Tvíburasystir Noru Mörk sagði henni frá myndunum: Ég skammaðist mín svo mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 12:30 Nora Mörk. Vísir/Getty Þetta var mjög erfitt ár fyrir norsku handboltakonuna Noru Mörk en nú er ár síðan að hún áttaði sig á því að einhver hafði brotist inn í símann hennar. Sá hinn sami komst yfir mjög persónulegar og viðkvæmar myndir sem fóru í framhaldinu á flug út um allt internetið. Nora Mörk mætti til sjónvarpskonunnar Anne Lindmo á NRK og ræddi þetta skelfilega ár sitt. Það var ekki nóg með að hún þurfti að glíma við þessa myndamartröð þá sleit hún einnig krossband í febrúar. „Ég skammaðist mín svo mikið. Að þurfa að fara með símann til pabba og segja hvað hafði gerst. Það tók mig nokkrar vikur að þora því. Þá höfðu foreldrarnir örugglega áttað sig á því að eitthvað var að því mér leið svo illa. Þau vissu orðið að eitthvað var að en gátu þó aldrei giskað að það væri svona stórt,“ sagði Nora Mörk í sjónvarpsviðtalinu. Nora Mörk.Vísir/GettyNora Mörk á tvíburasystur sem heitir Thea og er líka í handbolta. Thea er þó ekki eins öflugur leikmaður og systir síns. Það var hins vegar Thea sem sagði systur sinni fyrst frá myndunum. „Landsliðið var komið saman í Þrándheimi og hún hringdi í mig og spurði mig hvort ég væri ein. Síðan bað hún mig um að setjast niður,“ lýsir Nora og heldur svo áfram. „Hún sagði mér síðan frá þessu. Ég man eftir því að ég sat á rúminu og púlsinn fór frá núll upp í tvö hundrað. Ég byrjaði að skjálfa. Hjartað mitt datt í gólfið. Ég hugsaði: Er þetta ég? Hvernig getur þetta verið satt?,“ sagði Nora. Nora Mörk ákvað síðan að koma úr felum og tala um þetta opinberlega og úr varð mikið fjölmiðlamál. Hún hefur fengið mikið hrós fyrir að búa með því til mjög sterka fyrirmynd fyrir stelpur sem hafa lent í sömu stöðu og hún. „Ég hef líklega breyst svolítið á þessu eina ári og er orðin lokaðari og óöruggari. Ég hef átt í vandræðum með að sætta mig við þetta og verða ég sjálf aftur. Ég er ekki neikvæð en svo verður líf svona neikvætt,“ sagði Nora. Nora Mörk er að koma til baka inn á handboltavöllinn og er staðráðin að vinna sér sæti í EM-hópi Þóris Hergeirssonar. Það má lesa allt viðtalið við hana hér. Handbolti MeToo Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Þetta var mjög erfitt ár fyrir norsku handboltakonuna Noru Mörk en nú er ár síðan að hún áttaði sig á því að einhver hafði brotist inn í símann hennar. Sá hinn sami komst yfir mjög persónulegar og viðkvæmar myndir sem fóru í framhaldinu á flug út um allt internetið. Nora Mörk mætti til sjónvarpskonunnar Anne Lindmo á NRK og ræddi þetta skelfilega ár sitt. Það var ekki nóg með að hún þurfti að glíma við þessa myndamartröð þá sleit hún einnig krossband í febrúar. „Ég skammaðist mín svo mikið. Að þurfa að fara með símann til pabba og segja hvað hafði gerst. Það tók mig nokkrar vikur að þora því. Þá höfðu foreldrarnir örugglega áttað sig á því að eitthvað var að því mér leið svo illa. Þau vissu orðið að eitthvað var að en gátu þó aldrei giskað að það væri svona stórt,“ sagði Nora Mörk í sjónvarpsviðtalinu. Nora Mörk.Vísir/GettyNora Mörk á tvíburasystur sem heitir Thea og er líka í handbolta. Thea er þó ekki eins öflugur leikmaður og systir síns. Það var hins vegar Thea sem sagði systur sinni fyrst frá myndunum. „Landsliðið var komið saman í Þrándheimi og hún hringdi í mig og spurði mig hvort ég væri ein. Síðan bað hún mig um að setjast niður,“ lýsir Nora og heldur svo áfram. „Hún sagði mér síðan frá þessu. Ég man eftir því að ég sat á rúminu og púlsinn fór frá núll upp í tvö hundrað. Ég byrjaði að skjálfa. Hjartað mitt datt í gólfið. Ég hugsaði: Er þetta ég? Hvernig getur þetta verið satt?,“ sagði Nora. Nora Mörk ákvað síðan að koma úr felum og tala um þetta opinberlega og úr varð mikið fjölmiðlamál. Hún hefur fengið mikið hrós fyrir að búa með því til mjög sterka fyrirmynd fyrir stelpur sem hafa lent í sömu stöðu og hún. „Ég hef líklega breyst svolítið á þessu eina ári og er orðin lokaðari og óöruggari. Ég hef átt í vandræðum með að sætta mig við þetta og verða ég sjálf aftur. Ég er ekki neikvæð en svo verður líf svona neikvætt,“ sagði Nora. Nora Mörk er að koma til baka inn á handboltavöllinn og er staðráðin að vinna sér sæti í EM-hópi Þóris Hergeirssonar. Það má lesa allt viðtalið við hana hér.
Handbolti MeToo Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira