Linnulaus innanflokksátök í Ástralíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. ágúst 2018 10:00 Turnbull og Morrison áður en sá síðarnefndi hrifsaði forsætisráðuneytið af þeim fyrrnefnda. Vísir/AP Það verður seint hægt að segja að Ástralir hafi búið við mikinn stöðugleika í stjórnmálunum þar í landi undanfarin misseri. Í gær varð Malcolm Turnbull fjórði forsætisráðherrann á þessum áratug sem samflokksmenn sparka. Scott Morrison hefur nú tekið við embættinu en forsætisráðherraskiptin eru þau sjöttu frá árinu 2007. Einu sinni oftar en Íslendingar á þessum tíma. Senn líður að kosningum, þær fara fram á næsta ári, og eru áhyggjur flokksmanna af slæmu gengi Frjálslynda flokksins sagðar ein helsta ástæðan fyrir átökunum innan flokksins. Í könnun sem Ipsos birti um miðjan mánuð mældist flokkurinn með 33 prósenta fylgi, tveimur prósentustigum minna en Verkamannaflokkurinn. Önnur stór ástæða er frjálslyndi Turnbulls. Þrátt fyrir nafn flokksins er stefnan frekar kennd við íhald og reis íhaldssamasti armur flokksins ítrekað upp gegn þessum fyrrverandi forsætisráðherra. Það gerðist til dæmis þann 20. ágúst síðastliðinn þegar Turnbull neyddist til þess að gefa upp á bátinn áform um að draga úr útblæstri til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum, að því er BBC greindi frá. Íhaldsmenn höfðu greinilega fengið nóg og reyndi innanríkisráðherrann Peter Dutton að steypa Turnbull af stóli. Turnbull stóð storminn af sér, rétt svo. Íhaldsmenn gáfust ekki upp og eftir tvær atkvæðagreiðslur innan flokksins í gær hafa orðið stólaskipti. „Þakka ykkur fyrir. Það hefur verið sannur heiður að þjóna ykkur sem forsætisráðherra,“ sagði Turnbull á Twitter í gær og þakkaði samflokksmönnum sínum fyrir að velja Morrison fram yfir Dutton. Hann ætlar nú að taka pokann sinn og hætta á þingi sömuleiðis. Morrison hrósaði Turnbull í bak og fyrir. Sagði hann hafa þjónað landi sínu af mikilli göfgi. „Nú tekur það verkefni við okkur að sameina flokkinn, sem hefur verið marinn og særður á undanförnum dögum, og þingið sömuleiðis svo hægt sé að vinna að einingu þjóðarinnar,“ sagði nýi forsætisráðherrann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Það verður seint hægt að segja að Ástralir hafi búið við mikinn stöðugleika í stjórnmálunum þar í landi undanfarin misseri. Í gær varð Malcolm Turnbull fjórði forsætisráðherrann á þessum áratug sem samflokksmenn sparka. Scott Morrison hefur nú tekið við embættinu en forsætisráðherraskiptin eru þau sjöttu frá árinu 2007. Einu sinni oftar en Íslendingar á þessum tíma. Senn líður að kosningum, þær fara fram á næsta ári, og eru áhyggjur flokksmanna af slæmu gengi Frjálslynda flokksins sagðar ein helsta ástæðan fyrir átökunum innan flokksins. Í könnun sem Ipsos birti um miðjan mánuð mældist flokkurinn með 33 prósenta fylgi, tveimur prósentustigum minna en Verkamannaflokkurinn. Önnur stór ástæða er frjálslyndi Turnbulls. Þrátt fyrir nafn flokksins er stefnan frekar kennd við íhald og reis íhaldssamasti armur flokksins ítrekað upp gegn þessum fyrrverandi forsætisráðherra. Það gerðist til dæmis þann 20. ágúst síðastliðinn þegar Turnbull neyddist til þess að gefa upp á bátinn áform um að draga úr útblæstri til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum, að því er BBC greindi frá. Íhaldsmenn höfðu greinilega fengið nóg og reyndi innanríkisráðherrann Peter Dutton að steypa Turnbull af stóli. Turnbull stóð storminn af sér, rétt svo. Íhaldsmenn gáfust ekki upp og eftir tvær atkvæðagreiðslur innan flokksins í gær hafa orðið stólaskipti. „Þakka ykkur fyrir. Það hefur verið sannur heiður að þjóna ykkur sem forsætisráðherra,“ sagði Turnbull á Twitter í gær og þakkaði samflokksmönnum sínum fyrir að velja Morrison fram yfir Dutton. Hann ætlar nú að taka pokann sinn og hætta á þingi sömuleiðis. Morrison hrósaði Turnbull í bak og fyrir. Sagði hann hafa þjónað landi sínu af mikilli göfgi. „Nú tekur það verkefni við okkur að sameina flokkinn, sem hefur verið marinn og særður á undanförnum dögum, og þingið sömuleiðis svo hægt sé að vinna að einingu þjóðarinnar,“ sagði nýi forsætisráðherrann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira