Hægt að öðlast gráðu í tölvuleikjagerð á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2018 20:00 Nýtt nám á háskólastigi í tölvuleikjagerð er farið af stað hér á landi en stefnt er að því að bjóða upp á námið einnig á framhaldsskólastigi. Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum. Háskólanámið er unnið í samstarfi við norskan skóla þar sem boðið er uppá B.S. nám í tölvuleikjagerð og hófu fyrstu nemarnir nám í síðustu viku. Tölvuleikjagerð í dag snýst ekki einvörðungu um forritun og kóðun. „Þetta er ansi víðfeðmt og tekur til ýmissa greina eins og skipulagningu, verkefnastjórnunar, tónlistar, sögu, íslensku og ensku. Þetta eru allar þessar kjarnagreinar og valfög og meira til þannig að það er ekki nóg fyrir þig að kunna að sitja við tölvuna og forrita þú þarft að skipuleggja leikinn,“ segir Arnbjörn Ólafsson, forstöðumaður markaðs- og alþjóðamála, hjá Keili. Nær engin takmörk eru fyrir því hvað hægt sé að gera í tölvuleikjagerð heldur snýst námið um að vinna úr og þróa hugmyndir. Keilir stefnir að því að bjóða upp á námið á framhaldsskólastigi til stúdentsprófs og hefur undirbúning staðið yfir síðastliðin fjögur ár.Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum.Vísir/gettyNámið er háð því að Menntamálaráðuneytið samþykki áætlanir skólans en með nýju námsbrautinni verða innleiddir nýir kennsluhættir til stúdentsprófs þar sem stuðst verður við reynslu skólans af vendinámi, en þar er hefðbundinni kennslu snúið við og þá skipa sjálfstæð vinnubrögð nemandans háan sess í náminu. Arnbjörn segir mikla möguleika vera fyrir hendi að loknu námi. „Þessi grein er orðin það stór að þetta er farið að velta meira en kvikmyndaiðnaðurinn á heimsvísu,“ segir Arnbjörn. Námið byggir á nánum tengslum við atvinnulífið og hafa Samtök leikjagerðarfyrirtækja á Íslandi, hópur sem er starfræktur innan Samtaka iðnaðarins, og CCP lýst stuðningi við námsbrautina. Arnbjörn segir að eftirspurnin eftir náminu hafi aðallega komið úr atvinnulífinu og nú þegar hafa fimmtíu manns sýnt áhuga á að hefja tölvuleikjanám.Getur maður orðið ríkur af þessu?„Múltímilljóner, en skiptir það öllu máli? Er þetta ekki það sem hugurinn, eða það sem þú hefur áhuga á að nema. Síðan kemur góð atvinna í kjölfarið,“ segir Arnbjörn. Leikjavísir Skóla - og menntamál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Nýtt nám á háskólastigi í tölvuleikjagerð er farið af stað hér á landi en stefnt er að því að bjóða upp á námið einnig á framhaldsskólastigi. Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum. Háskólanámið er unnið í samstarfi við norskan skóla þar sem boðið er uppá B.S. nám í tölvuleikjagerð og hófu fyrstu nemarnir nám í síðustu viku. Tölvuleikjagerð í dag snýst ekki einvörðungu um forritun og kóðun. „Þetta er ansi víðfeðmt og tekur til ýmissa greina eins og skipulagningu, verkefnastjórnunar, tónlistar, sögu, íslensku og ensku. Þetta eru allar þessar kjarnagreinar og valfög og meira til þannig að það er ekki nóg fyrir þig að kunna að sitja við tölvuna og forrita þú þarft að skipuleggja leikinn,“ segir Arnbjörn Ólafsson, forstöðumaður markaðs- og alþjóðamála, hjá Keili. Nær engin takmörk eru fyrir því hvað hægt sé að gera í tölvuleikjagerð heldur snýst námið um að vinna úr og þróa hugmyndir. Keilir stefnir að því að bjóða upp á námið á framhaldsskólastigi til stúdentsprófs og hefur undirbúning staðið yfir síðastliðin fjögur ár.Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum.Vísir/gettyNámið er háð því að Menntamálaráðuneytið samþykki áætlanir skólans en með nýju námsbrautinni verða innleiddir nýir kennsluhættir til stúdentsprófs þar sem stuðst verður við reynslu skólans af vendinámi, en þar er hefðbundinni kennslu snúið við og þá skipa sjálfstæð vinnubrögð nemandans háan sess í náminu. Arnbjörn segir mikla möguleika vera fyrir hendi að loknu námi. „Þessi grein er orðin það stór að þetta er farið að velta meira en kvikmyndaiðnaðurinn á heimsvísu,“ segir Arnbjörn. Námið byggir á nánum tengslum við atvinnulífið og hafa Samtök leikjagerðarfyrirtækja á Íslandi, hópur sem er starfræktur innan Samtaka iðnaðarins, og CCP lýst stuðningi við námsbrautina. Arnbjörn segir að eftirspurnin eftir náminu hafi aðallega komið úr atvinnulífinu og nú þegar hafa fimmtíu manns sýnt áhuga á að hefja tölvuleikjanám.Getur maður orðið ríkur af þessu?„Múltímilljóner, en skiptir það öllu máli? Er þetta ekki það sem hugurinn, eða það sem þú hefur áhuga á að nema. Síðan kemur góð atvinna í kjölfarið,“ segir Arnbjörn.
Leikjavísir Skóla - og menntamál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira