Kókosolía ekki eitur en sýna ætti mikla hófsemi í neyslu hennar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2018 19:00 Innflutningur á kókosolíu til neyslu hef aukist umtalsvert á undanförnum árum. Varhugavert er þó að neyta hennar í miklu magni vegna aukinnar hættu á hjartasjúkdómum að mati hjartalæknis.Ummæli þýsks prófessors við Harvard-háskóla um að kókosolía væri jafn góð fyrir heilsuna og að innbyrða eitur hafa vakið mikla athygli en horft hefur verið á fyrirlestur hennar um varhugavert heilsugildi kókósolíu yfir milljón sinnum á YouTube frá því í síðasta mánuði.Olían hefur verið markaðssett sem heilsuvara sem geti meðal annars komið í stað smjörs eða olíu og hafa vinsældir hennar hér á landi farið vaxandi. Til að mynda tvöfaldaðist innflutningur á kókosolíu til matvælaframleiðslu hingað til lands frá árinu 2014 til 2017 samkvæmt tölum frá Hagstofu.Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Fréttablaðið/RósaLæknar og næringafræðingar víða um heim hafa hins vegar varað við heilsugildi kókosolíu. „Þetta er 90 prósent mettuð fita og sem neysluvara er vitað að hún hækkar magn kólestóróls í blóði sem binst eðlisléttum fitupróteinum og þetta er eiginlega aðaláhættuþáttur og skaðvaldur fyrir slagæðakerfið og keyrir áfram æðakölkun,“ segir Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknir á Landspítalanum og prófessor emeritus við Háskóla Íslands um möguleg áhrif neyslu kókosolíu. Mikið af fyrirbyggingu hjartasjúkdóma snúist um að lækka einmitt þetta kólesteról í blóðinu.„Ég held að þetta hafi verið auglýst af heilmiklum krafti og auglýst svolítið á fölskum forsendum, það er að segja sem heilsuvara sem leysir alls konar vandamál og það hefur gengið vel að selja þetta,“ segir Guðmundur.Hann vill þó ekki ganga jafn langt og Harvard-prófessorinn og segir mikilvægt að sýna mikla hófsemi í neyslu á kókosolíu.„Ég myndi ekki kalla þetta eitur. Ég myndi segja að það ætti að neyta þess í mesta falli í hófi og sennilega bara mjög lítið.“ Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Kókosolía jafnóholl og dýrafita eða smjör Engar haldbærar rannsóknir sýna að kókosolía sé hollari en aðrar fitur. Bandarísku hjartasamtökin segja olíuna jafnóholla og dýrafita eða smjör. 16. júní 2017 11:59 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Innflutningur á kókosolíu til neyslu hef aukist umtalsvert á undanförnum árum. Varhugavert er þó að neyta hennar í miklu magni vegna aukinnar hættu á hjartasjúkdómum að mati hjartalæknis.Ummæli þýsks prófessors við Harvard-háskóla um að kókosolía væri jafn góð fyrir heilsuna og að innbyrða eitur hafa vakið mikla athygli en horft hefur verið á fyrirlestur hennar um varhugavert heilsugildi kókósolíu yfir milljón sinnum á YouTube frá því í síðasta mánuði.Olían hefur verið markaðssett sem heilsuvara sem geti meðal annars komið í stað smjörs eða olíu og hafa vinsældir hennar hér á landi farið vaxandi. Til að mynda tvöfaldaðist innflutningur á kókosolíu til matvælaframleiðslu hingað til lands frá árinu 2014 til 2017 samkvæmt tölum frá Hagstofu.Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Fréttablaðið/RósaLæknar og næringafræðingar víða um heim hafa hins vegar varað við heilsugildi kókosolíu. „Þetta er 90 prósent mettuð fita og sem neysluvara er vitað að hún hækkar magn kólestóróls í blóði sem binst eðlisléttum fitupróteinum og þetta er eiginlega aðaláhættuþáttur og skaðvaldur fyrir slagæðakerfið og keyrir áfram æðakölkun,“ segir Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknir á Landspítalanum og prófessor emeritus við Háskóla Íslands um möguleg áhrif neyslu kókosolíu. Mikið af fyrirbyggingu hjartasjúkdóma snúist um að lækka einmitt þetta kólesteról í blóðinu.„Ég held að þetta hafi verið auglýst af heilmiklum krafti og auglýst svolítið á fölskum forsendum, það er að segja sem heilsuvara sem leysir alls konar vandamál og það hefur gengið vel að selja þetta,“ segir Guðmundur.Hann vill þó ekki ganga jafn langt og Harvard-prófessorinn og segir mikilvægt að sýna mikla hófsemi í neyslu á kókosolíu.„Ég myndi ekki kalla þetta eitur. Ég myndi segja að það ætti að neyta þess í mesta falli í hófi og sennilega bara mjög lítið.“
Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Kókosolía jafnóholl og dýrafita eða smjör Engar haldbærar rannsóknir sýna að kókosolía sé hollari en aðrar fitur. Bandarísku hjartasamtökin segja olíuna jafnóholla og dýrafita eða smjör. 16. júní 2017 11:59 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kókosolía jafnóholl og dýrafita eða smjör Engar haldbærar rannsóknir sýna að kókosolía sé hollari en aðrar fitur. Bandarísku hjartasamtökin segja olíuna jafnóholla og dýrafita eða smjör. 16. júní 2017 11:59