Kepler-geimsjónaukinn vaknaði af værum blundi Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2018 23:36 Teikning af Kepler-geimsjónaukanum sem nú er að syngja sitt síðasta. NASA Ames/JPL-Caltech/T Pyle Þrátt fyrir að eldsneytisbirgðir Kepler-geimsjónaukans séu nærri því á þrotum vaknaði hann aftur til ífsins eftir að hafa legið í dvala um tveggja mánaða skeið. Verkfræðingar bandaríska geimvísindastofnunarinnar NASA segja að Kepler sé aftur tekinn til við vísindarannsóknir. Kepler-geimsjónaukanum var skotið út í geim árið 2009 og hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna á þeim árum sem síðan eru liðin. Sjónaukinn er nú á síðustu eldsneytisdropunum og gripu stjórnendur hans til þess til ráðs að setja hann í dvala í byrjun júlí til þess að tryggja að hann hefði nægt eldsneyti til að snúa loftneti sínu að jörðinni og senda heim gögn frá síðustu athugunum sínum. Eftir að Kepler sendi gögnin í hús í síðasta mánuði lagðist sjónaukinn aftur í dvala. Verkfræðingarnir tilkynntu síðan í dag að hann væri aftur vaknaður og væri byrjaður að skima aftur fyrir fjarreikistjörnum.Space.com segir framtíð geimsjónaukans óljósa. Óregla virðist hafa komið á einn hreyfil geimfarsins sem gæti komið niður á getu stjórnendanna til þess að miða honum rétt. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið eldsneyti er eftir í tanknum. Alls hefur Kepler fundið 2.652 fjarreikistjörnur. Það er um 70% af öllum þekktum fjarreikistjörnum til þessa. Enn mun bætast í safnið, jafnvel þó að Kepler gefi upp öndina á næstu vikum, því vísindamenn eiga enn eftir að fara í gegnum lista um 2.700 annarra mögulegra fjarreikistjarna sem sjónaukinn hefur komið auga á. Tækni Vísindi Tengdar fréttir Geimsjónauki NASA á síðustu dropunum Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið aragrúa fjarreikistjarna frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Leiðrangrinum lýkur á næstu mánuðunum. 15. mars 2018 12:18 Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Þrátt fyrir að eldsneytisbirgðir Kepler-geimsjónaukans séu nærri því á þrotum vaknaði hann aftur til ífsins eftir að hafa legið í dvala um tveggja mánaða skeið. Verkfræðingar bandaríska geimvísindastofnunarinnar NASA segja að Kepler sé aftur tekinn til við vísindarannsóknir. Kepler-geimsjónaukanum var skotið út í geim árið 2009 og hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna á þeim árum sem síðan eru liðin. Sjónaukinn er nú á síðustu eldsneytisdropunum og gripu stjórnendur hans til þess til ráðs að setja hann í dvala í byrjun júlí til þess að tryggja að hann hefði nægt eldsneyti til að snúa loftneti sínu að jörðinni og senda heim gögn frá síðustu athugunum sínum. Eftir að Kepler sendi gögnin í hús í síðasta mánuði lagðist sjónaukinn aftur í dvala. Verkfræðingarnir tilkynntu síðan í dag að hann væri aftur vaknaður og væri byrjaður að skima aftur fyrir fjarreikistjörnum.Space.com segir framtíð geimsjónaukans óljósa. Óregla virðist hafa komið á einn hreyfil geimfarsins sem gæti komið niður á getu stjórnendanna til þess að miða honum rétt. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið eldsneyti er eftir í tanknum. Alls hefur Kepler fundið 2.652 fjarreikistjörnur. Það er um 70% af öllum þekktum fjarreikistjörnum til þessa. Enn mun bætast í safnið, jafnvel þó að Kepler gefi upp öndina á næstu vikum, því vísindamenn eiga enn eftir að fara í gegnum lista um 2.700 annarra mögulegra fjarreikistjarna sem sjónaukinn hefur komið auga á.
Tækni Vísindi Tengdar fréttir Geimsjónauki NASA á síðustu dropunum Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið aragrúa fjarreikistjarna frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Leiðrangrinum lýkur á næstu mánuðunum. 15. mars 2018 12:18 Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Geimsjónauki NASA á síðustu dropunum Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið aragrúa fjarreikistjarna frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Leiðrangrinum lýkur á næstu mánuðunum. 15. mars 2018 12:18
Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15