Enn hætta í Hítardal Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2018 19:30 Enn er hætta á skriðuhlaupi í Fagraskógarfjalli í Hítardal eftir framhlaupið sumar sem olli mikilli eyðilegginu á landi. Nýtt sprungusár hefur myndast í fjallinu og ekki er hægt að segja til um hvenær bergið losnar frá. Framhlaupið í Fagraskógarfjalli 7. júlí er með því stærra sem orðið hefur á Íslandi og telja sérfræðingar að hlaupið hafi komið hratt niður eða farið um 40-50 metra á sekúndu. Aftur hrundi úr toppi framhlaupsins tæpri viku síðar og síðan þá hefur myndast myndarleg sprunga í innanverðu skriðusárinu. Talið er að spildan sem sé að losna frá fjallinu sé á bilinu 50-150 þúsund rúmmetrar og er fólki enn ráðlagt að vera ekki á þessu slóðum. „Við eigum alveg von á því að það getir hrunið þarna úr á næstu dögum, vikum eða jafnvel mánuðum,“ segir Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Ekki er talið að ef skriðan falli að hún fari aðra leið en framhlaupið í sumar. Jón segir að hægt sé að sjá svona hreyfingar fyrir með gervihnattagreiningum en sérfræðingar urðu fyrst varir við hreyfingar í Hítardal fyrir þremur árum. Ekki liggur fyrir hvað olli framhlaupinu í sumar en ekki er talið ólíklegt að rigning og veðurfar hafi átt hlut að máli. Áður hefur það þekkst að sérfræðingar hafi komið af stað snjó- eða berghlaupi til að afstýra náttúru vá en það hefur ekki verið rætt vegna sprungunnar í Hítardal. „Við höfum svona aðeins velt þessu fyrir okkur: kannski það sem yrði erfiðast væri að koma sprengibúnaðinum fyrir því þá væru við að setja sérfræðingana í hættu, þannig að það þyrfti þá að ræða hvaða lausnir væri hentugar í þessu. Það hefur nú verið gert, eins og í Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjörð að þá voru sprengdir niður steinar til að draga úr grjóthrunshættu. Þannig að þetta hefur verið gert en aðstæður þar eru kannski mun þægilegri heldur en aðstæður eru þarna núna,“ segir Jón Kristinn. Sprungan sem hefur myndast er um 70-80 metrar að lengd og er í um 20-30 metra fjarlægð frá brún fjallsins. Hæð spildunnar sem gæti fallið er um 100 metrar. Jón segir að stórar skriður hafa verið áberandi á undanförnum árum og ekki hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. Erfitt sé þó að fullyrða um þetta vegna þess að tilvikin eru fá og langan tíma þarf til þess að breyting verði tölfræðilega marktæk.Uppfært:Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur vildi árétta að sérfræðingar hafi séð hreyfingar á svæðinu í Fagraskógarfjalli þegar farið var að skoða gervihnattamyndir aftur í tímann og að þar hafi sést að hreyfingar hafi hafist í fjallinu fyrir þremur árum. Hann vonast til þess að þá tækni sé hægt að nota til að greina fleiri svæði. Þá segir hann að berghlaup hafi ekki áður verið srengd fram heldur aðeins minni skriður og það með misgóðum árangri. Tengdar fréttir Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00 Ráðleggja fólki að halda sig fjarri Fagraskógarfjalli Sprunga hefur myndast innnan við sár skriðunnar sem féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal 7. júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 13. ágúst 2018 19:47 Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Enn er hætta á skriðuhlaupi í Fagraskógarfjalli í Hítardal eftir framhlaupið sumar sem olli mikilli eyðilegginu á landi. Nýtt sprungusár hefur myndast í fjallinu og ekki er hægt að segja til um hvenær bergið losnar frá. Framhlaupið í Fagraskógarfjalli 7. júlí er með því stærra sem orðið hefur á Íslandi og telja sérfræðingar að hlaupið hafi komið hratt niður eða farið um 40-50 metra á sekúndu. Aftur hrundi úr toppi framhlaupsins tæpri viku síðar og síðan þá hefur myndast myndarleg sprunga í innanverðu skriðusárinu. Talið er að spildan sem sé að losna frá fjallinu sé á bilinu 50-150 þúsund rúmmetrar og er fólki enn ráðlagt að vera ekki á þessu slóðum. „Við eigum alveg von á því að það getir hrunið þarna úr á næstu dögum, vikum eða jafnvel mánuðum,“ segir Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Ekki er talið að ef skriðan falli að hún fari aðra leið en framhlaupið í sumar. Jón segir að hægt sé að sjá svona hreyfingar fyrir með gervihnattagreiningum en sérfræðingar urðu fyrst varir við hreyfingar í Hítardal fyrir þremur árum. Ekki liggur fyrir hvað olli framhlaupinu í sumar en ekki er talið ólíklegt að rigning og veðurfar hafi átt hlut að máli. Áður hefur það þekkst að sérfræðingar hafi komið af stað snjó- eða berghlaupi til að afstýra náttúru vá en það hefur ekki verið rætt vegna sprungunnar í Hítardal. „Við höfum svona aðeins velt þessu fyrir okkur: kannski það sem yrði erfiðast væri að koma sprengibúnaðinum fyrir því þá væru við að setja sérfræðingana í hættu, þannig að það þyrfti þá að ræða hvaða lausnir væri hentugar í þessu. Það hefur nú verið gert, eins og í Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjörð að þá voru sprengdir niður steinar til að draga úr grjóthrunshættu. Þannig að þetta hefur verið gert en aðstæður þar eru kannski mun þægilegri heldur en aðstæður eru þarna núna,“ segir Jón Kristinn. Sprungan sem hefur myndast er um 70-80 metrar að lengd og er í um 20-30 metra fjarlægð frá brún fjallsins. Hæð spildunnar sem gæti fallið er um 100 metrar. Jón segir að stórar skriður hafa verið áberandi á undanförnum árum og ekki hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. Erfitt sé þó að fullyrða um þetta vegna þess að tilvikin eru fá og langan tíma þarf til þess að breyting verði tölfræðilega marktæk.Uppfært:Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur vildi árétta að sérfræðingar hafi séð hreyfingar á svæðinu í Fagraskógarfjalli þegar farið var að skoða gervihnattamyndir aftur í tímann og að þar hafi sést að hreyfingar hafi hafist í fjallinu fyrir þremur árum. Hann vonast til þess að þá tækni sé hægt að nota til að greina fleiri svæði. Þá segir hann að berghlaup hafi ekki áður verið srengd fram heldur aðeins minni skriður og það með misgóðum árangri.
Tengdar fréttir Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00 Ráðleggja fólki að halda sig fjarri Fagraskógarfjalli Sprunga hefur myndast innnan við sár skriðunnar sem féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal 7. júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 13. ágúst 2018 19:47 Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00
Ráðleggja fólki að halda sig fjarri Fagraskógarfjalli Sprunga hefur myndast innnan við sár skriðunnar sem féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal 7. júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 13. ágúst 2018 19:47
Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21