Samstarfsmaður Manafort játar að hafa starfað á vegum annars ríkis Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2018 20:30 W. Samúel Patten. Vísir/AP W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. Patten játaði að hafa séð um að koma 50 þúsund dala fjárframlagi frá erlendum aðila í embættistökusjóð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Um er að ræða mál sem rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, komust á snoðir um við rannsókn þeirra á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og vísuðu til saksóknara í Washington DC. Patten á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm en hann hét því að starfa með rannsakendum í skiptum fyrir yfirlýsingu saksóknara um mildari dóm en ella. Auk þess að hafa starfað fyrir stjórnmálaflokkinn Oppostition Bloc í Úkraínu starfaði Patten einnig um tíma fyrir umdeilda fyrirtækið Cambridge Analytica. Þá starfaði hann einnig með Paul Manafort til langs tíma. Paul Manafort er hvað best þekktur sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump.Manafort var nýverið dæmdur fyrir peningaþvott og banka- og skattsvik. Þá stendur til að rétta yfir honum í öðru máli á næstunni þar sem hann hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og fyrir að hafa ekki skráð sig sem útsendari erlendra aðila, sem er sama brot og Patten hefur játað.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinPatten mun hafa starfað sem útsendari Opposition Bloc á árunum 2015 til 17 og reyndi hann að hafa áhrif á ýmsa þingmenn Bandaríkjanna á þeim tíma, án þess að skrá hjá yfirvöldum Bandaríkjanna fyrir hvern hann væri að vinna, eins og lögin segja til um. Þá starfaði Pettan með Konstantin Kilimnik í Úkraínu. Því hefur verið haldið fram af yfirvöldum Bandaríkjanna að Kilimnik, sem einnig var náinn samstarfsmaður Manafort, sé rússneskur njósnari. Hann hefur verið ákærður fyrir að reyna að hindra framgang réttvísinnar með því að hafa áhrif á vitni í Rússarannsókn Mueller, eins og hún er kölluð. Saman munu Patten og Kilimnik hafa hjálpað ónafngreindum erlendum aðila að kaupa miða á embættistöku Trump fyrir 50 þúsund dali. Þeir réðu bandarískan mann til að kaupa miðana en erlendi aðilinn mætti á embættistökuna með Patten. Ekki maðurinn sem keypti miðana. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. Patten játaði að hafa séð um að koma 50 þúsund dala fjárframlagi frá erlendum aðila í embættistökusjóð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Um er að ræða mál sem rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, komust á snoðir um við rannsókn þeirra á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og vísuðu til saksóknara í Washington DC. Patten á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm en hann hét því að starfa með rannsakendum í skiptum fyrir yfirlýsingu saksóknara um mildari dóm en ella. Auk þess að hafa starfað fyrir stjórnmálaflokkinn Oppostition Bloc í Úkraínu starfaði Patten einnig um tíma fyrir umdeilda fyrirtækið Cambridge Analytica. Þá starfaði hann einnig með Paul Manafort til langs tíma. Paul Manafort er hvað best þekktur sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump.Manafort var nýverið dæmdur fyrir peningaþvott og banka- og skattsvik. Þá stendur til að rétta yfir honum í öðru máli á næstunni þar sem hann hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og fyrir að hafa ekki skráð sig sem útsendari erlendra aðila, sem er sama brot og Patten hefur játað.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinPatten mun hafa starfað sem útsendari Opposition Bloc á árunum 2015 til 17 og reyndi hann að hafa áhrif á ýmsa þingmenn Bandaríkjanna á þeim tíma, án þess að skrá hjá yfirvöldum Bandaríkjanna fyrir hvern hann væri að vinna, eins og lögin segja til um. Þá starfaði Pettan með Konstantin Kilimnik í Úkraínu. Því hefur verið haldið fram af yfirvöldum Bandaríkjanna að Kilimnik, sem einnig var náinn samstarfsmaður Manafort, sé rússneskur njósnari. Hann hefur verið ákærður fyrir að reyna að hindra framgang réttvísinnar með því að hafa áhrif á vitni í Rússarannsókn Mueller, eins og hún er kölluð. Saman munu Patten og Kilimnik hafa hjálpað ónafngreindum erlendum aðila að kaupa miða á embættistöku Trump fyrir 50 þúsund dali. Þeir réðu bandarískan mann til að kaupa miðana en erlendi aðilinn mætti á embættistökuna með Patten. Ekki maðurinn sem keypti miðana.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira