Freyr: Trúum öll að Kolbeinn skori þegar hann er inn á Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 16:00 Freyr Alexandersson er aðstoðarþjálfari Erik Hamrén með íslenska karlalandsliðið vísir/getty Erik Hamrén og Freyr Alexandersson kynntu sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Freyr segir Erik vera topp náunga og það er nýtt upphaf fyrir alla leikmenn liðsins, sama hver staða þeirra var í landsliði Heimis Hallgrímssonar. Freyr fann lítið fyrir stóru stundinni á Laugardalsvelli í dag, hún kiknaði í samanburði við stóru stundina hans í vikunni þegar hann eignaðist sitt þriðja barn. Hamrén hafði aðeins 16 daga frá því hann var ráðinn landsliðsþjálfari til dagsins í dag þegar hópurinn fyrir stærsta leik í sögu Íslands í Þjóðadeildinni var kynntur. Svíinn þurfti því einkar mikið á aðstoð Freys að halda fyrir þetta val. „Maður vill hafa þetta faglegt og vel ígrundað, og það hefur verið það. En þetta hefur gengið vel, þetta ferli,“ sagði Freyr við þá Kolbein Tuma Daðason og Tómas Þór Þórðarson í beinni útsendingu á Vísi í lok fundar í Laugardalnum.Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðast landsleik á EM í Frakklandi 2016vísir/gettyFrábærar fréttir af KolbeiniKolbeinn Sigþórsson kom inn í hópinn að nýju og þeir segja hann vera heilan heilsu. Var hann heill fyrir HM? „Ég kom ekki að ákvörðunum í því teymi og ég held ég vilji ekki segja neitt um það því ég veit það bara ekki nægilega vel, nákvæmlega stöðuna þá.“ „Ég er búinn að eiga samtöl við Kolbein áður en við völdum þennan hóp upp á stöðuna á honum núna. Þegar við fórum yfir hvernig honum líður, hvernig hnéð á honum er núna og hvað hann hefur náð að æfa mikið upp á síðkastið, það voru frábæru fréttirnar.“ Kolbeinn hefur ekki fengið að spila hjá Nantes þar sem hann er á sölulista hjá félaginu. Hann er ekki tilbúinn í að byrja leiki en gæti komið inn á og mögulega breytt leikjum undir lokin. Þá er teymið einnig að horfa til hans í næstu leikjum á eftir, í október og nóvember. „Þegar Heimir velur lokahópinn fyrir HM, það er stuttu eftir Bandaríkjaferðina og Kolli þurfti að fara heim meiddur þaðan. Þannig að ef ég gef mér forsendur þá var ekki grundvöllur fyrir teymið að velja hann. En ég skil samt vangaveltur fólks.“ „Við trúum öll að hann skori þegar hann er inni á vellinum.“ Svissnesku fyrirliðarnir fá tækifæriðRúnar Már Sigurjónsson náði ekki að sanna sig fyrir Heimi og LarsvísirRúnar Már Sigurjónsson og Guðlaugur Victor Pálsson eru í leikmannahóp Íslands að þessu sinni. Þeir hafa verið viðloðandi landsliðið, sérstaklega í kringum æfingaleikina, en ekki fengið mikið af tækifærum í stórum verkefnum. „Rúnar hefur aldrei verið í betra standi, segir hann, og það sem ég hef séð af honum núna þá lítur hann rosalega vel út.“ „Hann er kominn í nýtt hlutverk sem leiðtogi. Ég þjálfaði hann 2012 og ég hefði aldrei getað ímyndað mér hann sem fyrirliða. Mér líst rosa vel á standið á honum.“ Guðlaugur Victor Pálsson spilaði síðast fyrir landsliðið í janúar 2017.vísir/getty„Rúnar fékk tækifæri, kannski ekki eins mikil og hann vildi, og hann nýtti þau á ákveðnum tímapunktum ekki nógu vel. Það er bara staðreynd. En núna er nýtt upphaf fyrir hann.“ „Guðlaugur Victor hefur verið lítið í kringum hópinn en spilað gríðarlega vel með félagsliði upp á síðkastið. Hann fær tækifæri núna og þarf að koma og sýna okkur það í verki að hann eigi þetta tækifæri skilið.“Raggi og Kári héldu vel aftur af Sergio Aguero og Lionel Messi í sumarvísir/gettyEkki öruggt að Raggi og Kári byrji fyrsta leikÍ gær héldu allir að það þyrfti að byggja upp nýtt miðvarðarpar. Ragnar Sigurðsson var búinn að segjast ætla að hætta og Aron Einar Gunnarsson tilkynnti að Kári væri hættur, þó hann sjálfur hafi aldrei gefið það upp. Í dag er staðan sú að báðir eru í hópnum. Þurfti mikið að þrýsta á Ragnar að taka ákvörðun sína til baka? „Ég held að lykillinn að því að Raggi hélt áfram er að ég þekki hann. Ef ég hefði hringt í hann daglega þá hefði hann klárlega hætt því hann hefði haldið að ég væri eitthvað bilaður.“ „Við áttum gott samtal og svo gaf ég honum bara tíma og Erik átti líka samtal við hann.“ „Miðvarðarparið það kemur bara í ljós, það er ekkert gefið í því að Ragnar og Kári séu að byrja. Erik er nýr þjálfari og hann er með ákveðna sín á hlutina.“ „En það sem við erum sammála um er að allir þeir miðverðir sem eru í hópnum núna eru hrikalega góðir og við eigum líka leikmenn fyrir utan hóp sem eru hrikalega góðir. Ef við erum vel settir einhvers staðar þá er það í miðverðinum,“ sagði Freyr Alexandersson. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kolbeinn er heill heilsu en fær bara ekki að spila hjá Nantes Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur inn í íslenska landsliðshópinn en framherjinn er í fyrsta landsliðshóp Erik Hamrén. 24. ágúst 2018 13:48 Svona tilkynnti Hamrén fyrsta hópinn Erik Hamrén og Freyr Alexandersson tilkynntu sinn fyrsta landsliðshóp í dag. Kolbeinn Sigþórsson og Viðar Örn Kjartansson koma inn í framlínuna, Aron Einar Gunnarsson er fjarverandi. 24. ágúst 2018 14:30 Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Vildi fá tækifæri til að skoða og kynnast íslensku fyrirliðunum í svissnesku deildinni Erik Hamrén, nýr landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, fundaði með blaðamönnum í dag þar sem hann opinberaði sinn fyrsta landsliðshóp. 24. ágúst 2018 13:35 Strákarnir æfa í Austurríki fyrir fyrsta leikinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn sinn í Þjóðadeildinni á fjallahóteli í Austurríki. 24. ágúst 2018 13:21 Enginn Aron í landsliðshópnum en Kolbeinn snýr aftur Eric Hamrén tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. 24. ágúst 2018 13:17 Raggi hringdi eitt kvöldið og sagðist virkilega vilja spila Miðvörðurinn er mættur í slaginn. 24. ágúst 2018 13:29 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson kynntu sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Freyr segir Erik vera topp náunga og það er nýtt upphaf fyrir alla leikmenn liðsins, sama hver staða þeirra var í landsliði Heimis Hallgrímssonar. Freyr fann lítið fyrir stóru stundinni á Laugardalsvelli í dag, hún kiknaði í samanburði við stóru stundina hans í vikunni þegar hann eignaðist sitt þriðja barn. Hamrén hafði aðeins 16 daga frá því hann var ráðinn landsliðsþjálfari til dagsins í dag þegar hópurinn fyrir stærsta leik í sögu Íslands í Þjóðadeildinni var kynntur. Svíinn þurfti því einkar mikið á aðstoð Freys að halda fyrir þetta val. „Maður vill hafa þetta faglegt og vel ígrundað, og það hefur verið það. En þetta hefur gengið vel, þetta ferli,“ sagði Freyr við þá Kolbein Tuma Daðason og Tómas Þór Þórðarson í beinni útsendingu á Vísi í lok fundar í Laugardalnum.Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðast landsleik á EM í Frakklandi 2016vísir/gettyFrábærar fréttir af KolbeiniKolbeinn Sigþórsson kom inn í hópinn að nýju og þeir segja hann vera heilan heilsu. Var hann heill fyrir HM? „Ég kom ekki að ákvörðunum í því teymi og ég held ég vilji ekki segja neitt um það því ég veit það bara ekki nægilega vel, nákvæmlega stöðuna þá.“ „Ég er búinn að eiga samtöl við Kolbein áður en við völdum þennan hóp upp á stöðuna á honum núna. Þegar við fórum yfir hvernig honum líður, hvernig hnéð á honum er núna og hvað hann hefur náð að æfa mikið upp á síðkastið, það voru frábæru fréttirnar.“ Kolbeinn hefur ekki fengið að spila hjá Nantes þar sem hann er á sölulista hjá félaginu. Hann er ekki tilbúinn í að byrja leiki en gæti komið inn á og mögulega breytt leikjum undir lokin. Þá er teymið einnig að horfa til hans í næstu leikjum á eftir, í október og nóvember. „Þegar Heimir velur lokahópinn fyrir HM, það er stuttu eftir Bandaríkjaferðina og Kolli þurfti að fara heim meiddur þaðan. Þannig að ef ég gef mér forsendur þá var ekki grundvöllur fyrir teymið að velja hann. En ég skil samt vangaveltur fólks.“ „Við trúum öll að hann skori þegar hann er inni á vellinum.“ Svissnesku fyrirliðarnir fá tækifæriðRúnar Már Sigurjónsson náði ekki að sanna sig fyrir Heimi og LarsvísirRúnar Már Sigurjónsson og Guðlaugur Victor Pálsson eru í leikmannahóp Íslands að þessu sinni. Þeir hafa verið viðloðandi landsliðið, sérstaklega í kringum æfingaleikina, en ekki fengið mikið af tækifærum í stórum verkefnum. „Rúnar hefur aldrei verið í betra standi, segir hann, og það sem ég hef séð af honum núna þá lítur hann rosalega vel út.“ „Hann er kominn í nýtt hlutverk sem leiðtogi. Ég þjálfaði hann 2012 og ég hefði aldrei getað ímyndað mér hann sem fyrirliða. Mér líst rosa vel á standið á honum.“ Guðlaugur Victor Pálsson spilaði síðast fyrir landsliðið í janúar 2017.vísir/getty„Rúnar fékk tækifæri, kannski ekki eins mikil og hann vildi, og hann nýtti þau á ákveðnum tímapunktum ekki nógu vel. Það er bara staðreynd. En núna er nýtt upphaf fyrir hann.“ „Guðlaugur Victor hefur verið lítið í kringum hópinn en spilað gríðarlega vel með félagsliði upp á síðkastið. Hann fær tækifæri núna og þarf að koma og sýna okkur það í verki að hann eigi þetta tækifæri skilið.“Raggi og Kári héldu vel aftur af Sergio Aguero og Lionel Messi í sumarvísir/gettyEkki öruggt að Raggi og Kári byrji fyrsta leikÍ gær héldu allir að það þyrfti að byggja upp nýtt miðvarðarpar. Ragnar Sigurðsson var búinn að segjast ætla að hætta og Aron Einar Gunnarsson tilkynnti að Kári væri hættur, þó hann sjálfur hafi aldrei gefið það upp. Í dag er staðan sú að báðir eru í hópnum. Þurfti mikið að þrýsta á Ragnar að taka ákvörðun sína til baka? „Ég held að lykillinn að því að Raggi hélt áfram er að ég þekki hann. Ef ég hefði hringt í hann daglega þá hefði hann klárlega hætt því hann hefði haldið að ég væri eitthvað bilaður.“ „Við áttum gott samtal og svo gaf ég honum bara tíma og Erik átti líka samtal við hann.“ „Miðvarðarparið það kemur bara í ljós, það er ekkert gefið í því að Ragnar og Kári séu að byrja. Erik er nýr þjálfari og hann er með ákveðna sín á hlutina.“ „En það sem við erum sammála um er að allir þeir miðverðir sem eru í hópnum núna eru hrikalega góðir og við eigum líka leikmenn fyrir utan hóp sem eru hrikalega góðir. Ef við erum vel settir einhvers staðar þá er það í miðverðinum,“ sagði Freyr Alexandersson. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kolbeinn er heill heilsu en fær bara ekki að spila hjá Nantes Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur inn í íslenska landsliðshópinn en framherjinn er í fyrsta landsliðshóp Erik Hamrén. 24. ágúst 2018 13:48 Svona tilkynnti Hamrén fyrsta hópinn Erik Hamrén og Freyr Alexandersson tilkynntu sinn fyrsta landsliðshóp í dag. Kolbeinn Sigþórsson og Viðar Örn Kjartansson koma inn í framlínuna, Aron Einar Gunnarsson er fjarverandi. 24. ágúst 2018 14:30 Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Vildi fá tækifæri til að skoða og kynnast íslensku fyrirliðunum í svissnesku deildinni Erik Hamrén, nýr landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, fundaði með blaðamönnum í dag þar sem hann opinberaði sinn fyrsta landsliðshóp. 24. ágúst 2018 13:35 Strákarnir æfa í Austurríki fyrir fyrsta leikinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn sinn í Þjóðadeildinni á fjallahóteli í Austurríki. 24. ágúst 2018 13:21 Enginn Aron í landsliðshópnum en Kolbeinn snýr aftur Eric Hamrén tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. 24. ágúst 2018 13:17 Raggi hringdi eitt kvöldið og sagðist virkilega vilja spila Miðvörðurinn er mættur í slaginn. 24. ágúst 2018 13:29 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Kolbeinn er heill heilsu en fær bara ekki að spila hjá Nantes Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur inn í íslenska landsliðshópinn en framherjinn er í fyrsta landsliðshóp Erik Hamrén. 24. ágúst 2018 13:48
Svona tilkynnti Hamrén fyrsta hópinn Erik Hamrén og Freyr Alexandersson tilkynntu sinn fyrsta landsliðshóp í dag. Kolbeinn Sigþórsson og Viðar Örn Kjartansson koma inn í framlínuna, Aron Einar Gunnarsson er fjarverandi. 24. ágúst 2018 14:30
Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54
Vildi fá tækifæri til að skoða og kynnast íslensku fyrirliðunum í svissnesku deildinni Erik Hamrén, nýr landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, fundaði með blaðamönnum í dag þar sem hann opinberaði sinn fyrsta landsliðshóp. 24. ágúst 2018 13:35
Strákarnir æfa í Austurríki fyrir fyrsta leikinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn sinn í Þjóðadeildinni á fjallahóteli í Austurríki. 24. ágúst 2018 13:21
Enginn Aron í landsliðshópnum en Kolbeinn snýr aftur Eric Hamrén tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. 24. ágúst 2018 13:17
Raggi hringdi eitt kvöldið og sagðist virkilega vilja spila Miðvörðurinn er mættur í slaginn. 24. ágúst 2018 13:29