Óli Kristjáns í Pepsimörkunum: „FH verður áfram til þó það nái ekki Evrópu“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 13:30 FH-ingar fagna marki gegn Fylki á sunnudaginn vísir/bára Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH í haust af Heimi Guðjónssyni. FH-liðið hefur ekki staðið undir væntingum í sumar og er í harðri baráttu um að ná Evrópusæti. FH er að gangast undir ýmsar breytingar og með innkomu Ólafs varð mikil hreyfing á leikmannahópnum. Ólafur var sérstakur gestur Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar var tekinn saman listi yfir alla þá nýju leikmenn sem Ólafur fékk til félagsins en þeir eru 12 talsins.S2 Sport„Þetta er langur listi en það voru líka leikmenn sem fóru. Ég held ég hafi tekið það saman og það voru einhverjir 10 eða 11 leikmenn sem fóru frá félaginu,“ sagði Ólafur. „Leikmenn sem höfðu spilað marga leiki; Kassim Doumbia, Bergsveinn, Böðvar, Emil Pálsson, Kristján Flóki og Guðmundur Karl, bara til að nefna nokkra. Við þurftum að bregðast við því.“ FH gæti misst af Evrópusæti í fyrsta skipti í fimmtán ár í haust. Liðið er þremur stigum á eftir KR í fjóðra sætinu þegar bæði lið eiga eftir fimm leiki. „FH verður áfram til sem félag þó það komist ekki í Evrópukeppni, þó það hafi ekki gerst í langan tíma.“ „Það sem við FH-ingar stöndum frammi fyrir er það að við þurfum að horfast í augu við þær áskoranir sem við höfum og við þurfum að vera svolítið heiðarlegir.“Ólafur hefur átt erfitt uppdráttar með lið FH í sumarvísir/bára„Það eru fimm uppaldir leikmenn í FH. Fjórir þeirra eru 30 ára eða eldri.“ Um helgina voru teknar fyrstu skóflustungurnar að nýju knatthúsi sem á að byggja á svæði FH í Hafnarfirðinum. Ólafur sagði aðstöðu FH eins og hún er í dag ekki vera eins góða eins og hjá sumumm öðrum félögum í deildinni. „Aðstaðan, Risinn og Dvergurinn, þó þau séu ágætis hús þá eru þau ekki af fullri stærð. Það eru margir sem halda að þetta sé afsökun en þegar ég fer að hugsa afhverju fyrirgjafir, spilið inn í teig og annað, er ekki betra en raun ber vitni, þá horfi ég á það að sex mánuði á ári þá æfum við í húsi þar sem er ekki hægt að fara út í breidd og gefa fyrir svo það er kannski ekki skrítið að það hökti aðeins.“ „Við skulum vona að mönnum endist líf og heilsa til þess að fá fleiri stig áður en að húsið kemur,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH í haust af Heimi Guðjónssyni. FH-liðið hefur ekki staðið undir væntingum í sumar og er í harðri baráttu um að ná Evrópusæti. FH er að gangast undir ýmsar breytingar og með innkomu Ólafs varð mikil hreyfing á leikmannahópnum. Ólafur var sérstakur gestur Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar var tekinn saman listi yfir alla þá nýju leikmenn sem Ólafur fékk til félagsins en þeir eru 12 talsins.S2 Sport„Þetta er langur listi en það voru líka leikmenn sem fóru. Ég held ég hafi tekið það saman og það voru einhverjir 10 eða 11 leikmenn sem fóru frá félaginu,“ sagði Ólafur. „Leikmenn sem höfðu spilað marga leiki; Kassim Doumbia, Bergsveinn, Böðvar, Emil Pálsson, Kristján Flóki og Guðmundur Karl, bara til að nefna nokkra. Við þurftum að bregðast við því.“ FH gæti misst af Evrópusæti í fyrsta skipti í fimmtán ár í haust. Liðið er þremur stigum á eftir KR í fjóðra sætinu þegar bæði lið eiga eftir fimm leiki. „FH verður áfram til sem félag þó það komist ekki í Evrópukeppni, þó það hafi ekki gerst í langan tíma.“ „Það sem við FH-ingar stöndum frammi fyrir er það að við þurfum að horfast í augu við þær áskoranir sem við höfum og við þurfum að vera svolítið heiðarlegir.“Ólafur hefur átt erfitt uppdráttar með lið FH í sumarvísir/bára„Það eru fimm uppaldir leikmenn í FH. Fjórir þeirra eru 30 ára eða eldri.“ Um helgina voru teknar fyrstu skóflustungurnar að nýju knatthúsi sem á að byggja á svæði FH í Hafnarfirðinum. Ólafur sagði aðstöðu FH eins og hún er í dag ekki vera eins góða eins og hjá sumumm öðrum félögum í deildinni. „Aðstaðan, Risinn og Dvergurinn, þó þau séu ágætis hús þá eru þau ekki af fullri stærð. Það eru margir sem halda að þetta sé afsökun en þegar ég fer að hugsa afhverju fyrirgjafir, spilið inn í teig og annað, er ekki betra en raun ber vitni, þá horfi ég á það að sex mánuði á ári þá æfum við í húsi þar sem er ekki hægt að fara út í breidd og gefa fyrir svo það er kannski ekki skrítið að það hökti aðeins.“ „Við skulum vona að mönnum endist líf og heilsa til þess að fá fleiri stig áður en að húsið kemur,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti