Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2018 07:56 Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels. Vísir/ap Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, sóttist eftir því á föstudag að þagnarsamkomulagið sem hann gerði við Stormy Daniels yrði fellt úr gildi. Hann skyldi rifta samningnum með því skilyrði að Daniels borgaði aftur peningana sem Cohen lét hana fá í skiptum fyrir þögn hennar um meint ástarsamband Daniels og Donalds Trump. Í réttarsal í síðasta mánuði gekkst Cohen við því að hafa, fyrir hönd Trumps, greitt Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Með því bendlaði Cohen fyrrverandi umbjóðanda sinn við kosningasvik. Fyrr á árinu stefndi Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði að þagnarsamkomulagið væri merkingarlaust með öllu í ljósi þess að Trump sjálfur hefði aldrei skrifað undir það. Trump sá sér leik á borði í gær og sagði að þetta væri rétt hjá Daniels, hann hefði aldrei verið aðili að þessum samningi. Charles Harder, lögmaður forsetans, sagði í gær fyrir hönd umbjóðanda síns að hann myndi ekki mótmæla staðhæfingu Daniels. Þagnarsamkomulagið hefði í raun aldrei verið myndað og ætti því að vera fellt úr gildi. Þetta kom fram í bréfi frá lögmanninum sem er hluti af dómsskjölum í málinu.Avenatti, lögmaður Stormy Daniels, segir Bandaríkjaforseta vera örvæntingafullan. Viðbrögð hans sýni fram á að Trump geri allt sem hann getur til að komast hjá því að svara óþægilegum spurningum.vísir/apMichael Avenatti, lögmaður Daniels, segir þó að „uppátæki“ þeirra Cohens og Trumps hverfi ekki sí svona. „Ég hef ástundað lögmennsku í tæpa tvo áratugi. Ég hef aldrei séð varnaraðila eins hræddan um að vera steypt af stóli og Donald Trump og sér í lagi fyrir mann sem þykist vera eitthvað harður í horn að taka,“ segir Avenatti sem telur Trump vera örvæntingarfullan. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, sóttist eftir því á föstudag að þagnarsamkomulagið sem hann gerði við Stormy Daniels yrði fellt úr gildi. Hann skyldi rifta samningnum með því skilyrði að Daniels borgaði aftur peningana sem Cohen lét hana fá í skiptum fyrir þögn hennar um meint ástarsamband Daniels og Donalds Trump. Í réttarsal í síðasta mánuði gekkst Cohen við því að hafa, fyrir hönd Trumps, greitt Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Með því bendlaði Cohen fyrrverandi umbjóðanda sinn við kosningasvik. Fyrr á árinu stefndi Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði að þagnarsamkomulagið væri merkingarlaust með öllu í ljósi þess að Trump sjálfur hefði aldrei skrifað undir það. Trump sá sér leik á borði í gær og sagði að þetta væri rétt hjá Daniels, hann hefði aldrei verið aðili að þessum samningi. Charles Harder, lögmaður forsetans, sagði í gær fyrir hönd umbjóðanda síns að hann myndi ekki mótmæla staðhæfingu Daniels. Þagnarsamkomulagið hefði í raun aldrei verið myndað og ætti því að vera fellt úr gildi. Þetta kom fram í bréfi frá lögmanninum sem er hluti af dómsskjölum í málinu.Avenatti, lögmaður Stormy Daniels, segir Bandaríkjaforseta vera örvæntingafullan. Viðbrögð hans sýni fram á að Trump geri allt sem hann getur til að komast hjá því að svara óþægilegum spurningum.vísir/apMichael Avenatti, lögmaður Daniels, segir þó að „uppátæki“ þeirra Cohens og Trumps hverfi ekki sí svona. „Ég hef ástundað lögmennsku í tæpa tvo áratugi. Ég hef aldrei séð varnaraðila eins hræddan um að vera steypt af stóli og Donald Trump og sér í lagi fyrir mann sem þykist vera eitthvað harður í horn að taka,“ segir Avenatti sem telur Trump vera örvæntingarfullan.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30
Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent