Umsvif við Skógafoss trufla ekki Landvernd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. september 2018 07:00 Kvikmyndagerðarfólki er uppálagt að taka tilliti til erlendra ferðamanna sem flestir komi bara einu sinni á ævinni að skoða Skógafoss. Fréttablaðið/Eyþór „Rask vegna kvikmyndatökunnar þarf ekki að vera meira en rask vegna ferðamanna sem ganga þarna um,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um umsvif kvikmyndagerðarmanna við Skógafoss og vestan Dyrhólaeyjar. Umhverfisstofnun hefur veitt kvikmyndagerðarfyrirtækinu Pegasusi leyfi til að setja upp vinnupalla í Skógafossi og aka 500 metra utanvega og bora holur í fjöru vestan Dyrhólaeyjar. Að auki var veitt heimild til að mynda með dróna í friðlandinu við Gullfoss. Um er að ræða tökur fyrir Netflix á annarri syrpu sjónvarpsþáttanna Lost in Space. Leyfið tók gildi á þriðjudag og rennur út á morgun. Við Skógafoss er leyft að aka sexhjóli með kerru alveg upp að fossinum enda eru tökurnar inni í vatnsúðanum frá fossinum. Koma átti 20 fermetra palli fyrir í ánni í gærkvöldi og moka til efni í henni til að til að festa flekann. Stillans verður á bakkanum við fossinn. „Ljóst er að verkefnið mun rýra upplifun þeirra gesta sem koma á svæðið þessa tvo daga sem tökurnar fara fram en flestir erlendir gestir koma að Skógafossi einungis einu sinni yfir ævina,“ segir í leyfisbréfi Umhverfisstofnunar varðandi Skógafoss.„Við vitum að Umhverfisstofnun hefur vandað vel til verka hingað til þegar þau hafa gefið út þessi leyfi. Þannig að við treystum því sem þau gera í þessum málum. Þetta verður undir eftirliti landvarða Umhverfisstofnunar,“ segir Auður hjá Landvernd. „Hafandi ekki skoðað þetta meira, þá hef ég ekki neitt sérstakt um það að segja,“ segir Auður aðspurð hvort Landvernd leggi þá ekki sjálfstætt mat á málið. „Kvikmyndataka getur valdið raski eins og öll önnur starfsemi en Umhverfisstofnun hefur hingað til verið fremur ströng á þessum leyfum og fylgst mjög vel með. Þetta kannski snertir ferðaþjónustuna verr.“ Í júní í fyrra tilkynnti Umhverfisstofnun að „náttúruvættið Skógafoss“ færi af svokölluðum appelsínugulum lista á rauðan lista. „Svæðið lætur mikið á sjá vegna gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant.“ Auður leggur áherslu á að utanvegaakstur sem leyfður sé verði ekki sýnilegur. „Ef utanvegaakstur sést á mynd er það fordæmisgefandi fyrir aðra – og það er eitthvað sem við þurfum að passa upp á.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Rask vegna kvikmyndatökunnar þarf ekki að vera meira en rask vegna ferðamanna sem ganga þarna um,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um umsvif kvikmyndagerðarmanna við Skógafoss og vestan Dyrhólaeyjar. Umhverfisstofnun hefur veitt kvikmyndagerðarfyrirtækinu Pegasusi leyfi til að setja upp vinnupalla í Skógafossi og aka 500 metra utanvega og bora holur í fjöru vestan Dyrhólaeyjar. Að auki var veitt heimild til að mynda með dróna í friðlandinu við Gullfoss. Um er að ræða tökur fyrir Netflix á annarri syrpu sjónvarpsþáttanna Lost in Space. Leyfið tók gildi á þriðjudag og rennur út á morgun. Við Skógafoss er leyft að aka sexhjóli með kerru alveg upp að fossinum enda eru tökurnar inni í vatnsúðanum frá fossinum. Koma átti 20 fermetra palli fyrir í ánni í gærkvöldi og moka til efni í henni til að til að festa flekann. Stillans verður á bakkanum við fossinn. „Ljóst er að verkefnið mun rýra upplifun þeirra gesta sem koma á svæðið þessa tvo daga sem tökurnar fara fram en flestir erlendir gestir koma að Skógafossi einungis einu sinni yfir ævina,“ segir í leyfisbréfi Umhverfisstofnunar varðandi Skógafoss.„Við vitum að Umhverfisstofnun hefur vandað vel til verka hingað til þegar þau hafa gefið út þessi leyfi. Þannig að við treystum því sem þau gera í þessum málum. Þetta verður undir eftirliti landvarða Umhverfisstofnunar,“ segir Auður hjá Landvernd. „Hafandi ekki skoðað þetta meira, þá hef ég ekki neitt sérstakt um það að segja,“ segir Auður aðspurð hvort Landvernd leggi þá ekki sjálfstætt mat á málið. „Kvikmyndataka getur valdið raski eins og öll önnur starfsemi en Umhverfisstofnun hefur hingað til verið fremur ströng á þessum leyfum og fylgst mjög vel með. Þetta kannski snertir ferðaþjónustuna verr.“ Í júní í fyrra tilkynnti Umhverfisstofnun að „náttúruvættið Skógafoss“ færi af svokölluðum appelsínugulum lista á rauðan lista. „Svæðið lætur mikið á sjá vegna gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant.“ Auður leggur áherslu á að utanvegaakstur sem leyfður sé verði ekki sýnilegur. „Ef utanvegaakstur sést á mynd er það fordæmisgefandi fyrir aðra – og það er eitthvað sem við þurfum að passa upp á.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira