Páfi lofar því að kirkjan hylmi ekki lengur yfir með níðingum Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 13:41 Frans páfi stílaði bréf sitt á allt kaþólskt fólk, um 1,2 milljarða manna. Það er í fyrsta skipti sem páfi tekur á kynferðisbrotum innan kirkjunnar við allt kaþólskt fólk. Vísir/EPA Kynferðisbrot kaþólskra presta hafa lengi verið hunsuð eða þögguð niður og uppræta þarf þá menningu. Þetta kemur fram í bréfi sem Frans páfi hefur skrifað kaþólsku fólki um allan heim. Þar lofar páfi því að kirkjan muni ekki lengur hylma yfir misnotkun innan hennar. Ásakanir um áralanga misnotkun kirkjunnar manna á sóknarbörnum hafa komið fram í fjölda landa. Þannig birti ákærudómstóll í Bandaríkjunum nýlega gögn um umfangsmikla kynferðislega misnotkun presta á börnum í Pennsylvaníuríki og yfirhylmingu yfirmanna kirkjunnar á henni. Bréf páfa til kaþólsks fólks er sagt fordæmalaust. Fyrri bréf páfa sem varða kynferðisbrot innan kirkjunnar hafa fram að þessu aðeins farið til biskupa og sóknarbarna í einstökum ríkjum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bréfið var stílað á „guðsfólk“. „Við höfum gert okkur grein fyrir því að þessi sár hverfa aldrei og að þau krefjast þess að við fordæmum þessi voðaverk af hörku og tökum saman höndum um að uppræta þessa dauðamenningu,“ skrifar páfi sem heitir því að kirkjan muni koma í veg fyrir frekari misnotkun og yfirhylmingu. Varðandi brotin í Pennsylvaníu sagði páfi að þau tilheyrðu flest fortíðinni. Ljóst væri þó að þau hafi lengi verið „hunsuð, haldið leyndum eða þau þögguð niður“. Í gögnum ákærudómstólsins kom fram að 301 kaþólskur prestur hefði misnotað þúsundir barna kynferðislega undanfarin sjötíu ár. Páfi er á leið í opinbera heimsókn til Írlands en þar hefur mikil umræða um brot kaþólskra presta farið fram undanfarin ár. Írland Tengdar fréttir Yfirvöld Síle þvinga svör úr kirkjunni Saksóknari segir lögreglu hafa fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál innan kirkjunnar sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. 31. júlí 2018 14:17 Kaþólskir prestar brutu kynferðislega gegn þúsundum barna í Pennsylvaníu Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. 15. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Kynferðisbrot kaþólskra presta hafa lengi verið hunsuð eða þögguð niður og uppræta þarf þá menningu. Þetta kemur fram í bréfi sem Frans páfi hefur skrifað kaþólsku fólki um allan heim. Þar lofar páfi því að kirkjan muni ekki lengur hylma yfir misnotkun innan hennar. Ásakanir um áralanga misnotkun kirkjunnar manna á sóknarbörnum hafa komið fram í fjölda landa. Þannig birti ákærudómstóll í Bandaríkjunum nýlega gögn um umfangsmikla kynferðislega misnotkun presta á börnum í Pennsylvaníuríki og yfirhylmingu yfirmanna kirkjunnar á henni. Bréf páfa til kaþólsks fólks er sagt fordæmalaust. Fyrri bréf páfa sem varða kynferðisbrot innan kirkjunnar hafa fram að þessu aðeins farið til biskupa og sóknarbarna í einstökum ríkjum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bréfið var stílað á „guðsfólk“. „Við höfum gert okkur grein fyrir því að þessi sár hverfa aldrei og að þau krefjast þess að við fordæmum þessi voðaverk af hörku og tökum saman höndum um að uppræta þessa dauðamenningu,“ skrifar páfi sem heitir því að kirkjan muni koma í veg fyrir frekari misnotkun og yfirhylmingu. Varðandi brotin í Pennsylvaníu sagði páfi að þau tilheyrðu flest fortíðinni. Ljóst væri þó að þau hafi lengi verið „hunsuð, haldið leyndum eða þau þögguð niður“. Í gögnum ákærudómstólsins kom fram að 301 kaþólskur prestur hefði misnotað þúsundir barna kynferðislega undanfarin sjötíu ár. Páfi er á leið í opinbera heimsókn til Írlands en þar hefur mikil umræða um brot kaþólskra presta farið fram undanfarin ár.
Írland Tengdar fréttir Yfirvöld Síle þvinga svör úr kirkjunni Saksóknari segir lögreglu hafa fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál innan kirkjunnar sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. 31. júlí 2018 14:17 Kaþólskir prestar brutu kynferðislega gegn þúsundum barna í Pennsylvaníu Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. 15. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Yfirvöld Síle þvinga svör úr kirkjunni Saksóknari segir lögreglu hafa fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál innan kirkjunnar sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. 31. júlí 2018 14:17
Kaþólskir prestar brutu kynferðislega gegn þúsundum barna í Pennsylvaníu Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. 15. ágúst 2018 08:00