Elon Musk reykti kannabis í beinni útsendingu og fjárfestar ókyrrast Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 7. september 2018 13:00 Musk fær sér í haus. Youtube/Joe Rogan Milljarðamæringurinn og lífskúnstnerinn Elon Musk reykti í morgun kannabis vindling í beinni útsendingu vefþáttar grínistans Joe Rogan. Musk og fyrirtæki hans, bílaframleiðandinn Tesla, sæta nú opinberri rannsókn á Twitter skilaboðum sem Musk er grunaður um að hafa sent undir áhrifum fíkniefna. Í þeim sagðist hann tilbúinn að taka fyrirtækið af markaði og bjóða 420 dollara fyrir hvern hlut. Talan 420 er sérstakur kóði fyrir kannabisneyslu vestanhafs og víðar. Þá hefur söngkonan Azelia Banks haldið því fram að Musk hafi verið undir áhrifum LSD þegar hann sendi þessi tilteknu skilaboð. Segist hún hafa orðið vitni að því þegar rann af honum og hann gerði sér grein fyrir hvílíkum vandræðum þessi Twitter skilaboð gætu valdið sér og fyrirtækinu. Í kjölfarið sendi Musk frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertók fyrir að hafa verið undir áhrifum kannabis þegar hann sendi skilaboðin en minntist ekki einu orði á LSD. Nú á Musk einnig yfir höfði sér málsókn fyrir meiðyrði eftir að hann sakaði breskan kafara um barnaníð á Twitter síðu sinni. Forsaga þess máls er að Musk ætlaði sér að nota eigin hugvit og peninga til að bjarga tælensku fótboltastrákunum úr hellinum þar sem þeir festust fyrir nokkrum vikum. Fyrrnefndur kafari sagði hugmyndir Musk óraunsæjar og bað hann að hypja sig af vettvangi til að leyfa reyndum köfurum að sinna björgunarstörfum. Musk brást við því með því að kalla manninn barnaníðing í tvígang á Twitter síðu sinni, að því er virðist án nokkurra sannana. Fjárfestar eru farnir að ókyrrast og setja spurningamerki við dómgreind Musk. Sú ákvörðun hans að neyta kannabisefna í beinni útsendingu mun sennilega ekki róa neinn, þó að hann hafi í sama þætti fullyrt að þetta væri ekki eitthvað sem hann gerði að staðaldri. Þess má geta að þátturinn var sendur út frá Kaliforníu þar sem ekki er ólöglegt að neyta kannabisefna. Tengdar fréttir Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46 Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. 5. september 2018 13:30 Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28 Musk segist hafa átt erfitt ár Í viðtali sem New York Times birti dag er Musk sagður hafa helgið og grátið til skiptis á meðan viðtalinu stóð. 17. ágúst 2018 08:52 Tesla greinir frá mesta tapi á einum ársfjórðungi Rafbílaframleiðandinn stefnir enn á að fyrirtækið verði arðbært á þessu ári. 1. ágúst 2018 21:21 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Milljarðamæringurinn og lífskúnstnerinn Elon Musk reykti í morgun kannabis vindling í beinni útsendingu vefþáttar grínistans Joe Rogan. Musk og fyrirtæki hans, bílaframleiðandinn Tesla, sæta nú opinberri rannsókn á Twitter skilaboðum sem Musk er grunaður um að hafa sent undir áhrifum fíkniefna. Í þeim sagðist hann tilbúinn að taka fyrirtækið af markaði og bjóða 420 dollara fyrir hvern hlut. Talan 420 er sérstakur kóði fyrir kannabisneyslu vestanhafs og víðar. Þá hefur söngkonan Azelia Banks haldið því fram að Musk hafi verið undir áhrifum LSD þegar hann sendi þessi tilteknu skilaboð. Segist hún hafa orðið vitni að því þegar rann af honum og hann gerði sér grein fyrir hvílíkum vandræðum þessi Twitter skilaboð gætu valdið sér og fyrirtækinu. Í kjölfarið sendi Musk frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertók fyrir að hafa verið undir áhrifum kannabis þegar hann sendi skilaboðin en minntist ekki einu orði á LSD. Nú á Musk einnig yfir höfði sér málsókn fyrir meiðyrði eftir að hann sakaði breskan kafara um barnaníð á Twitter síðu sinni. Forsaga þess máls er að Musk ætlaði sér að nota eigin hugvit og peninga til að bjarga tælensku fótboltastrákunum úr hellinum þar sem þeir festust fyrir nokkrum vikum. Fyrrnefndur kafari sagði hugmyndir Musk óraunsæjar og bað hann að hypja sig af vettvangi til að leyfa reyndum köfurum að sinna björgunarstörfum. Musk brást við því með því að kalla manninn barnaníðing í tvígang á Twitter síðu sinni, að því er virðist án nokkurra sannana. Fjárfestar eru farnir að ókyrrast og setja spurningamerki við dómgreind Musk. Sú ákvörðun hans að neyta kannabisefna í beinni útsendingu mun sennilega ekki róa neinn, þó að hann hafi í sama þætti fullyrt að þetta væri ekki eitthvað sem hann gerði að staðaldri. Þess má geta að þátturinn var sendur út frá Kaliforníu þar sem ekki er ólöglegt að neyta kannabisefna.
Tengdar fréttir Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46 Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. 5. september 2018 13:30 Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28 Musk segist hafa átt erfitt ár Í viðtali sem New York Times birti dag er Musk sagður hafa helgið og grátið til skiptis á meðan viðtalinu stóð. 17. ágúst 2018 08:52 Tesla greinir frá mesta tapi á einum ársfjórðungi Rafbílaframleiðandinn stefnir enn á að fyrirtækið verði arðbært á þessu ári. 1. ágúst 2018 21:21 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46
Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. 5. september 2018 13:30
Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28
Musk segist hafa átt erfitt ár Í viðtali sem New York Times birti dag er Musk sagður hafa helgið og grátið til skiptis á meðan viðtalinu stóð. 17. ágúst 2018 08:52
Tesla greinir frá mesta tapi á einum ársfjórðungi Rafbílaframleiðandinn stefnir enn á að fyrirtækið verði arðbært á þessu ári. 1. ágúst 2018 21:21