Netflix-þáttaröð tekin upp við Skógafoss næstu daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2018 12:37 Frá Skógafossi. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun samþykkti umsókn streymisveitunnar Netflix um leyfi fyrir kvikmyndtökum þáttaraðarinnar Lost In Space við Skógafoss, Gullfoss og í fjöru vestan Dyrhólaeyjar. RÚV greindi fyrst frá málinu en umsögn Umhverfisstofnunar er aðgengileg á vefnum. Íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus sækir um leyfið en í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að tökur á umræddum stöðum eigi að standa yfir dagana 4.-7. september 2018. Um hundrað manns koma að verkefninu. Tökur við Skógafoss munu standa yfir tvo áðurnefndra daga, 6. og 7. september, þ.e. á morgun og hinn.Rýrir upplifun gesta við Skógafoss Kvikmyndatökurnar munu verða inni í vatnsúðanum frá fossinum, að því er fram kemur í umsókninni. Því er sótt um leyfi til að keyra sexhjól með kerru alveg upp að fossinum og þá þarf að setja 20 fermetra pall ofan í ána, sem festur er með fótum ofan í mölina. Gert er ráð fyrir að pallinum verði komið fyrir í kvöld en moka þarf til efninu í ánni til að festa flekann. Einnig verður stillans með stiga sett upp á bakkanum við Gullfoss auk þess sem takmarka þarf aðgengi gesta að tökusvæðinu. Í áhrifamati Umhverfisstofnunar segir að verkefnið sé til þess fallið að valda tímabundnum neikvæðum áhrifum við árbotn sunnan við Skógafoss. Þá muni það einnig hafa neikvæð áhrif á upplifun gesta á svæðinu. „Á hverjum degi koma þúsundir gesta að Skógafossi og ljóst er að verkefnið mun rýra upplifun þeirra gesta sem koma á svæðið þessa tvo daga sem tökurnar fara fram en flestir erlendir gestir koma að Skógafoss einungis einu sinni yfir ævina.“ Stofnunin telur hins vegar að framkvæmdin muni að öllum líkindum ekki hafa óásættanleg áhrif á dýralíf svæðisins. Umsóknin hefur því verið samþykkt, með ákveðnum skilyrðum sem útlistaðar eru í umsögn Umhverfisstofnunar.Netflix-serían Lost In Space fjallar um Robinson-fjölskylduna, sem brotlendir geimskipi sínu á fjarlægri plánetu. Þar þarf fjölskyldan að berjast fyrir lífi sínu og ýmsar hættur verða jafnframt á vegi þeirra. Með aðalhlutverk í þáttunum fara Molly Parker, Toby Stephens, Maxwell Jenkins og Taylor Russell. Serían hefur hingað til verið tekin upp í Kanada, samkvæmt upplýsingum á IMDB-síðu þáttanna. Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56 Game of Thrones stjörnur mættar til vinnu á Íslandi Kit Harrington og Emilia Clarke sem leika aðalhlutverkin í þáttunum vinsælu Game of Thrones, eru stödd á Íslandi. 29. janúar 2018 17:43 Netflix þróar auglýsingar sem beint verður að áhorfendum Fyrirtækið leitar leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni hraðar. 19. ágúst 2018 22:42 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Umhverfisstofnun samþykkti umsókn streymisveitunnar Netflix um leyfi fyrir kvikmyndtökum þáttaraðarinnar Lost In Space við Skógafoss, Gullfoss og í fjöru vestan Dyrhólaeyjar. RÚV greindi fyrst frá málinu en umsögn Umhverfisstofnunar er aðgengileg á vefnum. Íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus sækir um leyfið en í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að tökur á umræddum stöðum eigi að standa yfir dagana 4.-7. september 2018. Um hundrað manns koma að verkefninu. Tökur við Skógafoss munu standa yfir tvo áðurnefndra daga, 6. og 7. september, þ.e. á morgun og hinn.Rýrir upplifun gesta við Skógafoss Kvikmyndatökurnar munu verða inni í vatnsúðanum frá fossinum, að því er fram kemur í umsókninni. Því er sótt um leyfi til að keyra sexhjól með kerru alveg upp að fossinum og þá þarf að setja 20 fermetra pall ofan í ána, sem festur er með fótum ofan í mölina. Gert er ráð fyrir að pallinum verði komið fyrir í kvöld en moka þarf til efninu í ánni til að festa flekann. Einnig verður stillans með stiga sett upp á bakkanum við Gullfoss auk þess sem takmarka þarf aðgengi gesta að tökusvæðinu. Í áhrifamati Umhverfisstofnunar segir að verkefnið sé til þess fallið að valda tímabundnum neikvæðum áhrifum við árbotn sunnan við Skógafoss. Þá muni það einnig hafa neikvæð áhrif á upplifun gesta á svæðinu. „Á hverjum degi koma þúsundir gesta að Skógafossi og ljóst er að verkefnið mun rýra upplifun þeirra gesta sem koma á svæðið þessa tvo daga sem tökurnar fara fram en flestir erlendir gestir koma að Skógafoss einungis einu sinni yfir ævina.“ Stofnunin telur hins vegar að framkvæmdin muni að öllum líkindum ekki hafa óásættanleg áhrif á dýralíf svæðisins. Umsóknin hefur því verið samþykkt, með ákveðnum skilyrðum sem útlistaðar eru í umsögn Umhverfisstofnunar.Netflix-serían Lost In Space fjallar um Robinson-fjölskylduna, sem brotlendir geimskipi sínu á fjarlægri plánetu. Þar þarf fjölskyldan að berjast fyrir lífi sínu og ýmsar hættur verða jafnframt á vegi þeirra. Með aðalhlutverk í þáttunum fara Molly Parker, Toby Stephens, Maxwell Jenkins og Taylor Russell. Serían hefur hingað til verið tekin upp í Kanada, samkvæmt upplýsingum á IMDB-síðu þáttanna.
Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56 Game of Thrones stjörnur mættar til vinnu á Íslandi Kit Harrington og Emilia Clarke sem leika aðalhlutverkin í þáttunum vinsælu Game of Thrones, eru stödd á Íslandi. 29. janúar 2018 17:43 Netflix þróar auglýsingar sem beint verður að áhorfendum Fyrirtækið leitar leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni hraðar. 19. ágúst 2018 22:42 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56
Game of Thrones stjörnur mættar til vinnu á Íslandi Kit Harrington og Emilia Clarke sem leika aðalhlutverkin í þáttunum vinsælu Game of Thrones, eru stödd á Íslandi. 29. janúar 2018 17:43
Netflix þróar auglýsingar sem beint verður að áhorfendum Fyrirtækið leitar leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni hraðar. 19. ágúst 2018 22:42