Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2018 19:30 Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi reynst forsetanum erfiður en Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur, hans játaði á sig brot sem bendla forsetann við alvarleg lögbrot. Skömmu áður hafði Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump, verið sakfelldur í aðskildu máli.Sjá einnig: Stutt þungra högga á milliViðurkenndi Cohen meðal annars að hafa greitt tveimur konum, Stormy Daniels og Karen McDougal, til að þagga niður í þeim vegna frásagna þeirra um meint kynferðislegt samband þeirra við Trump. Cohen sagðist hafa gert það að skipan Trump og með hans vitneskju.„Að Cohen hafi framið þessi brot að beiðni eða fyrir tilstuðlan forsetans, það er auðvitað mjög alvarlegt,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Fréttablaðið/Anton BrinkRepúblikanir ekki sýnt vilja til að hlusta á dómsvaldið Að mati Silju er líklegt að játningar Cohen og sakfelling Manafort muni efla Demókrata í andstöðu sinni gegn forsetanum en á meðan Repúblikanar styðji Trump muni málið þó ekki hafa mikil áhrif á hann. „Í eðlilegu stjórnmálaástandi væri þetta auðvitað mjög afgerandi og hlyti að koma af stað miklum viðbrögðum. Í Bandaríkjunum í dag hafa Repúblikanar ekki sýnt vilja til þess að hlusta á dómsvaldið og taka af skarið þegar svona upplýsingar koma fram,“ segir Silja BáraFram undan eru þingkosningar í Bandaríkjunum í haust þar sem líklegt er að Demókratar nái meirihluta í neðri deild þingsins en ólíklegt er að meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni falli. Takist Demókrötum hins vegar að ná meirihluta í báðum deildum gæti staða Trump versnað til muna.„Ef Demókratar ná bæði fulltrúa- og öldungadeildinni eru þeir komnir í þá stöðu að geta ekki bara ákært heldur ráðið því hvernig skipað er í nefndina sem metur ákæruna, þá sem fer með eiginlegt dómsvald í máli ef að það verður ákært fyrir embættisbrot. Það bíður upp á allt aðra útkomu en eins og staðan er núna,“ segir Silja Bára.Trump hefur verið tiltölulega hljóðlátur í dag en hann tók sér þó tíma til þess að segja fylgjendum hans á Twitter að hann gæti ekki mælt með lögfræðiþjónustu Michael Cohen. Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi reynst forsetanum erfiður en Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur, hans játaði á sig brot sem bendla forsetann við alvarleg lögbrot. Skömmu áður hafði Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump, verið sakfelldur í aðskildu máli.Sjá einnig: Stutt þungra högga á milliViðurkenndi Cohen meðal annars að hafa greitt tveimur konum, Stormy Daniels og Karen McDougal, til að þagga niður í þeim vegna frásagna þeirra um meint kynferðislegt samband þeirra við Trump. Cohen sagðist hafa gert það að skipan Trump og með hans vitneskju.„Að Cohen hafi framið þessi brot að beiðni eða fyrir tilstuðlan forsetans, það er auðvitað mjög alvarlegt,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Fréttablaðið/Anton BrinkRepúblikanir ekki sýnt vilja til að hlusta á dómsvaldið Að mati Silju er líklegt að játningar Cohen og sakfelling Manafort muni efla Demókrata í andstöðu sinni gegn forsetanum en á meðan Repúblikanar styðji Trump muni málið þó ekki hafa mikil áhrif á hann. „Í eðlilegu stjórnmálaástandi væri þetta auðvitað mjög afgerandi og hlyti að koma af stað miklum viðbrögðum. Í Bandaríkjunum í dag hafa Repúblikanar ekki sýnt vilja til þess að hlusta á dómsvaldið og taka af skarið þegar svona upplýsingar koma fram,“ segir Silja BáraFram undan eru þingkosningar í Bandaríkjunum í haust þar sem líklegt er að Demókratar nái meirihluta í neðri deild þingsins en ólíklegt er að meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni falli. Takist Demókrötum hins vegar að ná meirihluta í báðum deildum gæti staða Trump versnað til muna.„Ef Demókratar ná bæði fulltrúa- og öldungadeildinni eru þeir komnir í þá stöðu að geta ekki bara ákært heldur ráðið því hvernig skipað er í nefndina sem metur ákæruna, þá sem fer með eiginlegt dómsvald í máli ef að það verður ákært fyrir embættisbrot. Það bíður upp á allt aðra útkomu en eins og staðan er núna,“ segir Silja Bára.Trump hefur verið tiltölulega hljóðlátur í dag en hann tók sér þó tíma til þess að segja fylgjendum hans á Twitter að hann gæti ekki mælt með lögfræðiþjónustu Michael Cohen.
Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30
Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01