Hamren: Sagði við hann að þetta þyrfti að koma frá hjartanu Anton Ingi Leifsson skrifar 24. ágúst 2018 21:00 Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp en Ísland mætir bæði Belgíu og Sviss síðar í mánuðinum. Athygli vakti að Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum en hann hefur lítið sem ekkert spilað að undanförnu. Erik segir hann mikilvægan hópnum. „Hann er ekki alveg tilbúinn að byrja leikinn og spila í 90 mínútur en hann getur leikið 15-20 mínútur,” sagði Hamren í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er líka mikilvægt að hann sé í liðinu því þegar hann verður tilbúinn og laus við meiðsli mun hann verða Íslandi mjög mikilvægur. Miðað við tölfræðina hans þá er hann hreint magnaður.” Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM að hann væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann er þó mættur aftur og spilar með liðinu gegn Belgíu og Sviss. „Ég ræddi við hann og sagði honum að vera í liðinu þyrfti að koma frá hjarta hans. Ég er mjög ánægður að svo hafi verið verið og hann vilji leika meira fyrir Ísland. Ég tel hann eigi eftir að vera einn lykilmanna liðsins.” Ungir drengir eins og Samúel Kári Friðjónsson og Albert Guðmundsson eru ekki í hópnum en hvers vegna? „Við veltum mikið fyrir okkur hvort við ættum að hafa þá með okkur núna. Til dæmis með Albert þá er hann búinn að spila lítið og er nýbúinn að skipta um lið. Þar er að byrja nýr kafli sem ég vona gangi vel,” sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari. „Albert er hæfileikaríkur leikmaður og gerði klárlega tilkall til þess að vera í hópnum en það er U21-verkefni á sama tíma. Erik var fastur á því að þegar leikmaður er ekki nálægt því að byrja í A-liðinu þá vill hann að hann spili 90 mínútur með U21,” bætti Freyr við. Ekki er langt síðan Erik tók við landsliðinu en hversu spenntur er hann fyrir þessum leikjum? „Ég er mjög spenntur. Það er alltaf spennandi að byrja í nýju starfi, hitta nýtt fólk og hefja vegferð saman,” sagði Hamren. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Albert í U21-hópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu Albert Guðmundsson er í U21-árs landsliðshópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í september. 24. ágúst 2018 18:56 Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30 Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Freyr: Trúum öll að Kolbeinn skori þegar hann er inn á Erik Hamrén og Freyr Alexandersson kynntu sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Freyr segir Erik vera topp náunga og það er nýtt upphaf fyrir alla leikmenn liðsins, sama hver staða þeirra var í landsliði Heimis Hallgrímssonar. 24. ágúst 2018 16:00 Enginn Aron í landsliðshópnum en Kolbeinn snýr aftur Eric Hamrén tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. 24. ágúst 2018 13:17 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Fleiri fréttir Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Sjá meira
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp en Ísland mætir bæði Belgíu og Sviss síðar í mánuðinum. Athygli vakti að Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum en hann hefur lítið sem ekkert spilað að undanförnu. Erik segir hann mikilvægan hópnum. „Hann er ekki alveg tilbúinn að byrja leikinn og spila í 90 mínútur en hann getur leikið 15-20 mínútur,” sagði Hamren í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er líka mikilvægt að hann sé í liðinu því þegar hann verður tilbúinn og laus við meiðsli mun hann verða Íslandi mjög mikilvægur. Miðað við tölfræðina hans þá er hann hreint magnaður.” Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM að hann væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann er þó mættur aftur og spilar með liðinu gegn Belgíu og Sviss. „Ég ræddi við hann og sagði honum að vera í liðinu þyrfti að koma frá hjarta hans. Ég er mjög ánægður að svo hafi verið verið og hann vilji leika meira fyrir Ísland. Ég tel hann eigi eftir að vera einn lykilmanna liðsins.” Ungir drengir eins og Samúel Kári Friðjónsson og Albert Guðmundsson eru ekki í hópnum en hvers vegna? „Við veltum mikið fyrir okkur hvort við ættum að hafa þá með okkur núna. Til dæmis með Albert þá er hann búinn að spila lítið og er nýbúinn að skipta um lið. Þar er að byrja nýr kafli sem ég vona gangi vel,” sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari. „Albert er hæfileikaríkur leikmaður og gerði klárlega tilkall til þess að vera í hópnum en það er U21-verkefni á sama tíma. Erik var fastur á því að þegar leikmaður er ekki nálægt því að byrja í A-liðinu þá vill hann að hann spili 90 mínútur með U21,” bætti Freyr við. Ekki er langt síðan Erik tók við landsliðinu en hversu spenntur er hann fyrir þessum leikjum? „Ég er mjög spenntur. Það er alltaf spennandi að byrja í nýju starfi, hitta nýtt fólk og hefja vegferð saman,” sagði Hamren.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Albert í U21-hópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu Albert Guðmundsson er í U21-árs landsliðshópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í september. 24. ágúst 2018 18:56 Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30 Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Freyr: Trúum öll að Kolbeinn skori þegar hann er inn á Erik Hamrén og Freyr Alexandersson kynntu sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Freyr segir Erik vera topp náunga og það er nýtt upphaf fyrir alla leikmenn liðsins, sama hver staða þeirra var í landsliði Heimis Hallgrímssonar. 24. ágúst 2018 16:00 Enginn Aron í landsliðshópnum en Kolbeinn snýr aftur Eric Hamrén tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. 24. ágúst 2018 13:17 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Fleiri fréttir Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Sjá meira
Albert í U21-hópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu Albert Guðmundsson er í U21-árs landsliðshópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í september. 24. ágúst 2018 18:56
Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30
Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54
Freyr: Trúum öll að Kolbeinn skori þegar hann er inn á Erik Hamrén og Freyr Alexandersson kynntu sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Freyr segir Erik vera topp náunga og það er nýtt upphaf fyrir alla leikmenn liðsins, sama hver staða þeirra var í landsliði Heimis Hallgrímssonar. 24. ágúst 2018 16:00
Enginn Aron í landsliðshópnum en Kolbeinn snýr aftur Eric Hamrén tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. 24. ágúst 2018 13:17