Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari FH, verður sérstakur gestur í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld.
Pepsimörkin fara þá vel yfir leikið sautjándu umferðarinnar sem lýkur á eftir með tveimur leikjum þar sem barist er á sitthvorum enda vallarins.
Fjölnismenn fá þá Víkinga í heimsókn í Grafarvoginn í botnslag og Breiðablik tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í toppslag á Kópavogsvellinum.
Pepsimörkin hefjast strax á eftir beinni útsendingu frá leik Breiðabliks og Vals eða klukkan 21.15.
Gunnar Jarl Jónsson og Þorvaldur Örlygsson verða sérfræðingar þáttarins í kvöld og umsjónarmaðurinn er eins og alltaf Hörður Magnússon.
Ástríðan verður líka á sínum stað í Pepsimörkunum í kvöld en Stefán Árni Pálsson heimsótti Floridana völlinn í gær. Fylkismenn eru nýbúnir að skipta í gervigras á velli sínum og eru með eitt flottasta „vippið“ á landinu.
FH-ingar eru úr leik í bikarnum og eiga ekki lengur möguleika á Íslandsmeistaratitlinum þegar fimm leikir eru eftir. Þeir eru líka þremur stigum frá Evrópusæti eins og staðan er núna.
Hörður og félagar hans munu örugglega spyrja Ólaf út í gengi FH-liðsins í sumar og hvernig hann sér síðustu umferðir tímabilsins þar sem FH-liðið berst fyrir Evrópusæti.
Ólafur Kristjánsson mætir í Pepsimörkin í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn

Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn