Tilvistarkreppan í Krikanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2018 07:00 Ólafur hefur átt erfitt uppdráttar með lið FH í sumar vísir/bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var gestur Pepsi-markanna í fyrrakvöld þar sem hann sat fyrir svörum um slælegt gengi Fimleikafélagsins í sumar. Ólafur er ekki bara fær þjálfari heldur líka góður sjónvarpsmaður og frammistaða hans í þættinum var prýðileg. Hann var opinn og hreinskilinn, tók ábyrgð og kastaði leikmönnum sínum ekki fyrir ljónin. Hann gaf jafnframt stuðningsmönnum FH og öðrum fótboltaáhugamönnum innsýn í þau verkefni og vandamál sem hann þarf að leysa. Og það er engin vöntun á þeim. Þegar Ólafur tók við FH fékk hann það verkefni að feta í ein stærstu spor íslenskrar fótboltasögu; að taka við af farsælasta þjálfara seinni tíma, Heimi Guðjónssyni. Hann stýrði FH í tíu tímabil. Á þeim tíma urðu FH-ingar fimm sinnum Íslandsmeistarar, einu sinni bikarmeistarar og enduðu fjórum sinnum í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. En eftir að FH varð í 3. sæti í fyrra, fyrsta tímabilið síðan 2002 sem FH-ingar enduðu ekki í öðru tveggja efstu sætanna, ákváðu forráðamenn FH að breyta til, létu Heimi fara og réðu Ólaf í hans stað. Verkefni Ólafs er stórt og mikið og stærra en hann gerði sér grein fyrir eins og hann viðurkenndi í Pepsi-mörkunum. Hann þarf ekki bara að berjast við að halda FH áfram á toppnum heldur að endurnýja leikmannahópinn í leiðinni, auk þess að setja sitt mark á liðið og leikstíl þess. Árangurinn í ár er ekki góður. FH-ingar eru í 5. sæti Pepsi-deildarinnar, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum. FH hefur tekið þátt í Evrópukeppni samfleytt síðan 2004 en nú er liðið þremur stigum frá Evrópusæti þegar fimm umferðum er ólokið. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi FH í vetur. Meira en tíu leikmenn komu og annar eins fjöldi fór. Leikmannakaupin hafa heppnast misvel, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og margir af nýju leikmönnunum hafa valdið vonbrigðum. FH-ingar hafa reyndar verið brokkgengir á félagaskiptamarkaðinum síðustu ár en það hefur ekki komið að sök því kjarninn í liðinu hefur verið sterkur og hlutir eins og föst leikatriði verið í lagi. Sú er ekki raunin í dag. Eins og Ólafur komst ágætlega að orði í Pepsi-mörkunum er FH í hálfgerðri tilvistarkreppu eins og staðan er núna. Síðustu tvö árin hefur gefið á bátinn og FH-ingar eru í breytingaferli. Tímabilið í ár verður alltaf undir væntingum en að ná Evrópusæti myndi gera það ásættanlegt. Og það myndi líka gefa Ólafi meiri tíma og andrými í því vandasama verkefni sem hann stendur frammi fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var gestur Pepsi-markanna í fyrrakvöld þar sem hann sat fyrir svörum um slælegt gengi Fimleikafélagsins í sumar. Ólafur er ekki bara fær þjálfari heldur líka góður sjónvarpsmaður og frammistaða hans í þættinum var prýðileg. Hann var opinn og hreinskilinn, tók ábyrgð og kastaði leikmönnum sínum ekki fyrir ljónin. Hann gaf jafnframt stuðningsmönnum FH og öðrum fótboltaáhugamönnum innsýn í þau verkefni og vandamál sem hann þarf að leysa. Og það er engin vöntun á þeim. Þegar Ólafur tók við FH fékk hann það verkefni að feta í ein stærstu spor íslenskrar fótboltasögu; að taka við af farsælasta þjálfara seinni tíma, Heimi Guðjónssyni. Hann stýrði FH í tíu tímabil. Á þeim tíma urðu FH-ingar fimm sinnum Íslandsmeistarar, einu sinni bikarmeistarar og enduðu fjórum sinnum í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. En eftir að FH varð í 3. sæti í fyrra, fyrsta tímabilið síðan 2002 sem FH-ingar enduðu ekki í öðru tveggja efstu sætanna, ákváðu forráðamenn FH að breyta til, létu Heimi fara og réðu Ólaf í hans stað. Verkefni Ólafs er stórt og mikið og stærra en hann gerði sér grein fyrir eins og hann viðurkenndi í Pepsi-mörkunum. Hann þarf ekki bara að berjast við að halda FH áfram á toppnum heldur að endurnýja leikmannahópinn í leiðinni, auk þess að setja sitt mark á liðið og leikstíl þess. Árangurinn í ár er ekki góður. FH-ingar eru í 5. sæti Pepsi-deildarinnar, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum. FH hefur tekið þátt í Evrópukeppni samfleytt síðan 2004 en nú er liðið þremur stigum frá Evrópusæti þegar fimm umferðum er ólokið. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi FH í vetur. Meira en tíu leikmenn komu og annar eins fjöldi fór. Leikmannakaupin hafa heppnast misvel, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og margir af nýju leikmönnunum hafa valdið vonbrigðum. FH-ingar hafa reyndar verið brokkgengir á félagaskiptamarkaðinum síðustu ár en það hefur ekki komið að sök því kjarninn í liðinu hefur verið sterkur og hlutir eins og föst leikatriði verið í lagi. Sú er ekki raunin í dag. Eins og Ólafur komst ágætlega að orði í Pepsi-mörkunum er FH í hálfgerðri tilvistarkreppu eins og staðan er núna. Síðustu tvö árin hefur gefið á bátinn og FH-ingar eru í breytingaferli. Tímabilið í ár verður alltaf undir væntingum en að ná Evrópusæti myndi gera það ásættanlegt. Og það myndi líka gefa Ólafi meiri tíma og andrými í því vandasama verkefni sem hann stendur frammi fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn