Stefnir á að vera innan við 100 klukkustundir Benedikt Bóas skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Eiríkur Ingi segir að það skipti öllu máli að vera með góða styrktaraðila með sér í þessu ævintýri til að hugurinn sé rólegri. Hann er með marga góða með sér í liði en þeir mættu vera fleiri svo draumurinn um að mæta Strasser í Bandaríkjunum á næsta ári geti ræst. Fréttablaðið/Eyþór „Ég er að fara út til að vinna. Auðvitað er fyrsta markmið að klára en ég fer út til að vinna og að slá brautarmetið,“ segir Eiríkur Ingi Jóhannsson, hjólreiðagarpur með meiru. Eiríkur er að fara á morgun til Írlands að keppa í Race Around Ireland sem er rúmlega 2.200 kílómetra leið. Hann ætlar sér að verða innan við 100 klukkutíma að fara þennan hring. Brautarmetið á sjálfur Christoph Strasser, margfaldur heimsmeistari í ofurmaraþonum hjólreiðanna. Hann hefur meðal annars unnið Race Across America fimm sinnum. Strasser kom í mark árið 2013 á 93 klukkustundum og 16 mínútum og var með meðalhraða upp á 23,69 km/klst. Það met ætlar Eiríkur að slá. „Ég er ekki í besta formi heims. En það gekk vel í WOW í sumar en þetta fer eftir veðri og hvernig maður kemst í gang. Markmiðið er allavega að koma fyrstur í mark.“Eiríkur bætti brautarmetið í WOW Cyclothon í ár. Fréttablaðið/Hanna„Ég fór í fyrra í þessa keppni og þá var ég í engu formi og var illa sofinn áður en ég lagði af stað. Í fyrra vildi ég klára og ná í reynslu og var ekkert stressaður með hvar ég endaði. Liðið mitt er að fara núna á tveimur bílum í staðinn fyrir að vera á einum eins og síðast. Það var í fyrsta sinn í sögu keppninnar sem einhver hefur klárað með því að vera með lið í einum bíl enda ekkert grín að vera í bíl í fimm daga.“ Þess má geta að Eiríkur bætti brautarmetið í WOW Cyclothoni í sumar um sex klukkustundir. „Núna er lítið um æfingar, bara að teygja og liðka sig og ná bólgum út. Svo er verið að græja ljós til að rata í myrkrinu og að ég haldist betur vakandi á nóttunni. Það verður í fyrsta skipti sem ég prófa það.“Eins og áður segir er Christoph Strasser kóngurinn í þessum ofurhjólreiðum og vill Eiríkur mæta honum á næsta ári í Race Across America. „Ég á nóg inni. Ég er þungur, þarf að létta mig og þá er ég farinn að hjóla hraðar og ég er ekki búinn að toppa mig – langt frá því. Hann er búinn að vinna Ameríkuhjólreiðarnar fimm sinnum og ætlar að ná í sjötta titilinn á næsta ári og ég veit að hann mun verða í besta formi lífs síns. Hann hefur ekki haft neina samkeppni í ár og ég vona að það verði ég sem veiti honum hana. Það er markmiðið.“ Hægt er að fylgjast með ævintýrum Eiríks hér. Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
„Ég er að fara út til að vinna. Auðvitað er fyrsta markmið að klára en ég fer út til að vinna og að slá brautarmetið,“ segir Eiríkur Ingi Jóhannsson, hjólreiðagarpur með meiru. Eiríkur er að fara á morgun til Írlands að keppa í Race Around Ireland sem er rúmlega 2.200 kílómetra leið. Hann ætlar sér að verða innan við 100 klukkutíma að fara þennan hring. Brautarmetið á sjálfur Christoph Strasser, margfaldur heimsmeistari í ofurmaraþonum hjólreiðanna. Hann hefur meðal annars unnið Race Across America fimm sinnum. Strasser kom í mark árið 2013 á 93 klukkustundum og 16 mínútum og var með meðalhraða upp á 23,69 km/klst. Það met ætlar Eiríkur að slá. „Ég er ekki í besta formi heims. En það gekk vel í WOW í sumar en þetta fer eftir veðri og hvernig maður kemst í gang. Markmiðið er allavega að koma fyrstur í mark.“Eiríkur bætti brautarmetið í WOW Cyclothon í ár. Fréttablaðið/Hanna„Ég fór í fyrra í þessa keppni og þá var ég í engu formi og var illa sofinn áður en ég lagði af stað. Í fyrra vildi ég klára og ná í reynslu og var ekkert stressaður með hvar ég endaði. Liðið mitt er að fara núna á tveimur bílum í staðinn fyrir að vera á einum eins og síðast. Það var í fyrsta sinn í sögu keppninnar sem einhver hefur klárað með því að vera með lið í einum bíl enda ekkert grín að vera í bíl í fimm daga.“ Þess má geta að Eiríkur bætti brautarmetið í WOW Cyclothoni í sumar um sex klukkustundir. „Núna er lítið um æfingar, bara að teygja og liðka sig og ná bólgum út. Svo er verið að græja ljós til að rata í myrkrinu og að ég haldist betur vakandi á nóttunni. Það verður í fyrsta skipti sem ég prófa það.“Eins og áður segir er Christoph Strasser kóngurinn í þessum ofurhjólreiðum og vill Eiríkur mæta honum á næsta ári í Race Across America. „Ég á nóg inni. Ég er þungur, þarf að létta mig og þá er ég farinn að hjóla hraðar og ég er ekki búinn að toppa mig – langt frá því. Hann er búinn að vinna Ameríkuhjólreiðarnar fimm sinnum og ætlar að ná í sjötta titilinn á næsta ári og ég veit að hann mun verða í besta formi lífs síns. Hann hefur ekki haft neina samkeppni í ár og ég vona að það verði ég sem veiti honum hana. Það er markmiðið.“ Hægt er að fylgjast með ævintýrum Eiríks hér.
Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira