Ólína fagnar nýjum áratug á Suðurlandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2018 11:00 Útivist, hundar og hestar eru helstu áhugamál Ólínu sem er á útkallslista hjá Landsbjörg. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ég er komin í borgina og með annan fótinn út úr henni aftur,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur sem er sextug í dag. „Við hjónin fluttum búferlum frá Ísafirði í fyrrahaust en nú var maðurinn minn að ráða sig sem kennara við Menntaskólann á Laugarvatni. Ég er bara í sjálfstæðum verkefnum sem rithöfundur og fræðimaður og get unnið hvar sem er.“ Ólína er dóttir Þorvarðar Kjerúlf Þorsteinssonar og Magdalenu Thoroddsen. Hún kveðst hafa slitið barnsskónum í Reykjavík og gengið í Hlíðaskóla. „Ég flutti á Ísafjörð fjórtán ára þegar pabbi var ráðinn þar sýslumaður. Svo gekk ég í Menntaskólann á Ísafirði og kynntist þar manninum mínum. Við vorum einn vetur á Húsavík eftir stúdentspróf, kenndum þar einn vetur og fórum svo í háskólanám til Reykjavíkur. Fluttum vestur aftur 2001 þegar ég var ráðin skólameistari Menntaskólans á Ísafirði. Svo varð ég alþingismaður 2009. Eftir að þingmennskunni lauk fluttum við suður. Þetta hefur verið svona kaflaskipt hjá okkur.“ Eiginmaður Ólínu er Sigurður Pétursson sagnfræðingur og á Laugarvatni ætlar hann að kenna sögu og félagsgreinar, að sögn Ólínu. Sjálf er hún að skoða elstu heimildir um íslenskar lækningar og vonar að niðurstöður rannsóknar hennar líti dagsins ljós, í formi bókar, innan tíðar. En hver eru helstu áhugamálin fyrir utan fræðin? „Útivist, hundar og hestar. Ég og björgunarhundurinn minn hann Skutull höfum verið leitarteymi á útkallslista Landsbjargar í fjöldamörg ár. Eigum að baki eitthvað á fimmta tug útkalla og mörg hundruð æfinga. Eftir að ég hætti í hestamennskunni fór ég í hundana, eins og ég orða það stundum. Svo er tónlistin mikill gleðigjafi í mínu lífi og ég syng í kvennakórnum Cantabile sem Margrét Pálmadóttir stjórnar.Ætlarðu að halda upp á afmælið? „Já, ég held upp á það á föstudagskvöldið með nánum vinum og samstarfsfólki, svo það teiti verður afstaðið þegar þetta viðtal birtist. En ég ætla á tónleika að kvöldi afmælisdagsins (í kvöld) með eiginmanninum. Við ætlum að hlusta á Helga Björns, skólabróður okkar, eins og fleiri Ísfirðingar sem munu fjölmenna þangað. Auk þess verður sennilega lítið kökuboð fyrir barnabörnin um helgina, svo þau fái líka afmælisveislu með ömmu sinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Ég er komin í borgina og með annan fótinn út úr henni aftur,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur sem er sextug í dag. „Við hjónin fluttum búferlum frá Ísafirði í fyrrahaust en nú var maðurinn minn að ráða sig sem kennara við Menntaskólann á Laugarvatni. Ég er bara í sjálfstæðum verkefnum sem rithöfundur og fræðimaður og get unnið hvar sem er.“ Ólína er dóttir Þorvarðar Kjerúlf Þorsteinssonar og Magdalenu Thoroddsen. Hún kveðst hafa slitið barnsskónum í Reykjavík og gengið í Hlíðaskóla. „Ég flutti á Ísafjörð fjórtán ára þegar pabbi var ráðinn þar sýslumaður. Svo gekk ég í Menntaskólann á Ísafirði og kynntist þar manninum mínum. Við vorum einn vetur á Húsavík eftir stúdentspróf, kenndum þar einn vetur og fórum svo í háskólanám til Reykjavíkur. Fluttum vestur aftur 2001 þegar ég var ráðin skólameistari Menntaskólans á Ísafirði. Svo varð ég alþingismaður 2009. Eftir að þingmennskunni lauk fluttum við suður. Þetta hefur verið svona kaflaskipt hjá okkur.“ Eiginmaður Ólínu er Sigurður Pétursson sagnfræðingur og á Laugarvatni ætlar hann að kenna sögu og félagsgreinar, að sögn Ólínu. Sjálf er hún að skoða elstu heimildir um íslenskar lækningar og vonar að niðurstöður rannsóknar hennar líti dagsins ljós, í formi bókar, innan tíðar. En hver eru helstu áhugamálin fyrir utan fræðin? „Útivist, hundar og hestar. Ég og björgunarhundurinn minn hann Skutull höfum verið leitarteymi á útkallslista Landsbjargar í fjöldamörg ár. Eigum að baki eitthvað á fimmta tug útkalla og mörg hundruð æfinga. Eftir að ég hætti í hestamennskunni fór ég í hundana, eins og ég orða það stundum. Svo er tónlistin mikill gleðigjafi í mínu lífi og ég syng í kvennakórnum Cantabile sem Margrét Pálmadóttir stjórnar.Ætlarðu að halda upp á afmælið? „Já, ég held upp á það á föstudagskvöldið með nánum vinum og samstarfsfólki, svo það teiti verður afstaðið þegar þetta viðtal birtist. En ég ætla á tónleika að kvöldi afmælisdagsins (í kvöld) með eiginmanninum. Við ætlum að hlusta á Helga Björns, skólabróður okkar, eins og fleiri Ísfirðingar sem munu fjölmenna þangað. Auk þess verður sennilega lítið kökuboð fyrir barnabörnin um helgina, svo þau fái líka afmælisveislu með ömmu sinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira