarssyni og Sebastian Alexanderssyni.

Til að hita upp fyrir Olís-deildirnar setti Olís upp skemmtilega þraut eins og var gert fyrir úrslitakeppnina í vetur. Nú var komið að silfurdrengjunum að keppa við Íslandsmeistara enda tíu ár liðin frá silfrinu í Peking.

Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson kepptu við Karen Knútsdóttur, fyrirliða Íslandsmeistara Fram, og Agnar Smára Jónsson sem varð Íslandsmeistari með ÍBV á síðustu leiktíð.

Leikurinn snérist um að hitta gong sem hekk í marki af um 20 metra færi. Skemmtileg þraut og skemmtilegt fólk. Sjón er sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×