Undanþágan sem Höllin er á fellur úr gildi á endanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2018 08:00 Þurfa strákarnir okkar að spila í Danmörku á næstu árum? vísir/eyþór Evrópska handknattleikssambandið (EHF) hefur fellt úr gildi undanþágu sem gerði Færeyingum kleift að spila keppnisleiki sína í íþróttahöllinni á Hálsi í Þórshöfn. Færeyjar mæta Danmörku í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 karla í lok október og fer leikurinn fram á heimavelli danska úrvalsdeildarliðsins Skjern. Höllin á Hálsi uppfyllir ekki lágmarkskröfur EHF um fjölda áhorfenda. Í höllinni komast 1.800 manns fyrir í sæti en EHF gerir kröfur um 2.000 sæti. Laugardalshöllin hefur verið á undanþágu í mörg ár, bæði frá EHF og FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandinu. Höllin var vígð 1965 og er meðal þeirra elstu í Evrópu. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, hefur ekki áhyggjur af því að EHF felli undanþágu Íslands úr gildi í undankeppni EM 2020 en það muni gerast á endanum, fái Íslendingar ekki nýja keppnishöll. Kröfurnar frá EHF séu alltaf að aukast og sambandið sé byrjað að grípa til aðgerða, eins og í tilfelli Færeyinga. „Eftir að hafa rætt við EHF tel ég að við fáum undanþágu til að spila heimaleikina í næstu undankeppni í Laugardalshöll. Við erum nánast öruggir með það. Hins vegar er ljóst að við erum á undanþágu og eðli þeirra er að einhvern tímann verða þær felldar úr gildi,“ sagði Róbert í samtali við Fréttablaðið.„EHF mun jafnvel auka kröfurnar og því verður alltaf erfiðara fyrir okkur að uppfylla þær. Við getum ekki breytt Laugardalshöllinni. Þetta er rúmlega 50 ára gamalt hús og barn síns tíma. Undanþágan sem við erum á snýr aðallega að grunngólffletinum og þrengslunum í kringum völlinn. Það er stutt út í veggina, engin vinnuaðstaða fyrir fjölmiðla og sjónvarp og á endanum, með auknum kröfum, tel ég hættu á að undanþágan detti út.“ Þrátt fyrir ástandið liggur ekkert fyrir hvenær, eða hvort, ný keppnishöll, sem uppfyllir alla staðla EHF og FIBA, verður reist. Þau mál þokast áfram á hraða snigilsins. „Við höfum óskað eftir viðræðum við ríki og borg um nýjan þjóðarleikvang en ekki fengið mikil viðbrögð. Í vor stóð til að stofna samráðshóp ríkis, borgar, HSÍ og KKÍ en það hefur ekki verið skipað í hann enn,“ sagði Róbert. Ný keppnishöll myndi líka leysa vandamál landsliðanna þegar kemur að æfingatímum. Í dag eru þau komin upp á náð og miskunn aðildarfélaganna hvort þau séu tilbúin að hýsa landsliðsæfingar. „Ákjósanlegast væri ef nýja höllin yrði líka æfingahöll. Oft á tíðum erum við að æfa hingað og þangað um bæinn. Það er ekki kjörstaða fyrir lið sem eru að berjast um að ná árangri á stórmótum,“ sagði Róbert að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Evrópska handknattleikssambandið (EHF) hefur fellt úr gildi undanþágu sem gerði Færeyingum kleift að spila keppnisleiki sína í íþróttahöllinni á Hálsi í Þórshöfn. Færeyjar mæta Danmörku í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 karla í lok október og fer leikurinn fram á heimavelli danska úrvalsdeildarliðsins Skjern. Höllin á Hálsi uppfyllir ekki lágmarkskröfur EHF um fjölda áhorfenda. Í höllinni komast 1.800 manns fyrir í sæti en EHF gerir kröfur um 2.000 sæti. Laugardalshöllin hefur verið á undanþágu í mörg ár, bæði frá EHF og FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandinu. Höllin var vígð 1965 og er meðal þeirra elstu í Evrópu. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, hefur ekki áhyggjur af því að EHF felli undanþágu Íslands úr gildi í undankeppni EM 2020 en það muni gerast á endanum, fái Íslendingar ekki nýja keppnishöll. Kröfurnar frá EHF séu alltaf að aukast og sambandið sé byrjað að grípa til aðgerða, eins og í tilfelli Færeyinga. „Eftir að hafa rætt við EHF tel ég að við fáum undanþágu til að spila heimaleikina í næstu undankeppni í Laugardalshöll. Við erum nánast öruggir með það. Hins vegar er ljóst að við erum á undanþágu og eðli þeirra er að einhvern tímann verða þær felldar úr gildi,“ sagði Róbert í samtali við Fréttablaðið.„EHF mun jafnvel auka kröfurnar og því verður alltaf erfiðara fyrir okkur að uppfylla þær. Við getum ekki breytt Laugardalshöllinni. Þetta er rúmlega 50 ára gamalt hús og barn síns tíma. Undanþágan sem við erum á snýr aðallega að grunngólffletinum og þrengslunum í kringum völlinn. Það er stutt út í veggina, engin vinnuaðstaða fyrir fjölmiðla og sjónvarp og á endanum, með auknum kröfum, tel ég hættu á að undanþágan detti út.“ Þrátt fyrir ástandið liggur ekkert fyrir hvenær, eða hvort, ný keppnishöll, sem uppfyllir alla staðla EHF og FIBA, verður reist. Þau mál þokast áfram á hraða snigilsins. „Við höfum óskað eftir viðræðum við ríki og borg um nýjan þjóðarleikvang en ekki fengið mikil viðbrögð. Í vor stóð til að stofna samráðshóp ríkis, borgar, HSÍ og KKÍ en það hefur ekki verið skipað í hann enn,“ sagði Róbert. Ný keppnishöll myndi líka leysa vandamál landsliðanna þegar kemur að æfingatímum. Í dag eru þau komin upp á náð og miskunn aðildarfélaganna hvort þau séu tilbúin að hýsa landsliðsæfingar. „Ákjósanlegast væri ef nýja höllin yrði líka æfingahöll. Oft á tíðum erum við að æfa hingað og þangað um bæinn. Það er ekki kjörstaða fyrir lið sem eru að berjast um að ná árangri á stórmótum,“ sagði Róbert að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira