Svekktur og sáttur á sama tíma Hjörvar Ólafsson skrifar 20. ágúst 2018 06:30 Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður mótsins. mynd/heimasíða ehf Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri tapaði fyrir Svíþjóð, 32-27, í úrslitaleik á Evrópumótinu sem fram fór í Króatíu. Eftir sveiflukenndan fyrri hálfleik, þar sem Svíar hófu leikinn betur og íslenska liðinu óx svo ásmegin eftir því sem á leið, var staðan jöfn í hálfleik. Seinni hálfleikur var jafn framan af, en leikmenn Svía höfðu þó frumkvæðið og fóru að lokum með fimm marka sigur af hólmi. Heimir Ríkharðsson, þjálfari liðsins, var svekktur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn. Hann vildi þó heldur einblína á þá fjölmörgu jákvæðu punkta sem hægt væri að taka úr mótinu öllu en tapið í úrslitaleiknum. Sem keppnismaður væri hann að sjálfsögðu súr með tapið, en þegar heildarmyndin væri skoðuð ættu menn að fara ánægðir heim. „Við byrjuðum þennan leik illa, en sýndum svo karakter að koma okkur inn í leikinn. Við gerðum hins vegar of mörk tæknimistök í upphafi seinni hálfleiks og það var enginn sem náði að taka af skarið og leiða aðra endurkomu. Því fór sem fór, en ég er ofboðslega sáttur við spilamennsku leikmanna í þessum leik og frammistöðuna á mótinu í heild sinni,“ sagði Heimir um úrslitaleikinn.Heimir Ríkarðsson þjálfari (t.h.) hefur starfað í kringum yngri landslið Ísland í rúm 30 ár en Andrés Kristjánsson (t.v.) fór á sitt fyrsta stórmót sem sjúkraþjálfari með A landsliði karla á HM í Sviss árið 1986.HSÍ„Þegar litið er yfir leiki okkar á mótinu þá eru margir leikmenn sem eru að bæta sig heilmikið og liðsheildin var algerlega frábær. Varnarmennirnir okkar þrír í miðri vörninni voru geggjaðir, Stiven Valencia stóð sig vel bæði í hlutverkinu sem við fólum honum í varnarleiknum og í sóknarleiknum. Viktor Gísli Hallgrímsson varði á löngum köflum frábærlega og Haukur Þrastarson vakti verðskuldaða eftirtekt fyrir frammistöðu sína. Varnarleikurinn var frábær á mótinu og sóknarleikurinn gekk smurt og ég er ánægður með það,“ sagði Heimir. „Mér finnst margt líkt með þessu liði og því sem varð Evrópumeistari í þessum aldursflokki undir minni stjórn árið 2003. Þar voru leikmenn á borð við Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Björgvin Pál Gústavsson sem síðan voru burðarásar í A-landsliðinu í fjölmörg ár. Nú verða þessir leikmenn sem við eigum núna að vera þolinmóðir og leggja hart að sér. Það eru margir leikmenn hér sem hafa alla burði til þess að ná langt, þeir eru hins vegar ungir og eiga fjölmargt eftir ólært. Þeir eiga að mínu mati að halda kyrru fyrir heima næstu misserin og öðlast meiri reynslu með því að leika í Olís-deildinni,“ sagði Heimir um framhaldið hjá lærisveinum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri tapaði fyrir Svíþjóð, 32-27, í úrslitaleik á Evrópumótinu sem fram fór í Króatíu. Eftir sveiflukenndan fyrri hálfleik, þar sem Svíar hófu leikinn betur og íslenska liðinu óx svo ásmegin eftir því sem á leið, var staðan jöfn í hálfleik. Seinni hálfleikur var jafn framan af, en leikmenn Svía höfðu þó frumkvæðið og fóru að lokum með fimm marka sigur af hólmi. Heimir Ríkharðsson, þjálfari liðsins, var svekktur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn. Hann vildi þó heldur einblína á þá fjölmörgu jákvæðu punkta sem hægt væri að taka úr mótinu öllu en tapið í úrslitaleiknum. Sem keppnismaður væri hann að sjálfsögðu súr með tapið, en þegar heildarmyndin væri skoðuð ættu menn að fara ánægðir heim. „Við byrjuðum þennan leik illa, en sýndum svo karakter að koma okkur inn í leikinn. Við gerðum hins vegar of mörk tæknimistök í upphafi seinni hálfleiks og það var enginn sem náði að taka af skarið og leiða aðra endurkomu. Því fór sem fór, en ég er ofboðslega sáttur við spilamennsku leikmanna í þessum leik og frammistöðuna á mótinu í heild sinni,“ sagði Heimir um úrslitaleikinn.Heimir Ríkarðsson þjálfari (t.h.) hefur starfað í kringum yngri landslið Ísland í rúm 30 ár en Andrés Kristjánsson (t.v.) fór á sitt fyrsta stórmót sem sjúkraþjálfari með A landsliði karla á HM í Sviss árið 1986.HSÍ„Þegar litið er yfir leiki okkar á mótinu þá eru margir leikmenn sem eru að bæta sig heilmikið og liðsheildin var algerlega frábær. Varnarmennirnir okkar þrír í miðri vörninni voru geggjaðir, Stiven Valencia stóð sig vel bæði í hlutverkinu sem við fólum honum í varnarleiknum og í sóknarleiknum. Viktor Gísli Hallgrímsson varði á löngum köflum frábærlega og Haukur Þrastarson vakti verðskuldaða eftirtekt fyrir frammistöðu sína. Varnarleikurinn var frábær á mótinu og sóknarleikurinn gekk smurt og ég er ánægður með það,“ sagði Heimir. „Mér finnst margt líkt með þessu liði og því sem varð Evrópumeistari í þessum aldursflokki undir minni stjórn árið 2003. Þar voru leikmenn á borð við Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Björgvin Pál Gústavsson sem síðan voru burðarásar í A-landsliðinu í fjölmörg ár. Nú verða þessir leikmenn sem við eigum núna að vera þolinmóðir og leggja hart að sér. Það eru margir leikmenn hér sem hafa alla burði til þess að ná langt, þeir eru hins vegar ungir og eiga fjölmargt eftir ólært. Þeir eiga að mínu mati að halda kyrru fyrir heima næstu misserin og öðlast meiri reynslu með því að leika í Olís-deildinni,“ sagði Heimir um framhaldið hjá lærisveinum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira