Kulnun og maraþon Guðmundur Steingrímsson skrifar 20. ágúst 2018 06:30 Ég þekki fólk sem hefur upplifað kulnun í vinnu. Ég skal viðurkenna að mér fannst skrítið að heyra af þessu ástandi fyrst. Það passaði ekki alveg í hausnum á mér. Um er að ræða afskaplega duglegt fólk með sitt á hreinu og ofurklárt í sínu fagi. Svo frétti ég semsagt þetta: Það var komið í leyfi. Það gat ekki unnið meira. Vinnan var orðin óbærileg. Vinnuumhverfið niðurdrepandi. Allur sýnilegur tilgangur með vinnuálaginu var fokinn út í veður og vind. Ég held að flestir þekki fólk sem hefur kulnað í vinnu, ef það hefur ekki einfaldlega kulnað í vinnu sjálft. Nýjustu upplýsingar gefa til kynna að þetta ásigkomulag sé að verða sífellt algengara. Æ fleiri sækja sér aðstoð vegna kulnunar. Maður þarf í raun ekki að kafa lengi í sitt eigið sálarlíf til þess að uppgötva hvernig kulnun gæti átt sér stað. Oft hefur maður í gegnum tíðina fundið þessar tilfinningar í vinnu: Tilgangsleysi. Doða. Yfirþyrmandi leiða. Óbærilegt álag. Ef sú líðan yrði viðvarandi, en ekki bara tímabundin, myndi kulnun blasa við.Að þekkja mörkin Undanfarið hefur verið keyrð í fjölmiðlum ákaflega þörf auglýsingaherferð út af kulnun. Þar er því beint til fólks að það eigi að þekkja mörk sín. Jafnvel hetjur keyra sig út í starfi, er sagt. Það er hverju orði sannara. Hetja eða ekki hetja. Það gildir einu. Málið snýst ekki um, held ég, hvort viðkomandi manneskjur séu klárar, hæfar eða duglegar í vinnu. Málið snýst frekar um það, að einmitt klárar, hæfar, duglegar, samviskusamar manneskjur hætta að sjá tilgang með streði sínu. Lífið missir litina. Þannig að, já, þetta er líklega rétt, en hitt finnst mér aftur umdeilanlegra: Þekktu þín mörk, segir í auglýsingunni. Er það fyllilega sanngjörn beiðni?Annar fókus Ég er ekki frá því að viðureignin við kulnun sé mun fremur spurning um að samfélagið, vinnumarkaðurinn, læri að þekkja mörk vinnandi fólks. Hver er krafa fólks í dag og hvað vill það fá út úr lífinu? Hvernig hefur sú krafa breyst? Starfskraftur á vinnustað sem þekkir sín mörk og er síendurtekið að segja fólki frá þeim mörkum er ekki líklegur – og þetta er kalt mat – til þess að skapa sér miklar vinsældir samstarfsfólks eða vinnuveitanda. Þannig er menningin. Það eru afskaplega fáir í þeirri stöðu í vinnu sinni að geta sagt öðrum að nú sé komið gott í dag, og að nú sé mál til komið að fara heim og gera eitthvað skemmtilegt með börnunum. Fara í sund. Skreppa í Húsdýragarðinn. Þrýstingur flestra vinnustaða er algjörlega í hina áttina. Mættu, vertu, ekki væla. Við erum öll að streða hérna, manneskja. Fókusinn í auglýsingunni er því ekki alveg réttur, finnst mér. Ég er langt í frá sérfræðingur í málinu en ætla þó að kasta pælingum í púkkið: Mér sýnist hafa myndast gjá milli væntinga fólks til lífsins annars vegar og gildanna sem enn ríkja á vinnumarkaði hins vegar. Fjölskyldufólk er ekki reiðubúið lengur að fórna uppvaxtarárum barna sinna í það að ná einhverjum rosalegum árangri í vinnunni, jafnvel fyrir ókunnuga gaura úti í bæ sem græða á puðinu. Jafnvel hin göfugustu störf, þjónustuverk í almannaþágu eða leit að lækningu við krabbameini, geta kafnað í botnlausum leiðindum vegna starfsmannamála, tilætlunarsemi annarra eða ósanngjarnrar yfirstjórnar. Allt í einu fara sólarhringarnir að einkennast af vanlíðan. Það sem hefur breyst er þá semsagt þetta: Fólk er ekki lengur reiðubúið að eyða drjúgum hluta ævi sinnar í vanlíðan í vinnunni. Til hvers? Vinnan er ekki lengur númer eitt.Hvað er til ráða? En samt þarf að vinna. Það þarf að lækna, kenna, búa til hluti, þjónusta fólk, uppgötva, skemmta og skeina. Það er mikilvægt að störfum sé sinnt af metnaði. Hvernig fólk vinnur vinnuna sína getur haft úrslitaáhrif á gæði lífsins fyrir afskaplega marga. Hin gamla, rótgróna krafa um að fólk fórni sér, fjölskyldu sinni, sálarheill og heilbrigði fyrir vinnuna er hins vegar úrelt. Hvað er þá til ráða? Ég held að það þurfi auglýsingaherferð í kjölfarið á hinni þar sem skorað er á vinnuveitendur að kynna sér mörk starfsfólksins. Svo þarf að gjörbreyta atvinnulífinu. Kannski þarf atvinnulífið að verða meira eins og Reykjavíkurmaraþon. Þar tekst fólk á við alls konar mismunandi áskoranir, vegalengdir, á eigin forsendum, miðað við eigin getu og áhuga. Fólk leggur sig allt fram og það sem meira er, það er hvatt áfram af alls konar fólki á hliðarlínunni, en ekki drepið niður. Niðurstaðan er ótrúleg: Samanlagt hljóp fólk á laugardaginn, í alls konar formi, 176.994 kílómetra. Það er ríflega fjórum sinnum umhverfis jörðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég þekki fólk sem hefur upplifað kulnun í vinnu. Ég skal viðurkenna að mér fannst skrítið að heyra af þessu ástandi fyrst. Það passaði ekki alveg í hausnum á mér. Um er að ræða afskaplega duglegt fólk með sitt á hreinu og ofurklárt í sínu fagi. Svo frétti ég semsagt þetta: Það var komið í leyfi. Það gat ekki unnið meira. Vinnan var orðin óbærileg. Vinnuumhverfið niðurdrepandi. Allur sýnilegur tilgangur með vinnuálaginu var fokinn út í veður og vind. Ég held að flestir þekki fólk sem hefur kulnað í vinnu, ef það hefur ekki einfaldlega kulnað í vinnu sjálft. Nýjustu upplýsingar gefa til kynna að þetta ásigkomulag sé að verða sífellt algengara. Æ fleiri sækja sér aðstoð vegna kulnunar. Maður þarf í raun ekki að kafa lengi í sitt eigið sálarlíf til þess að uppgötva hvernig kulnun gæti átt sér stað. Oft hefur maður í gegnum tíðina fundið þessar tilfinningar í vinnu: Tilgangsleysi. Doða. Yfirþyrmandi leiða. Óbærilegt álag. Ef sú líðan yrði viðvarandi, en ekki bara tímabundin, myndi kulnun blasa við.Að þekkja mörkin Undanfarið hefur verið keyrð í fjölmiðlum ákaflega þörf auglýsingaherferð út af kulnun. Þar er því beint til fólks að það eigi að þekkja mörk sín. Jafnvel hetjur keyra sig út í starfi, er sagt. Það er hverju orði sannara. Hetja eða ekki hetja. Það gildir einu. Málið snýst ekki um, held ég, hvort viðkomandi manneskjur séu klárar, hæfar eða duglegar í vinnu. Málið snýst frekar um það, að einmitt klárar, hæfar, duglegar, samviskusamar manneskjur hætta að sjá tilgang með streði sínu. Lífið missir litina. Þannig að, já, þetta er líklega rétt, en hitt finnst mér aftur umdeilanlegra: Þekktu þín mörk, segir í auglýsingunni. Er það fyllilega sanngjörn beiðni?Annar fókus Ég er ekki frá því að viðureignin við kulnun sé mun fremur spurning um að samfélagið, vinnumarkaðurinn, læri að þekkja mörk vinnandi fólks. Hver er krafa fólks í dag og hvað vill það fá út úr lífinu? Hvernig hefur sú krafa breyst? Starfskraftur á vinnustað sem þekkir sín mörk og er síendurtekið að segja fólki frá þeim mörkum er ekki líklegur – og þetta er kalt mat – til þess að skapa sér miklar vinsældir samstarfsfólks eða vinnuveitanda. Þannig er menningin. Það eru afskaplega fáir í þeirri stöðu í vinnu sinni að geta sagt öðrum að nú sé komið gott í dag, og að nú sé mál til komið að fara heim og gera eitthvað skemmtilegt með börnunum. Fara í sund. Skreppa í Húsdýragarðinn. Þrýstingur flestra vinnustaða er algjörlega í hina áttina. Mættu, vertu, ekki væla. Við erum öll að streða hérna, manneskja. Fókusinn í auglýsingunni er því ekki alveg réttur, finnst mér. Ég er langt í frá sérfræðingur í málinu en ætla þó að kasta pælingum í púkkið: Mér sýnist hafa myndast gjá milli væntinga fólks til lífsins annars vegar og gildanna sem enn ríkja á vinnumarkaði hins vegar. Fjölskyldufólk er ekki reiðubúið lengur að fórna uppvaxtarárum barna sinna í það að ná einhverjum rosalegum árangri í vinnunni, jafnvel fyrir ókunnuga gaura úti í bæ sem græða á puðinu. Jafnvel hin göfugustu störf, þjónustuverk í almannaþágu eða leit að lækningu við krabbameini, geta kafnað í botnlausum leiðindum vegna starfsmannamála, tilætlunarsemi annarra eða ósanngjarnrar yfirstjórnar. Allt í einu fara sólarhringarnir að einkennast af vanlíðan. Það sem hefur breyst er þá semsagt þetta: Fólk er ekki lengur reiðubúið að eyða drjúgum hluta ævi sinnar í vanlíðan í vinnunni. Til hvers? Vinnan er ekki lengur númer eitt.Hvað er til ráða? En samt þarf að vinna. Það þarf að lækna, kenna, búa til hluti, þjónusta fólk, uppgötva, skemmta og skeina. Það er mikilvægt að störfum sé sinnt af metnaði. Hvernig fólk vinnur vinnuna sína getur haft úrslitaáhrif á gæði lífsins fyrir afskaplega marga. Hin gamla, rótgróna krafa um að fólk fórni sér, fjölskyldu sinni, sálarheill og heilbrigði fyrir vinnuna er hins vegar úrelt. Hvað er þá til ráða? Ég held að það þurfi auglýsingaherferð í kjölfarið á hinni þar sem skorað er á vinnuveitendur að kynna sér mörk starfsfólksins. Svo þarf að gjörbreyta atvinnulífinu. Kannski þarf atvinnulífið að verða meira eins og Reykjavíkurmaraþon. Þar tekst fólk á við alls konar mismunandi áskoranir, vegalengdir, á eigin forsendum, miðað við eigin getu og áhuga. Fólk leggur sig allt fram og það sem meira er, það er hvatt áfram af alls konar fólki á hliðarlínunni, en ekki drepið niður. Niðurstaðan er ótrúleg: Samanlagt hljóp fólk á laugardaginn, í alls konar formi, 176.994 kílómetra. Það er ríflega fjórum sinnum umhverfis jörðina.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun