Vilja leggja sitt af mörkum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 06:00 Atli Óskar og Viktor eru mennirnir á bak við stuttmyndina Lífið á Eyjunni. Fréttablaðið/Stefán Atli Óskar Fjalarsson og Viktor Sigurjónsson voru búnir að horfa upp á vini og kunningja tapa lífinu allt of oft. Eftir að hafa fylgst með sjálfsvígum og misnotkun lyfja meðal ungra manna fundu þeir sig knúna til að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Umræðu um þessi mál segja þeir að þurfi að halda á lofti til að knýja fram breytingar. Þeir stefna á að sýna myndina í grunnskólum og víðar. „Þegar við Atli kynntumst var ég að þróa hugmynd og hafði þegar skrifað handrit sem ég kynnti fyrir honum. Í ljós kom mikill samhugur og metnaður hjá okkur báðum fyrir þessu verkefni og við ákváðum að hrinda því í framkvæmd og skrifuðum saman lokaútgáfu handritsins,“ segir Viktor sem leikstýrir myndinni en hann hefur unnið við framleiðslu í rúm fimm ár. Atli hafði þá nýlega stofnað fésbókarhóp sem nefnist Strákahittingur, sem er öruggur staður fyrir karla til að ræða tilfinningar og málefni kynjanna sín á milli. Hópurinn er að sænskri fyrirmynd sem nefnist #killmiddag. „Strákum líður illa og kunna oft ekki að biðja um hjálp. Hópurinn gengur út á það að strákar hittist og tali saman um það sem þeir geta gert til að stuðla að betra samfélagi og ráðast í sameiningu að rót vandans í samskiptum kynjanna sem brenglaðar kynjaímyndir geta af sér. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hjálpa vinum, bræðrum, frændum og feðrum í neyð,“ segir Atli en hann hefur unnið sem leikari í mörg ár og leikið í ýmsum kvikmyndum, nú síðast í Lof mér að falla. Einnig hefur hann unnið við framleiðslu í Los Angeles.Tóku þetta alla leið Tökur gengu nokkuð snurðulaust fyrir sig en myndin var öll skotin á Seyðisfirði. „Við vorum með um 25 manns með okkur og við erum ótrúlega þakklátir fyrir alla þeirra hjálp,“ segir Viktor. Atli tekur undir: „Við hefðum ekki getað beðið um betra fólk.“ Þrátt fyrir að hafa báðir unnið í framleiðslu segjast þeir hafa gert sér töluvert erfitt fyrir hvað handritið varðar. „Allt sem maður hefur lært og veit að á ekki að setja í handrit fór út um þúfur. Í handritinu er þetta allt saman, flugeldar, dýr og börn,“ segir Viktor. „Ég man að ég sagði við Viktor þegar við vorum að skrifa að setja sér engar hömlur; „Leyfðu listinni bara að flæða!“ Svo blótaði ég honum í sand og ösku þegar ég þurfti að fara og redda þessu öllu á Seyðisfirði,“ segir Atli og hlær. „En þetta gekk svo allt upp á endanum.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Atli Óskar Fjalarsson og Viktor Sigurjónsson voru búnir að horfa upp á vini og kunningja tapa lífinu allt of oft. Eftir að hafa fylgst með sjálfsvígum og misnotkun lyfja meðal ungra manna fundu þeir sig knúna til að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Umræðu um þessi mál segja þeir að þurfi að halda á lofti til að knýja fram breytingar. Þeir stefna á að sýna myndina í grunnskólum og víðar. „Þegar við Atli kynntumst var ég að þróa hugmynd og hafði þegar skrifað handrit sem ég kynnti fyrir honum. Í ljós kom mikill samhugur og metnaður hjá okkur báðum fyrir þessu verkefni og við ákváðum að hrinda því í framkvæmd og skrifuðum saman lokaútgáfu handritsins,“ segir Viktor sem leikstýrir myndinni en hann hefur unnið við framleiðslu í rúm fimm ár. Atli hafði þá nýlega stofnað fésbókarhóp sem nefnist Strákahittingur, sem er öruggur staður fyrir karla til að ræða tilfinningar og málefni kynjanna sín á milli. Hópurinn er að sænskri fyrirmynd sem nefnist #killmiddag. „Strákum líður illa og kunna oft ekki að biðja um hjálp. Hópurinn gengur út á það að strákar hittist og tali saman um það sem þeir geta gert til að stuðla að betra samfélagi og ráðast í sameiningu að rót vandans í samskiptum kynjanna sem brenglaðar kynjaímyndir geta af sér. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hjálpa vinum, bræðrum, frændum og feðrum í neyð,“ segir Atli en hann hefur unnið sem leikari í mörg ár og leikið í ýmsum kvikmyndum, nú síðast í Lof mér að falla. Einnig hefur hann unnið við framleiðslu í Los Angeles.Tóku þetta alla leið Tökur gengu nokkuð snurðulaust fyrir sig en myndin var öll skotin á Seyðisfirði. „Við vorum með um 25 manns með okkur og við erum ótrúlega þakklátir fyrir alla þeirra hjálp,“ segir Viktor. Atli tekur undir: „Við hefðum ekki getað beðið um betra fólk.“ Þrátt fyrir að hafa báðir unnið í framleiðslu segjast þeir hafa gert sér töluvert erfitt fyrir hvað handritið varðar. „Allt sem maður hefur lært og veit að á ekki að setja í handrit fór út um þúfur. Í handritinu er þetta allt saman, flugeldar, dýr og börn,“ segir Viktor. „Ég man að ég sagði við Viktor þegar við vorum að skrifa að setja sér engar hömlur; „Leyfðu listinni bara að flæða!“ Svo blótaði ég honum í sand og ösku þegar ég þurfti að fara og redda þessu öllu á Seyðisfirði,“ segir Atli og hlær. „En þetta gekk svo allt upp á endanum.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira