Laxeldi Arnarlax í Tálknafirði synjað um alþjóðlega gæðavottun Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Laxeldi í Arnarfirði. ERLENDUR GÍSLASON Neikvæð staða lífríkis á botni Tálknafjarðar, tíðni laxadauða í kvíum og umfang lúsavandans eru helstu ástæður þess að sú kynslóð sem nú er alin í laxeldi Arnarlax í Tálknafirði fær ekki ASC-vottun. Um er að ræða vottun sem fylgir ítarlegum stöðlum um sjálfbæra samfélags- og umhverfisvæna sjávarvöruframleiðslu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði gerði vottunaraðilinn alvarlegar athugasemdir við fjölmargt í framleiðsluferli eldisins sem uppfyllir ekki skilyrði vottunarinnar. Erlendir kaupendur eldislaxins gera margir strangar gæðakröfur og var umsókn Arnarlax um vottun hluti uppbyggingar gæðakerfis hjá fyrirtækinu. Niðurstaða úttektar vottunaraðilans var birt 27. ágúst síðastliðinn. Af henni að dæma hefur Arnarlax bætt úr ýmsu sem gerðar voru athugasemdir við í ferlinu. Aðgerðir fyrirtækisins duga hins vegar ekki til og eldið fær ekki vottun, að þessu sinni. Vísað er til stöðu lífríkis í nágrenni eldisins en mælingar á súrefnisástandi botnsjávar og fjölbreytileika og magni botndýra í nágrenni eldisins, ná ekki viðmiðum þeirra staðla sem stuðst er við. Þá er tíðni óútskýrðs laxadauða of há hjá Arnarlaxi til að uppfylla skilyrði vottunaraðilans eða 22 prósent. Að lokum fer umfang lúsavandans einnig upp fyrir leyfilegt viðmið vottunar og áhrif þess á villta laxastofninn hafa ekki verið nægilega rannsökuð. Í niðurstöðunni er þó, með vísan til viðbragða og úrbóta fyrirtækisins í vottunarferlinu, mælt með Arnarlaxi sem umsækjanda um vottun í framtíðinni. „Við erum fullviss um að næsta kynslóð í Laugardal fái vottun,“ segir Þóra Dögg Jörundsdóttir, gæðastjóri Arnarlax, og segir synjun um vottun á þessu svæði ekki hafa áhrif á fyrirhugaðar umsóknir um vottun fyrir önnur eldissvæði. „Þó fiskurinn í Laugardal standist ekki vottun, það er framleiðslan sem þar er núna, þá er vottunaraðili að segja í þessari samantekt að ferlar og rekstur Arnarlax séu í samræmi við kröfur í ASC-staðlinum,“ segir Þóra. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Neikvæð staða lífríkis á botni Tálknafjarðar, tíðni laxadauða í kvíum og umfang lúsavandans eru helstu ástæður þess að sú kynslóð sem nú er alin í laxeldi Arnarlax í Tálknafirði fær ekki ASC-vottun. Um er að ræða vottun sem fylgir ítarlegum stöðlum um sjálfbæra samfélags- og umhverfisvæna sjávarvöruframleiðslu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði gerði vottunaraðilinn alvarlegar athugasemdir við fjölmargt í framleiðsluferli eldisins sem uppfyllir ekki skilyrði vottunarinnar. Erlendir kaupendur eldislaxins gera margir strangar gæðakröfur og var umsókn Arnarlax um vottun hluti uppbyggingar gæðakerfis hjá fyrirtækinu. Niðurstaða úttektar vottunaraðilans var birt 27. ágúst síðastliðinn. Af henni að dæma hefur Arnarlax bætt úr ýmsu sem gerðar voru athugasemdir við í ferlinu. Aðgerðir fyrirtækisins duga hins vegar ekki til og eldið fær ekki vottun, að þessu sinni. Vísað er til stöðu lífríkis í nágrenni eldisins en mælingar á súrefnisástandi botnsjávar og fjölbreytileika og magni botndýra í nágrenni eldisins, ná ekki viðmiðum þeirra staðla sem stuðst er við. Þá er tíðni óútskýrðs laxadauða of há hjá Arnarlaxi til að uppfylla skilyrði vottunaraðilans eða 22 prósent. Að lokum fer umfang lúsavandans einnig upp fyrir leyfilegt viðmið vottunar og áhrif þess á villta laxastofninn hafa ekki verið nægilega rannsökuð. Í niðurstöðunni er þó, með vísan til viðbragða og úrbóta fyrirtækisins í vottunarferlinu, mælt með Arnarlaxi sem umsækjanda um vottun í framtíðinni. „Við erum fullviss um að næsta kynslóð í Laugardal fái vottun,“ segir Þóra Dögg Jörundsdóttir, gæðastjóri Arnarlax, og segir synjun um vottun á þessu svæði ekki hafa áhrif á fyrirhugaðar umsóknir um vottun fyrir önnur eldissvæði. „Þó fiskurinn í Laugardal standist ekki vottun, það er framleiðslan sem þar er núna, þá er vottunaraðili að segja í þessari samantekt að ferlar og rekstur Arnarlax séu í samræmi við kröfur í ASC-staðlinum,“ segir Þóra.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira