Trump kemur fyrrverandi andstæðingi til aðstoðar Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2018 22:34 Donald Trump og Ted Cruz. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að hjálpa þingmanninum Ted Cruz að ná endurkjöri í Texas. Það er þrátt fyrir að þeir hafi eldað grátt silfur saman í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Trump sagði frá því á Twitter í kvöld að hann myndi halda kosningafund í Texas í október.Það er greinilegt að mikið vatn hefur runnið til sjávar frá kosningabaráttunni þegar þeir veittust ítrekað að hvorum öðrum. Trump sagði eitt sinn að Cruz hefði aldrei áorkað neinu. Hann gaf í skyn að eiginkona Cruz væri ljót og stakk jafnvel upp á því að faðir Cruz hefði komið að morði John F. Kennedy fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá gaf Trump Cruz viðurnefnið „ljúgandi Ted“. Cruz kallaði Trump eitt sinn heigul, rað-framhjáhaldara og lygara og gaf hann í skyn að Repúblikanar ættu ekki að kjósa Trump. Ákvörðun Trump þykir til marks um vandræði Cruz við að halda þingsæti sínu, sem fyrir einungis nokkrum mánuðum var talið eitt öruggasta sæti Repúblikana á öldungadeildinni. Mótframbjóðandi Cruz, Beto O‘Rourke, hefur verið að sækja í sig veðrið. Repúblikanar haf sett aukinn kraft í fjáröflun og ætla sér að setja í gang stærðarinnar auglýsingaherferð. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að hjálpa þingmanninum Ted Cruz að ná endurkjöri í Texas. Það er þrátt fyrir að þeir hafi eldað grátt silfur saman í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Trump sagði frá því á Twitter í kvöld að hann myndi halda kosningafund í Texas í október.Það er greinilegt að mikið vatn hefur runnið til sjávar frá kosningabaráttunni þegar þeir veittust ítrekað að hvorum öðrum. Trump sagði eitt sinn að Cruz hefði aldrei áorkað neinu. Hann gaf í skyn að eiginkona Cruz væri ljót og stakk jafnvel upp á því að faðir Cruz hefði komið að morði John F. Kennedy fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá gaf Trump Cruz viðurnefnið „ljúgandi Ted“. Cruz kallaði Trump eitt sinn heigul, rað-framhjáhaldara og lygara og gaf hann í skyn að Repúblikanar ættu ekki að kjósa Trump. Ákvörðun Trump þykir til marks um vandræði Cruz við að halda þingsæti sínu, sem fyrir einungis nokkrum mánuðum var talið eitt öruggasta sæti Repúblikana á öldungadeildinni. Mótframbjóðandi Cruz, Beto O‘Rourke, hefur verið að sækja í sig veðrið. Repúblikanar haf sett aukinn kraft í fjáröflun og ætla sér að setja í gang stærðarinnar auglýsingaherferð.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira