Ólína fagnar nýjum áratug á Suðurlandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2018 11:00 Útivist, hundar og hestar eru helstu áhugamál Ólínu sem er á útkallslista hjá Landsbjörg. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ég er komin í borgina og með annan fótinn út úr henni aftur,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur sem er sextug í dag. „Við hjónin fluttum búferlum frá Ísafirði í fyrrahaust en nú var maðurinn minn að ráða sig sem kennara við Menntaskólann á Laugarvatni. Ég er bara í sjálfstæðum verkefnum sem rithöfundur og fræðimaður og get unnið hvar sem er.“ Ólína er dóttir Þorvarðar Kjerúlf Þorsteinssonar og Magdalenu Thoroddsen. Hún kveðst hafa slitið barnsskónum í Reykjavík og gengið í Hlíðaskóla. „Ég flutti á Ísafjörð fjórtán ára þegar pabbi var ráðinn þar sýslumaður. Svo gekk ég í Menntaskólann á Ísafirði og kynntist þar manninum mínum. Við vorum einn vetur á Húsavík eftir stúdentspróf, kenndum þar einn vetur og fórum svo í háskólanám til Reykjavíkur. Fluttum vestur aftur 2001 þegar ég var ráðin skólameistari Menntaskólans á Ísafirði. Svo varð ég alþingismaður 2009. Eftir að þingmennskunni lauk fluttum við suður. Þetta hefur verið svona kaflaskipt hjá okkur.“ Eiginmaður Ólínu er Sigurður Pétursson sagnfræðingur og á Laugarvatni ætlar hann að kenna sögu og félagsgreinar, að sögn Ólínu. Sjálf er hún að skoða elstu heimildir um íslenskar lækningar og vonar að niðurstöður rannsóknar hennar líti dagsins ljós, í formi bókar, innan tíðar. En hver eru helstu áhugamálin fyrir utan fræðin? „Útivist, hundar og hestar. Ég og björgunarhundurinn minn hann Skutull höfum verið leitarteymi á útkallslista Landsbjargar í fjöldamörg ár. Eigum að baki eitthvað á fimmta tug útkalla og mörg hundruð æfinga. Eftir að ég hætti í hestamennskunni fór ég í hundana, eins og ég orða það stundum. Svo er tónlistin mikill gleðigjafi í mínu lífi og ég syng í kvennakórnum Cantabile sem Margrét Pálmadóttir stjórnar.Ætlarðu að halda upp á afmælið? „Já, ég held upp á það á föstudagskvöldið með nánum vinum og samstarfsfólki, svo það teiti verður afstaðið þegar þetta viðtal birtist. En ég ætla á tónleika að kvöldi afmælisdagsins (í kvöld) með eiginmanninum. Við ætlum að hlusta á Helga Björns, skólabróður okkar, eins og fleiri Ísfirðingar sem munu fjölmenna þangað. Auk þess verður sennilega lítið kökuboð fyrir barnabörnin um helgina, svo þau fái líka afmælisveislu með ömmu sinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Ég er komin í borgina og með annan fótinn út úr henni aftur,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur sem er sextug í dag. „Við hjónin fluttum búferlum frá Ísafirði í fyrrahaust en nú var maðurinn minn að ráða sig sem kennara við Menntaskólann á Laugarvatni. Ég er bara í sjálfstæðum verkefnum sem rithöfundur og fræðimaður og get unnið hvar sem er.“ Ólína er dóttir Þorvarðar Kjerúlf Þorsteinssonar og Magdalenu Thoroddsen. Hún kveðst hafa slitið barnsskónum í Reykjavík og gengið í Hlíðaskóla. „Ég flutti á Ísafjörð fjórtán ára þegar pabbi var ráðinn þar sýslumaður. Svo gekk ég í Menntaskólann á Ísafirði og kynntist þar manninum mínum. Við vorum einn vetur á Húsavík eftir stúdentspróf, kenndum þar einn vetur og fórum svo í háskólanám til Reykjavíkur. Fluttum vestur aftur 2001 þegar ég var ráðin skólameistari Menntaskólans á Ísafirði. Svo varð ég alþingismaður 2009. Eftir að þingmennskunni lauk fluttum við suður. Þetta hefur verið svona kaflaskipt hjá okkur.“ Eiginmaður Ólínu er Sigurður Pétursson sagnfræðingur og á Laugarvatni ætlar hann að kenna sögu og félagsgreinar, að sögn Ólínu. Sjálf er hún að skoða elstu heimildir um íslenskar lækningar og vonar að niðurstöður rannsóknar hennar líti dagsins ljós, í formi bókar, innan tíðar. En hver eru helstu áhugamálin fyrir utan fræðin? „Útivist, hundar og hestar. Ég og björgunarhundurinn minn hann Skutull höfum verið leitarteymi á útkallslista Landsbjargar í fjöldamörg ár. Eigum að baki eitthvað á fimmta tug útkalla og mörg hundruð æfinga. Eftir að ég hætti í hestamennskunni fór ég í hundana, eins og ég orða það stundum. Svo er tónlistin mikill gleðigjafi í mínu lífi og ég syng í kvennakórnum Cantabile sem Margrét Pálmadóttir stjórnar.Ætlarðu að halda upp á afmælið? „Já, ég held upp á það á föstudagskvöldið með nánum vinum og samstarfsfólki, svo það teiti verður afstaðið þegar þetta viðtal birtist. En ég ætla á tónleika að kvöldi afmælisdagsins (í kvöld) með eiginmanninum. Við ætlum að hlusta á Helga Björns, skólabróður okkar, eins og fleiri Ísfirðingar sem munu fjölmenna þangað. Auk þess verður sennilega lítið kökuboð fyrir barnabörnin um helgina, svo þau fái líka afmælisveislu með ömmu sinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira