Fagna frelsinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. ágúst 2018 05:00 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. Vísir/Getty Bjartir tímar eru fram undan fyrir Grikki. Þetta sagði Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, í gær eftir að níu ára niðurskurðaraðgerðum og vinnu við að rétta af efnahag landsins lauk. Alvarleg staða efnahagsmálanna þar í landi varð öllum ljós árið 2010 og neyddust Grikkir til að leita til Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, stundum gegn eigin vilja. Þrír neyðarlánapakkar fengust og var heildarupphæð þeirra um 36 billjónir króna, eða 289 milljarðar evra. Grikkir fengu síðustu slíka greiðslu á mánudag. Grikkir eru þó ekki hólpnir enn enda eiga þeir eftir að borga þessi himinháu lán. Tsipras lýsti undanförnum árum sem nokkurs konar nútímaútgáfu Ódysseifskviðu. Ræðu sína flutti Tsipras á eyjunni Íþöku, þangað sem Ódysseifur sneri aftur eftir tíu ára reisu sína sem skáldið Hómer fjallaði um í fyrrnefndri bók. Sagði Tsipras að Grikkir mættu aldrei gleyma þeim erfiðu lexíum sem lærðust undir vökulum augum lánardrottnanna. Kreppunni væri lokið og niðurskurður og afturhald heyrði nú sögunni til. „Í dag erum við frjáls. Við munum aldrei gleyma lexíunum sem við höfum lært. Við munum aldrei gleyma því sem við höfum barist fyrir og við munum aldrei gleyma þeim sem komu okkur í þessa stöðu,“ sagði þessi leiðtogi róttæka vinstriflokksins Syriza. Kreppan og niðurskurðaraðgerðirnar sem fylgdu í kjölfarið höfðu djúpstæð áhrif á líf Grikkja og var táragas tíður gestur þegar mótmælendur söfnuðust saman á Syntagma-torgi fyrir framan þinghúsið. Á undanförnum níu árum hefur atvinnuleysi minnkað úr 28 prósentum þegar hæst stóð í 20 nú. Hagvöxtur var 1,4 prósent í fyrra. Hinn mikli niðurskurður þrýsti fimmtungi þjóðarinnar, samkvæmt BBC, hins vegar niður fyrir fátæktarmörk. Í viðtali við sama miðil á mánudag sagði Alexis Haritsis aðstoðarefnahagsmálaráðherra að niðurskurðarleiðin hefði reynst röng. Ríkisstjórnin heldur því þó enn fram að hún hafi verið nauðsynleg, ella hefði ekki verið hægt að bjarga bankakerfinu og ríkinu hefði verið hent út af evrusvæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Bjartir tímar eru fram undan fyrir Grikki. Þetta sagði Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, í gær eftir að níu ára niðurskurðaraðgerðum og vinnu við að rétta af efnahag landsins lauk. Alvarleg staða efnahagsmálanna þar í landi varð öllum ljós árið 2010 og neyddust Grikkir til að leita til Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, stundum gegn eigin vilja. Þrír neyðarlánapakkar fengust og var heildarupphæð þeirra um 36 billjónir króna, eða 289 milljarðar evra. Grikkir fengu síðustu slíka greiðslu á mánudag. Grikkir eru þó ekki hólpnir enn enda eiga þeir eftir að borga þessi himinháu lán. Tsipras lýsti undanförnum árum sem nokkurs konar nútímaútgáfu Ódysseifskviðu. Ræðu sína flutti Tsipras á eyjunni Íþöku, þangað sem Ódysseifur sneri aftur eftir tíu ára reisu sína sem skáldið Hómer fjallaði um í fyrrnefndri bók. Sagði Tsipras að Grikkir mættu aldrei gleyma þeim erfiðu lexíum sem lærðust undir vökulum augum lánardrottnanna. Kreppunni væri lokið og niðurskurður og afturhald heyrði nú sögunni til. „Í dag erum við frjáls. Við munum aldrei gleyma lexíunum sem við höfum lært. Við munum aldrei gleyma því sem við höfum barist fyrir og við munum aldrei gleyma þeim sem komu okkur í þessa stöðu,“ sagði þessi leiðtogi róttæka vinstriflokksins Syriza. Kreppan og niðurskurðaraðgerðirnar sem fylgdu í kjölfarið höfðu djúpstæð áhrif á líf Grikkja og var táragas tíður gestur þegar mótmælendur söfnuðust saman á Syntagma-torgi fyrir framan þinghúsið. Á undanförnum níu árum hefur atvinnuleysi minnkað úr 28 prósentum þegar hæst stóð í 20 nú. Hagvöxtur var 1,4 prósent í fyrra. Hinn mikli niðurskurður þrýsti fimmtungi þjóðarinnar, samkvæmt BBC, hins vegar niður fyrir fátæktarmörk. Í viðtali við sama miðil á mánudag sagði Alexis Haritsis aðstoðarefnahagsmálaráðherra að niðurskurðarleiðin hefði reynst röng. Ríkisstjórnin heldur því þó enn fram að hún hafi verið nauðsynleg, ella hefði ekki verið hægt að bjarga bankakerfinu og ríkinu hefði verið hent út af evrusvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira