Albert: Ætla að sýna að Erik hefði getað valið mig frekar Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2018 14:30 Albert Guðmundsson ætlar að standa sig með AZ og U21 og komast aftur í A-landsliðið. vísir/vilhelm Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í fótbolta, færði sig um set á dögunum þegar að hann yfirgaf PSV Eindhoven og gekk í raðir AZ Alkmaar þar sem að hann vonast til að fá meiri spiltíma. Tækifærin voru fá hjá stórliði PSV en hann er strax farinn að fá fleiri mínútur sem varamaður hjá AZ en ætlar sér stærri hluti. „Ég tók þetta skref til AZ til að fá spiltíma og til að vera mikilvægari fyrir liðið. Ég er ekki enn þá kominn á þann stall og vinna mér inn þá stöðu sem mér finnst ég eiga skilið,“ segir Albert. „Ég bjóst ekkert við því að fara beint inn í byrjunarliðið. Þeir voru búnir að spila tvo leiki áður en ég kom og unnu þá báða. Það er er ákveðin klisja að breyta ekki sigurliði.“Albert var á HM en er nú kominn aftur í U21.vísir/vilhelm„Ég þarf bara að sýna á æfingum og á þeim mínútum sem ég fæ að sprikla í leikjum að ég eigi heima þarna í þessu byrjunarliði,“ segir Albert. Albert var nokkuð óvænt valinn í A-landsliðshópinn sem fór á HM 2018 í Rússlandi en þar sem að Erik Hamrén sá ekki fyrir að nota hann mikið í næstu leikjum A-liðsins fékk Eyjólfur Sverrisson frekar að nota hann með U21 árs liðinu sem mætir Eistlandi á morgun. „Ef að ég mætti ráða væri ég frekar í A-landsliðinu en þetta er bara ekki mitt val. Það eina sem að ég get gert til að hafa áhrif á næsta val Erics er að standa mig vel hérna og standa mig vel með AZ. Ég ætla að standa mig vel að sýna honum að hann hefði getað valið mig frekar,“ segir Albert. Framherjinn efnilegi gekk í raðir PSV frá KR árið 2015 en spilaði mest með varaliðinu. Hann telur sig ekki hafa dvalið of lengi í Eindhoven. „Mér fannst ég ekki vera of lengi. Alls ekki. Ég lærði fáránlega mikið á tímanum með PSV. Ég var með fáránlega góða leikmenn í kringum mig og frábært starfsfólk sem hafði allt spilað í bestu deildum Evrópu,“ segir Albert. „Ég bætti mig mikið sem fótboltamaður og persóna og sé ekki eftir einni sekúndu hjá PSV. Að vera hluti af liði sem varð hollenskur meistari var fáránlega góð reynsla og ég get tekið þetta með mér til AZ og nýtt þetta á næstu árum,“ segir Albert Guðmundsson. Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í fótbolta, færði sig um set á dögunum þegar að hann yfirgaf PSV Eindhoven og gekk í raðir AZ Alkmaar þar sem að hann vonast til að fá meiri spiltíma. Tækifærin voru fá hjá stórliði PSV en hann er strax farinn að fá fleiri mínútur sem varamaður hjá AZ en ætlar sér stærri hluti. „Ég tók þetta skref til AZ til að fá spiltíma og til að vera mikilvægari fyrir liðið. Ég er ekki enn þá kominn á þann stall og vinna mér inn þá stöðu sem mér finnst ég eiga skilið,“ segir Albert. „Ég bjóst ekkert við því að fara beint inn í byrjunarliðið. Þeir voru búnir að spila tvo leiki áður en ég kom og unnu þá báða. Það er er ákveðin klisja að breyta ekki sigurliði.“Albert var á HM en er nú kominn aftur í U21.vísir/vilhelm„Ég þarf bara að sýna á æfingum og á þeim mínútum sem ég fæ að sprikla í leikjum að ég eigi heima þarna í þessu byrjunarliði,“ segir Albert. Albert var nokkuð óvænt valinn í A-landsliðshópinn sem fór á HM 2018 í Rússlandi en þar sem að Erik Hamrén sá ekki fyrir að nota hann mikið í næstu leikjum A-liðsins fékk Eyjólfur Sverrisson frekar að nota hann með U21 árs liðinu sem mætir Eistlandi á morgun. „Ef að ég mætti ráða væri ég frekar í A-landsliðinu en þetta er bara ekki mitt val. Það eina sem að ég get gert til að hafa áhrif á næsta val Erics er að standa mig vel hérna og standa mig vel með AZ. Ég ætla að standa mig vel að sýna honum að hann hefði getað valið mig frekar,“ segir Albert. Framherjinn efnilegi gekk í raðir PSV frá KR árið 2015 en spilaði mest með varaliðinu. Hann telur sig ekki hafa dvalið of lengi í Eindhoven. „Mér fannst ég ekki vera of lengi. Alls ekki. Ég lærði fáránlega mikið á tímanum með PSV. Ég var með fáránlega góða leikmenn í kringum mig og frábært starfsfólk sem hafði allt spilað í bestu deildum Evrópu,“ segir Albert. „Ég bætti mig mikið sem fótboltamaður og persóna og sé ekki eftir einni sekúndu hjá PSV. Að vera hluti af liði sem varð hollenskur meistari var fáránlega góð reynsla og ég get tekið þetta með mér til AZ og nýtt þetta á næstu árum,“ segir Albert Guðmundsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira