Cristiano Ronaldo leiðir ítölsku deildina út úr skugganum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 13:00 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Örlög ítölsku deildarinnar breyttust 10. júlí 2018. Það er dagurinn sem Sería A eignaðist aftur eina af stærstu fótboltastjörnum heims þegar Cristiano Ronaldo ákvað að yfirgefa Evrópumeistara Real Madrid og semja við Juventus. Bestu knattspyrnumenn heims hópuðust til Ítalíu á níunda og tíunda áratugnum en undanfarin ár hefur deildin þurft að sætta sig að halda til í skuggastrætum heimsfótboltans. Þar hafa vissulega spilað öflugir ítalskir knattspyrnumenn en ítalska landsliðið hefur verið í vandræðum og missti sem dæmi á HM í sumar en það hafði ekki gerst í 60 ár. Þessi mikla knattspyrnuþjóð hefur verið alltof lengi í vandræðalegu aukahlutverki í fótboltaheiminum en nú horfir til betri vegar. Enska úrvalsdeildin var stofnuð 1992 og þegar leið að aldarmótunum þá fóru vægi hennar að aukast í hugum bestu fótboltamannanna og peningar höfðu auðvitað mikið að segja. Á meðan enska deildin tók til síns meira og meira minnkaði aðdráttarafl ítölsku deildarinnar.Hollendingarnir Frank Rijkaard, Marco Van Basten og Ruud Gullit léku allir með AC Milan á sama tíma. Þeir eru hér nýkrýndir Evrópumeistarar með hollenska landsliðinu.Vísir/GettyCalciopoli, þegar stórir klúbbar eins og Juventus, AC Milan, Fiorentina og Lazio flæktustu í risamál tengdum hagræðingu úrslita var síðan gríðarlegt áfall fyrir ítalska fótboltann. Juventus, Fiorentina og Lazio voru öll send niður um deild og Juventus missti meistaratitla sína bæði 2005 og 2006. Ítalir voru heimsmeistarar í fótbolta 2006 en hafa síðan aðeins unnið einn leik samanlagt á þremur heimsmeistaramótum (2010, 2014 og 2018). Erfiðir tímar fyrir þessa miklu fótboltaþjóð. Eftir Calciopoli skandalinn tóku heldur mögur ár á meðan ítalska deildin reyndi að byggja upp orðspor sinn á ný og komast á ný í hóp bestu deilda Evrópu. Það hefur tekið deildina rúman áratug að öðlast aftur þá virðingu að geta fengið til sín leikmann eins og Cristiano Ronaldo. Mörg skref hafa samt verið tekin upp á við á síðustu árum. Undanfarin tímabil hefur Juventus liðið verið að minna verulega á sig í Meistaradeildinni með því að komast tvisvar í úrslitaleikinn á síðustu fjórum árum og á síðasta tímabili heilluðu bæði Napoli og Roma fótboltaheiminn með flottri spilamennsku í baráttunni við bestu lið Evrópu. Juventus var heldur ekki eina stórliðið sem styrkti sig í sumar. Mílan-liðin, AC og Internazionale, hafa líka minnt á sig með því að vera stórtæk á leikmannamarkaðnum. AC Milan og Internazionale voru upp á sitt besta þegar ítalska deildin var síðast samastaður margra af bestu leikmanna heims og það er því góðar fréttir fyrir deildina að þau séu bæði að vakna úr hálfgerðu „fótboltadái“. Meistaradeildarfélögin Roma (seldi markvörðinn Alisson til Liverpool) og Napoli (seldi miðjumanninn Jorginho til Chelsea og stjórinn Maurizio Sarri fór þangað líka) þurftu reyndar að horfa á eftir mjög sterkum leikmönnum en hjá Napoli settist Carlo Ancelotti í stjórastólinn og bæði félög keyptu fullt af mönnum. Roma fékk sem dæmi fjórtán nýja leikmenn og mætir með gerbreytt lið.Ítalir urðu heimsmeistarar 2006 en hafa síðan aðeins unnið einn leik á þremur heimsmeistaramótum.Vísir/GettyÞað eru margir líka sem fagna því að fá félag eins og Parma aftur í hóp þeirra bestu. Liðið varð gjaldþrota árið 2015 og var dæmt niður í D-deild en hefur nú klifrað aftur upp í Seríu A. Kannski lítil táknmynd fyrir hvernig ítalski fótboltinn hefur komið sér aftur inn í hóp bestu deilda Evrópu. Íslendingar fá líka tækifæri til að fylgjast með betrumbættri Seríu A í vetur því Stöð 2 Sport hefur keypt sýningarréttinn af deildinni frá og með næstu helgi. Stöð 2 sýndi líka mikið frá deildinni á blómaárum hennar á níunda og tíunda áratugnum. Fyrsta útsending Stöð 2 Sport frá Seríu A 2018-19 verður leikur Juventus og Lazio klukkan 16.00 á laugardaginn og strax á eftir verður sýndur leikur Napoli og AC Milan. Fjörið byrjar því á tveimur stórleikjum og að sjálfsögðu sjáum við umræddan Cristiano Ronaldo í búningi Juventus í fyrsta sjónvarpsleik tímabilsins frá Ítalíu.Ungur fótboltamaður í treyju Cristiano Ronaldo.Vísir/Getty Ítalski boltinn Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar með en enginn Gylfi Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Sjá meira
Örlög ítölsku deildarinnar breyttust 10. júlí 2018. Það er dagurinn sem Sería A eignaðist aftur eina af stærstu fótboltastjörnum heims þegar Cristiano Ronaldo ákvað að yfirgefa Evrópumeistara Real Madrid og semja við Juventus. Bestu knattspyrnumenn heims hópuðust til Ítalíu á níunda og tíunda áratugnum en undanfarin ár hefur deildin þurft að sætta sig að halda til í skuggastrætum heimsfótboltans. Þar hafa vissulega spilað öflugir ítalskir knattspyrnumenn en ítalska landsliðið hefur verið í vandræðum og missti sem dæmi á HM í sumar en það hafði ekki gerst í 60 ár. Þessi mikla knattspyrnuþjóð hefur verið alltof lengi í vandræðalegu aukahlutverki í fótboltaheiminum en nú horfir til betri vegar. Enska úrvalsdeildin var stofnuð 1992 og þegar leið að aldarmótunum þá fóru vægi hennar að aukast í hugum bestu fótboltamannanna og peningar höfðu auðvitað mikið að segja. Á meðan enska deildin tók til síns meira og meira minnkaði aðdráttarafl ítölsku deildarinnar.Hollendingarnir Frank Rijkaard, Marco Van Basten og Ruud Gullit léku allir með AC Milan á sama tíma. Þeir eru hér nýkrýndir Evrópumeistarar með hollenska landsliðinu.Vísir/GettyCalciopoli, þegar stórir klúbbar eins og Juventus, AC Milan, Fiorentina og Lazio flæktustu í risamál tengdum hagræðingu úrslita var síðan gríðarlegt áfall fyrir ítalska fótboltann. Juventus, Fiorentina og Lazio voru öll send niður um deild og Juventus missti meistaratitla sína bæði 2005 og 2006. Ítalir voru heimsmeistarar í fótbolta 2006 en hafa síðan aðeins unnið einn leik samanlagt á þremur heimsmeistaramótum (2010, 2014 og 2018). Erfiðir tímar fyrir þessa miklu fótboltaþjóð. Eftir Calciopoli skandalinn tóku heldur mögur ár á meðan ítalska deildin reyndi að byggja upp orðspor sinn á ný og komast á ný í hóp bestu deilda Evrópu. Það hefur tekið deildina rúman áratug að öðlast aftur þá virðingu að geta fengið til sín leikmann eins og Cristiano Ronaldo. Mörg skref hafa samt verið tekin upp á við á síðustu árum. Undanfarin tímabil hefur Juventus liðið verið að minna verulega á sig í Meistaradeildinni með því að komast tvisvar í úrslitaleikinn á síðustu fjórum árum og á síðasta tímabili heilluðu bæði Napoli og Roma fótboltaheiminn með flottri spilamennsku í baráttunni við bestu lið Evrópu. Juventus var heldur ekki eina stórliðið sem styrkti sig í sumar. Mílan-liðin, AC og Internazionale, hafa líka minnt á sig með því að vera stórtæk á leikmannamarkaðnum. AC Milan og Internazionale voru upp á sitt besta þegar ítalska deildin var síðast samastaður margra af bestu leikmanna heims og það er því góðar fréttir fyrir deildina að þau séu bæði að vakna úr hálfgerðu „fótboltadái“. Meistaradeildarfélögin Roma (seldi markvörðinn Alisson til Liverpool) og Napoli (seldi miðjumanninn Jorginho til Chelsea og stjórinn Maurizio Sarri fór þangað líka) þurftu reyndar að horfa á eftir mjög sterkum leikmönnum en hjá Napoli settist Carlo Ancelotti í stjórastólinn og bæði félög keyptu fullt af mönnum. Roma fékk sem dæmi fjórtán nýja leikmenn og mætir með gerbreytt lið.Ítalir urðu heimsmeistarar 2006 en hafa síðan aðeins unnið einn leik á þremur heimsmeistaramótum.Vísir/GettyÞað eru margir líka sem fagna því að fá félag eins og Parma aftur í hóp þeirra bestu. Liðið varð gjaldþrota árið 2015 og var dæmt niður í D-deild en hefur nú klifrað aftur upp í Seríu A. Kannski lítil táknmynd fyrir hvernig ítalski fótboltinn hefur komið sér aftur inn í hóp bestu deilda Evrópu. Íslendingar fá líka tækifæri til að fylgjast með betrumbættri Seríu A í vetur því Stöð 2 Sport hefur keypt sýningarréttinn af deildinni frá og með næstu helgi. Stöð 2 sýndi líka mikið frá deildinni á blómaárum hennar á níunda og tíunda áratugnum. Fyrsta útsending Stöð 2 Sport frá Seríu A 2018-19 verður leikur Juventus og Lazio klukkan 16.00 á laugardaginn og strax á eftir verður sýndur leikur Napoli og AC Milan. Fjörið byrjar því á tveimur stórleikjum og að sjálfsögðu sjáum við umræddan Cristiano Ronaldo í búningi Juventus í fyrsta sjónvarpsleik tímabilsins frá Ítalíu.Ungur fótboltamaður í treyju Cristiano Ronaldo.Vísir/Getty
Ítalski boltinn Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar með en enginn Gylfi Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn